Skólavarðan - 2023, Síða 32

Skólavarðan - 2023, Síða 32
32 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 AÐSENT / Anna Björk Sigurðardóttir E nginn veit sína ævina fyrr en öll er – og þess vegna er ekki einfalt að meta hvernig best sé að skipuleggja sín lífeyrismál. Hvernig verður heilsa mín eftir tíu ár? En tuttugu? Eða jafnvel fimmtíu? Gæti ég orðið fyrir örorku eða jafnvel fallið frá fyrir aldur fram? Við höfum að sjálfsögðu ekki svörin við þessum spurningum, en við getum velt fyrir okkur framtíðinni og reynt að sjá starfslokin og eftirlaunaárin fyrir okkur. Um leið er gott að meta hversu mikla áherslu við viljum leggja á vernd fyrir okkur og okkar nánustu gegn áföllum á borð við örorku eða andlát. Svörin við því eru einstaklingsbundin og geta jafnvel breyst frá einu æviskeiði til annars. Fjölbreytni er að aukast í íslenska lífeyriskerfinu og í sumar hóf LSR að bjóða upp á nýja þjónustu, tilgreinda séreign, sem veitir sjóðfélögum aukið val og meiri möguleika á sveigjanlegri starfslokum. Hvað er tilgreind séreign? Allir greiða skyldubundið iðgjald sem nemur 15,5% af launum í sinn lífeyrissjóð. Þetta iðgjald rennur í svokallaða samtryggingu sem veitir réttindi til ævilangra eftirlauna, auk réttinda til örorkulífeyris og maka- og barnalífeyris við fráfall sjóðfélaga. Því hærri sem iðgjöldin eru yfir ævina, því meiri verða réttindin. Með tilgreindri séreign gefst sjóðfélög- um kostur á að nýta allt að 3,5% af 15,5% iðgjaldinu í séreignarsjóð og lækka á móti iðgjaldið í samtryggingu. Tilgreind séreign er annars eðlis en samtrygging og með henni fá sjóðfélagar aukið val um lífeyri í framtíðinni. Á móti þýða lægri greiðslur í samtryggingu að réttindi til ævilangra eftirlauna, örorkulífeyris og maka- og barnalífeyris verða minni. Aukinn sveigjanleiki Megineinkenni tilgreindrar séreignar er að greiðslur til hennar safnast í sjóð sem verður einkaeign sjóðfélaga. Því fylgja kostir og gallar í samanburði við samtryggingu. Sjóðfélaginn getur þannig verið viss um að þeir fjármunir sem hann leggur í tilgreinda séreign, ásamt ávöxtun, muni renna til hans eða erfingja hans að fullu. Að auki getur tilgreind séreign nýst til greiðslu inn á lán vegna fyrstu íbúðar- kaupa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Á móti mun tilgreind séreign tæmast á einhverj- um tímapunkti og greiðslur hætta, öfugt við greiðslur úr samtryggingu sem munu haldast verðtryggðar til æviloka óháð því hversu lengi sjóðfélaginn lifir. Stærsti kosturinn við tilgreinda séreign felst sennilega í auknum sveigjanleika og tækifæri til að fá hærri lífeyrisgreiðslur á árunum fyrir og eftir starfslok, þegar líklegt er að heilsa og orka sé hvað mest. Þannig er t.d. hægt að nýta tilgreinda séreign til að lækka vinnuhlutfall síðustu árin fyrir eftirlaunatöku en halda sömu mánaðartekjum. Eins getur tilgreind séreign aukið tekjurnar fyrstu árin eftir að eftirlaunataka hefst og þannig aukið svigrúm sjóðfélaga til að njóta lífsins þegar atvinnu- þátttöku lýkur. Vandaðu valið Á móti getur samtrygging gefið mjög verðmæt réttindi og því ættirðu að íhuga vandlega hvort það henti þér að safna í tilgreinda séreign og hvenær rétti tímapunkturinn sé til þess. Við bendum ungu fólki sérstaklega á að því yngri sem sjóðfélagar eru þegar iðgjöld eru greidd, því meiri eru eftirlaunaréttindin fyrir hverja krónu. Að auki veita iðgjöld framan af starfsævinni mjög sterk örorku-, maka- og barna- lífeyrisréttindi vegna svokallaðs framreiknings sem getur verið mjög verðmætur ef áföll ber að höndum á yngri árum sjóðfélaga. Þannig gæti verið skynsamlegt að safna réttindum í samtryggingu framan af starfsævinni, en hefja svo söfnun í tilgreinda séreign þegar góð grunnréttindi hafa safnast. Eins ætti að vanda vel valið á vörsluaðila tilgreindrar séreignar. Bera ætti saman þjónustuna sem er í boði, skoða hvaða kostnaður er dreginn af iðgjöldum og hvaða kostnaður felst í að hætta greiðslum í tilgreinda séreign hjá viðkomandi sjóði eða flytja sjóðinn frá viðkomandi. Hvað LSR varðar er gjaldskráin mjög einföld: enginn upphafskostnaður, ekk- ert hlutfall af iðgjöldum fer í kostnað, enginn kostnaður er við greiðslur úr sjóðnum og enginn kostnaður við að hætta greiðslum eða flytja sjóðinn annað. LSR er í eigu sjóðfélaga sinna og því hefur sjóðurinn engan hag af því að innheimta aukagjöld af þeim sem nýta sér þjónustuna umfram rekstrarkostnað, sem haldið er í lágmarki. Viltu velta fyrir þér tilgreindri séreign? Við hjá LSR erum ávallt reiðubúin til að ræða við þig og svara þeim spurningum sem þú hefur. Kynntu þér málið á lsr.is. Aðsend grein Tilgreind séreign – er það eitthvað fyrir mig? Anna Björk Sigurðardóttir, sviðsstjóri lífeyrissviðs LSR Reiknaðu dæmið Viltu skoða hvernig tilgreind séreign kemur út fyrir þig? Prófaðu lífeyrisreiknivélina á lsr.is og sjáðu hvernig greiðslur í tilgreinda séreign gætu komið út fyrir þig.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.