Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 152
Steingrímur Karl Teague
þótti afar róttækt skref á þriðja áratug síðustu aldar.11 Tveimur
áratugum seinna spratt í New York upp heilt neðanjarðarsamfélag
bíboppara sem lagði mikla áherslu á sjálfssköpun: þannig klæddu
bíboppararnir sig öðruvísi en meginþorri samfelagsins, áttu sér eigið
tungutak sem var óinnvígðum óskiljanlegt og tóku lítinn þátt í sam-
félaginu, auk þess sem tónmál bíboppsins var gerólíkt þeirri tónlist
sem áður hafði heyrst.12 Undarlegir og ýktir einstaklingar — á borð
við altsaxófónleikarann Charlie Parker sem átti það til að birtast
á solckunum einum klæða í hótellobbýum til þess að fá að nota
símann, og píanóleikarann Thelonious Monk er vakti athygli fýrir
þann sið að dansa trylbngslega í kringum hþóðfæri sitt á meðan
kollegar hans tóku sóló,13 — þrifust ekki aðeins innan einstaklings-
hyggju bíboppsins heldur voru nokkurs konar fánaberar stefnunnar,
er lagði ríka áherslu á að skilgreina sjálfa sig út frá eigin forsendum.
í þessu samhengi á sjálfssköpunarviðleitni djassarans Joss Moody í
Trumpet, og höfnun hans á venjum samfélagsins í lífi sínu,
hliðstæðu.
Enn hefur ekki verið minnst á þá skapandi athöfn Moodys sem
einna tilkomumest er: hæfni hans við að sætta allar hinar ólíku
hliðar persónuleika síns og gera þær að sínum. Moody getur ein-
hvern veginn verið allt í senn: Svartur, hvítur, karl, kona, faðir, dóttir,
j afrískur, skoskur. Skoðaðir hver í sínu lagi eru þessir þættir Moodys
ekki krassandi eða róttækir, en þó er erfitt að neita því að þegar þeim
er öllum steypt saman í eina manneskju er útkoman nokkuð skraut-
leg. Með því að sameina alla þessa ólíku fleti í lífi sínu hefur Moody
skapað eitthvað alveg persónulegt og nýtt: sína eigin ólíklegu blöndu
sem einhvern veginn gengur upp, og raunar á lesandinn erfitt með
að komast að annarri niðurstöðu en að líf hins látna Moodys hafi
verið með eindæmum vel heppnað.
Þessi tilhneiging til þess að skapa algerlega nýjar útfærslur
á kunnuglegum efniviði á sér djúpar rætur í djasstónlist, þar sem
sköpun flytjandans í formi spuna skipar í rauninni stærri sess en
lagið sem flutt er. Þannig var gríðaralgengt að bíboppararnir tækju
vel þekkt dægurlög — oft hálfvemmileg söngleikjalög er lítið átt
n Leonard Feather, The Jazz Years: An Earwitness to an Era (Pan Books: London,
1988). Bls. 27.
12 Ake, bls. 66.
13 Lewis MacAdams, Birth of the Cool: Beat, Bebop and the American Avant-Garde
(The Free Press: NewÝork, 2001). Bls. 53.