Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 20
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 20 Hildur Heimisdóttir / AÐSENT Í grunnskólum á Íslandi eru rétt um 140 börn með heyrnarskerðingu. Þau börn eru jafn ólík og þau eru mörg, sum með væga heyrnarskerðingu sem má leiðrétta að miklu leyti með heyrnartækjum, önnur þurfa kuðungsígræðslu og enn önnur nota táknmál til samskipta. Heyrnar- skerðing er ósýnileg fötlun sem getur valdið börnum miklum erfiðleikum bæði í námi og samskiptum við jafnaldra. Úr þeim erfiðleikum má draga verulega ef komið er til móts við þau verkefni sem börn með heyrnarskerðingu mæta daglega. Ráðgjafaþjónustan endurvakin Í haust tóku Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) og Hlíðaskóli í Reykjavík höndum saman með það fyrir augum að endurvekja ráðgjafaþjónustu til skóla þar sem heyrnar- skert börn sækja nám. Notendahópurinn er fundinn og skilgreindur á HTÍ en sérþekkingin og reynslan úr Hlíðaskóla nýtt til sérhæfðrar kennsluráðgjafar. Auk þess fól Reykja- víkurborg Hlíðaskóla að hafa yfirsýn yfir þann tækjabúnað í kennslustofum í borginni sem færir börnum með heyrnar- skerðingu aukið aðgengi að hljóði í stofunni. HTÍ þjónustar öll börn á Íslandi sem eru með heyrnarskerðingu og nota einhverja gerð heyrnartækja og því geta kennarar hvar sem er á landinu sótt sér ráðgjöf þangað. Hildur Heimisdóttir var ráðin til starfsins á báðum bæjum. Í hálfu starfi er hún sem verkefnastjóri hjá Hlíðaskóla þar sem hún heldur meðal annars utan um tækjabúnað fyrir heyrnarskert börn, bæði þar í húsi og þann sem lánaður er til annarra skóla. Hún hefur verið kennari við Hlíðaskóla síðan 2004 og alltaf komið að kennslu heyrnarskertra barna, hvort sem er á táknmáli eða íslensku en auk þess að vera menntað- ur grunnskólakennari hefur hún lokið námi í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Þjónustan ekki ný af nálinni Ráðgjöf af þessu tagi, sem hér er fundinn staður í Heyrnar- og talmeinastöðinni, er ekki ný af nálinni. Í Vesturhlíðaskóla var starfrækt ráðgjafaþjónusta allt frá árinu 1980 og þar var unnið í nánu samstarfi við HTÍ. Lengst af sinnti Bryndís Guðmundsdóttir þessu starfi og sá um mótun þess. Ráð- gjafarnir höfðu að fyrra bragði samband við skólana og buðu sérhæfða ráðgjöf fyrir þau börn sem greinst höfðu með heyrnarskerðingu. Þessi ráðgjöf var vel nýtt og gagnleg bæði börnum og kennurum þeirra. Þegar grunnskólarnir færðust til sveitarfélaganna 1995 varð þetta samstarf flóknara og þjónustan skorin niður. Þegar Vesturhlíðaskóli sameinaðist svo Hlíðaskóla 1997, varð enn breyting og ráðgjöf til skólanna dreifðist á margar hendur Aðsend grein Kennsluráðgjöf nemenda með heyrnarskerðingu skilar árangri Hildur Heimisdóttir skrifar og fjármagn til hennar skertist mikið. Bjarney Njálsdóttir sem áður var aðstoðarskólastjóri Vesturhlíðaskóla flutti með skólanum í Hlíðaskóla og gegndi þar hlutverki ráðgjafa en Bryndís hóf störf hjá Heyrnar- og talmeinastöð. Þær unnu alla sína starfsævi náið saman og veittu ráðgjöf til skóla en frumkvæðið fluttist til skólanna, þó HTÍ leitaðist við að halda reglulega fræðslufundi fyrir kennara og Hlíða- skóli tók vel á móti öllum óskum um fræðslu og stuðning. Um árabil hefur því starfsfólk Hlíðaskóla komið að ráðgjöf til annarra skóla sem hefur þá bæst við önnur störf þeirra innan skólans. Sama gildir um HTÍ, starfsfólkið þar hefur veitt ráðgjöf út í skólana og bætt þeirri ráðgjöf við sín störf. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur einnig sinnt ráðgjöf til skóla og þá einkum ef um er að ræða táknmálstalandi nemendur. Með ráðningu Hildar fer ráðgjöf til skólanna í hennar hendur í samstarfi við allt það fólk sem að henni hefur komið hingað til. Þannig styttist leiðin milli Hlíðaskóla og HTÍ og kennarar, hvar sem þeir eru staddir á landinu, fá aðgang að ráðgjafa sem hefur innsýn í starf þess skóla sem hefur sér- hæft sig í kennslu barna með heyrnarskerðingu og er í nánu samstarfi við starfsfólk HTÍ sem þjónustar öll börn á Íslandi sem nota heyrnartæki eða hafa fengið kuðungsígræðslu. Litlar breytingar skipta oft miklu máli Heyrnarskerðing er ósýnileg fötlun og nemendur með heyrnarskerðingu hverfa auðveldlega inn í nemendahópinn. Ef ekki er hugað sérstaklega að námsaðstæðum þeirra er hætta á að þau dragist aftur úr í námi þegar hugtök og samtöl í skólastofunni verða flóknari. Oft má með litlum breytingum á uppröðun eða umbótum á hljóðumhverfi skólastofunnar breyta aðstæðum barnanna til mikils batnaðar. Ráðgjöfin sem Bryndís og Bjarney stóðu fyrir á sínum tíma skipti máli og skilaði árangri og það er von þeirra sem að þessu nýja verkefni standa að endurvekja megi að nokkru leyti ráðgjafaþjónustu um skólamál barna með heyrnar- skerðingu. Hildur er í nánu samstarfi við heyrnarfræðinga og talmeinafræðinga innan HTÍ en í sameiningu leitast þau við að finna börn sem eru í áhættuhópi um að týnast í skólakerf- inu og missa af hluta þess sem fram fer í skólastofunni vegna skorts á tæknibúnaði eða þekkingu. Starfsfólk skólanna getur að sjálfsögðu haft samband að fyrra bragði og leitað eftir ráðgjöf. Okkar framtíðarsýn er að hægt verði að halda vel utan um þennan barnahóp og þeirra skólagöngu svo þau fái alltaf kennslu við eins góðar aðstæður og hægt er og starfsfólk skólanna verði vel upplýst um þær hindranir sem á veginum geta orðið og leiðir til þess að yfirvinna þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.