Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 85
Urn tvíhljóðun é > je í íslensku
að rita og fram að bera, Röng venja nútíðarmanna hefir
troðið je inn; á meðal landa vorra eru íbúar Norðlendinga
fjórðungs, einkum, svo mjög sjúkir afþeirri venju, að þeir
bera jafnvel sérhljóðið é fram sem je, en þetta hefir lengivel
og víðahvar læðzt frá þeim út til annarra manna."
Síðar stendur:
„mer, ser legi vult Clariss. vir Mier sier. Fateor nunc vitiose
passim ita pronunciari, sed pessime. Omnes antiquæ
membranæ constanter absque spurio hoc i Boreali tales
voces omnes scriptas referunt; nihil est aliud quam prava
consuetudo."
„Þú vilt stórfrægi maður, að mer, ser sje lesið mier, sier. Ég
játa að til og frá sé nú ranglega borið þannig fram, en það er
afarrangt. Öll fornu skinnhandritin tákna sérhver slík orð í
riti án þessa ósldlfengna norðlenzka i, það er ekkert annað
en rangsnúin venja“17
Björn telur að af þessu megi draga þrennar ályktanir. í fyrsta lagi
að hljóðbreytingin é > ie hafi hafist á Norðurlandi og breiðst þaðan
út um landið. í öðru lagi að framburðurinn ie (je) hafi verið orðinn
almennur, en að á einstaka svæðum hafi menn enn haldið í eldri
framburð, þ.e. einhljóðaframburð. í þriðja lagi hafi verið munur
á ie- og je-framburði. Hann taldi að þegar Brynjólfur skrifaði „Je
inculcavit ...“ hafi J táknað hástafs-z'. Því megi túlka þann hluta
bréfsins þannig að framburðurinn ie sé röng venja nútíðarman-
na, sem Norðlendingar sérstaklega séu svo „sjúkir“ af að þeir beri
fram je. Björn telur því að einmitt á þessum tíma hafi framburður
é verið að breytast á þann veg að í stað tvíhljóðs með ‘spirantisk’ i
(hálfsérhljóði) hafi Norðlendingar tekið upp framburð með
‘medlydende’ i, þ.e. samhljóði.
17 Latneski textinn er slcrifaður eftir Jóhannesi L.L. Jóhannssyni „Svar við: Bjðrn K.
Þórólfsson", Anmálan: Jóhannes L.L. Jóhannesson. Nokkrar sögulegar athuganir um
helztu hljóðbreytingar o. fl. í ísienzku. einkum í rniðaldarmálinu (1300-1600). Reykjavík,
1924. Arkivför nordiskJilologi 42 (1.926). Bls. 77-81’. Arkiv fór nordiskfilologi 42.1926,
Bls. 277-78. Þýðingin er einnig hans. I