Skólavarðan - 2023, Síða 15

Skólavarðan - 2023, Síða 15
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 15 Kennarahúsið / UMFJÖLLUN Laufásveg hefði verið reisulegt í upphafi þá væri það orðið gamalt, gisið og kalt. Árið 1962 urðu þau tímamót að Kennaraskólinn flutti loks í nýtt húsnæði við Stakkahlíð. Það hús þekkja allir kennarar enda hefur Menntavísindasvið verið þar æ síðan – eða þar til nú. Menntavís- indasvið flytur sig um set og hefur starfsemi á gömlu Hótel Sögu. Þótt Kennaraskólinn flytti formlega 1962 þá urðu handavinnudeildir skólans eftir á Laufásvegi og voru starfræktar þar næstu áratugina. Freysteinn skólastjóri og frú urðu líka eftir í húsinu og bjuggu þar til 1972. Kennarasambandið tekur við húsinu Nokkrum árum síðar, eða árið 1989, gaf íslenska ríkið Kennara- sambandinu húsið. Tilefnið var að þá voru 100 ár liðin frá stofnun fyrsta kennarafélagsins. Hið íslenska kennarafélag afþakkaði gjöf ráðherra en Kennarasamband Íslands hið eldra þáði húsið. Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lýsti gjöf- inni svona í Morgunblaðinu 1992: „Kennarahúsið verður ekki einasta félagsheimili kennara heldur einnig glæsileg menningarheimild sem hvergi er betur geymd en einmitt í höndum kennarasamtakanna.“ Húsið var þó illa farið að utan og innan þegar Kennarasambandið tók við því og var því ráðist í miklar endurbætur á húsinu; skipt um klæðningu að utan, gluggar voru lagfærðir auk breytinga innandyra. Það var svo þremur árum síðar, árið 1991, að starfsemi kennara- samtakanna hófst í endurbættu húsinu. Formleg opnun skrifstofu og félagsaðstöðu KÍ í Kennarahúsinu árið 1992 var fjölsótt og gestir um sex hundruð, að sögn Eiríks Jóns- sonar, þáverandi varaformanns Kennarasambandsins, í viðtali við Morgunblaðið sama ár. Komið að kveðjustund Árin sem Kennarasambandið dvaldi í fallegu Kennarahúsinu voru farsæl og húsið á sérstak- an stað í hjörtum fjölmargra félagsmanna KÍ. Þegar starfsemi sambandsins hófst í húsinu voru félagsmenn um 3.500 en þegar yfir lauk, árið 2020, voru þeir nærfellt 11 þúsund. Vinnuaðstaða þótti ekki lengur viðunandi auk þess sem húsið stóðst ekki kröfur um aðgengi. Árið 2020 var þannig komið að því að flytja höfuðstöðvar Kennarasambandsins um set í Borgartúnið, eftir nærri þrjátíu ára aðsetur í Kennarahúsinu. Ákvörðun um að skila ríkinu húsinu var svo tekin á áttunda þingi Kennarasambandsins 2022, en húsið var upphaflega gefið sambandinu með þeim kvöðum að KÍ hefði yfirráð yfir húsinu en gæti ekki selt það eða leigt út. Við skilin fær KÍ til baka fjármuni sem sambandið lagði í endurbætur í gegnum árin. Verðugt hlutverk Kennarasamband Íslands kveður nú Kennarahúsið við Laufásveg. Það er von KÍ að húsinu verði fund- ið verðugt hlutverk í framtíðinni. Kennarahúsið fyrir og eftir endurbætur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, afhendir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra lykla að Kennarahúsinu. Unnið að viðgerðum á gamla Kennara- húsinu. Unnið að viðgerðum á ytra byrði hússins. Valgeir Gestsson, fyrrverandi skrifstofu- stjóri KÍ, stiklaði á stóru um merka sögu hússins. Árin sem Kennarasam­ bandið dvaldi í fallegu Kennara­ húsinu voru farsæl og húsið á sérstakan stað í hjörtum fjöl­ margra félags­ manna KÍ.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.