Torfhildur - 01.04.2007, Page 126

Torfhildur - 01.04.2007, Page 126
Kári Páll Óskarsson ) of artistic apprehension. Fincl these and you find the qualities of universal beauty. Aquinas says: Ad pul- critudinem tria reqidruntur integritas, consonantia, claritas. I translate it so: Three things are neededfor beauty, wholeness, harmony, and radiance (A Portait ... bls. 163). í Integritas, consonantia, claritas. Sigurður A. Magnússon hefur þýtt þetta sem heild, samsvörun og Ijómi. Þríþætt listræn aðferð við að sjá heiminn. í stuttu máli felst integritas í þvi að maður sér einhvern hlut, hvaða hlut sem er, t.d. glas, og sér hann sem einn hlut ein- göngu, aðskilinn frá afganginum af hinum sýnilega heimi, mynd sem kviknar af hlutnum í hugskotinu. Á næsta stigi, consonantia, gerir maður sér grein fyrir innra samræmi hlutarins, byggingu hans. Með öðrum orðum: eftir að hafa skilið að hluturinn er einn hlutur, þá skilur maður nú að hann er hlutur, heild ólíkra þátta. Á lokastiginu, claritas, gerist nokkuð sem er næstum yfirskilvitlegt. Maður sér | hlutinn, í þessu tilfelli glasið, sem þann hlut sem hann er og engan I hlut annan, verund hlutarins, quidditas skólaspekinnar, það hlut- verk og stað sem Guð ætlaði hlutnum í sköpunarverki sínu. Þessi uppskrift er heldur eklci orðin tóm, því svona var það sem Joyce þjálfaði sig í að skoða veröldina. Svona fór hann að því að tálga út svo óhemju tærar og nákvæmar myndir af heimaborg sinni og íbúum hennar. Eftir speki Tómasar er ekkert eftir nema speki realistans Flaubert til að klára útskýringuna, og Stephen fær lánuð orð Flaubert úr bréfi hins síðarnefnda til Mlle. Leroyer de Chantepie: „The artist, like the God of creation, remains within or behind or beyond or above his handiwork, invisible, refined out of existence, I indifferent, paring his fingernails.“ (A Portrett... bls. 166) Aulc þeirra höfunda sem áður eru nefndir þá ætti að reynast gagnlegt að telja upp þá höfunda aðra sem voru helstu áhrifa- valdar Joyce, með tilliti til þess hversu fyrirferðarmikil textavensl eru í öllum verkum hans, fyrir utan hversu mikilvægt hugtakið um hefðarveldið var módernistum almennt. Tómas frá Akvínó mun hafa verið helsti áhrifavaldur hans, a.m.k. fram að miðju æviskeiði hans. Einnig var heilagur Ágústínus mikilvægur höfundur á mótunarárum Joyce sem og reyndar aðrir trúarlegir höfundar á borð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Torfhildur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Torfhildur
https://timarit.is/publication/1919

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.