Torfhildur - 01.04.2007, Blaðsíða 155
„Eólismunur“ karla og kvewui
Kynjatvískiptingin blasir við alls staðar í náttúrunni. Af þessum
tveimur kynjum eru afleidd tvö kyngervi, konur eru konur vegna þess
að þær hegða sér eins og lconur og karlar vegna þess að þeir hegða
sér eins og karlar. Kyn vísar til líffræðilegs kyns (e. sex) en kyngervi
(e. gender) er notað um menningarbundna merkingu sem sam-
félagið leggur í hið líffræðilega kyn, til dæmis hvað varðar hegðun,
búning, verksvið og gildi. Kyngervi mótast í samfélagi þar sem fólk
lærir hvers er vænst af því sem kynverum: hegðun, framkomu og
persónulegum einkennum sem eru talin viðeigandi fyrir hvort kyn
fyrir sig.
Geir Svansson bendir á það í grein sinni „Kynin tvö og kynstrin
öir að kyrigervi hefur verið umdeilt hugtak. Mannfræðingar hafa
bent á menningarlegt afstæði kyngerva og að í sumum samfélögum
eða þjóðfélagshópum séu til kyngervi sem falli utan fyrir kynja-
tvískiptinguna.3 Kynjamunur er að miklu leyti táknrænn og tilbúinn.
Þeir eiginleikar sem taldir hafa verið „karllegir“ hafa notið meiri
virðingar og verið settir á hærri stall en hinir „kvenlegu". Þetta á sinn
þátt í ójafnri virðingarstöðu kynjanna og er réttindum kvenna víðast
hvar ábótavant. Mismunandi eðli kynjanna hefur verið notað sem
útskýring á grófu misrétti. Á tímum Forn-Grikkja var heili kvenna
álitinn vanþroska og lítils megnugur og þær því frekar tengdar
líkama (móðurlífi) en anda og sál.4 I
Ef eitthvað er til sem kallast getur „eðli“ karla og kvenna ætti
það að vera óbreytanlegt, sameiginlegt öllurn konum á öllum tímum,
öllum körlum hvar sem er. Þannig er því ekki háttað. Félagsmótun
ákvarðar hvað tilheyrir karllegri og kvenlegri hegðun og er það breyti-
legt eftir menningarheimum og tímaskeiðum. í vestrænum sam-
félögum er talað um að hefðbundin karlmennska einkennist af
árásargirni, samkeppni, sjálfstæði og sjálfsöryggi en kvenleg gildi |
séu til að mynda snyrtileild, nærgætni og blíða.
3 Geir Svansson, 1998:125.
4 Þorgerður Þorvaldsdóttir: „Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem
numurámilli kynjanna?“, Vísindavefiirinn 3.11.2000. http://visindavefur.hi.is/?id~io84.