Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 41

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 41
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 41 Skólamálaþing KÍ / KENNARASAMBANDIÐ er ekki undirbúningur fyrir fastmótaða framtíð heldur opið ferli sem felur í sér möguleika á betri framtíð á grunni umbreytandi hugmynda „hinna ungu og nýju“. Vonin um betri heim liggi fyrst og fremst í þeim umbreytandi hugmyndum sem verði til inni í skólanum. Skólinn geti verið sá öruggi og inngildandi staður þar sem „hin ungu og nýju“, í þessu tilfelli nemendur af erlendum uppruna, finni sig aftur heima eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt og land og allan kunnugleika. Rannsókn Evu leiddi í ljós að kennarar sýna almennt mikinn skilning og samhygð gagnvart nemendum af erlendum uppruna og leggja sig fram við að aðstoða nemendur, ekki bara námslega heldur einnig félagslega. Þó greinir Eva ofuráherslu á íslenskt tungu- mál og á jafnrétti umfram jöfnuð. Einsleitar áherslur á íslensku, sem viðmið og forsendu fyrir þátttöku, dragi úr tækifærum til samskipta á grunni fjölbreyttrar þekkingar, reynslu og hugmynda. Þá verði hlutverk menntunar fyrst og fremst tæknilegt eða aðferðafræðilegt, frekar en þekkingarmiðað. Þá lúti lýðræðislegar hugsjónir um þátttöku og inngildingu á grunni fjölbreytileika í lægra haldi fyrir áherslum á samlögun og samkeppni. Í ljós kom að þrátt fyrir virka þátttöku foreldra barna af erlendum uppruna í skólastarfi og námi barna þeirra upplifa þau sig öll útilokuð innan skólasam- félagsins, óháð breytum á borð við uppruna, menntun, stöðu og tungumálafærni. Ytri og kerfislæg útilokun grafi undan lýðræði og inngildingu á grunni menningar- legs margbreytileika og skapi ójafnt álag á skóla og kennara sem sinna fjölbreyttum nemendahópi. Aukin samkennd með sögum og söng Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri í leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, fjallaði í kjölfarið um verkefni allra ellefu leikskóla Reykjanesbæjar og bókasafnsins: Leikgleði í gegnum sögur og söng. María Petrína Berg, skólastjóri Holts, ætlaði upphaf- lega að kynna verkefnið ásamt Sigurbjörtu, en forfallaðist vegna veikinda. Sigurbjört útskýrði að markmið verkefnisins væri að „styrkja hugtakaskilning, orðaforða, hlustunarskilning og frásagnarhæfni leikskólabarna í Reykjanesbæ með málörvandi aðferðum sem byggja á leik, söng og virkni.“ Þá væru aðferðirnar jafnframt til þess fallnar að auka samkennd og styrkja félagstengsl milli barna. „Þannig er stuðlað að jafnvægi, öryggi, sjálfstrausti, tjáningarfærni og almennt andlegri farsæld þeirra, enda gefur augaleið að barn sem á auðvelt með að skilja aðra, getur og þorir að tjá sig og líður betur en barni sem á í erfiðleikum með það.“ Um þrjátíu prósent barna í leikskólum Reykjanesbæjar eru af erlendum uppruna og því er sérstök ástæða til að leggja áherslu á málörvun til að fyrirbyggja skerta framtíðarmöguleika eða jafnvel félagslega jaðarsetningu síðar á lífsleiðinni, útskýrði Sigurbjört. Niðurstöður nýlegra íslenskra rannsókna benda til að leikskóla- börn með annað móðurmál en íslensku nái almennt ekki góðum tökum á málinu og hafi oft lítinn og einhæfan orðaforða. „Þetta er vandamál sem best er að bregðast við sem fyrst á skólagöngunni“, segir Sigurbjört, „þar sem það verður erfiðara við að eiga eftir því sem á líður. Aðferðirnar sem beitt er í verkefninu gagnast vel í þessu samhengi. Þær eru þó ekki sérsniðnar fyrir þennan hóp heldur er þeim ætlað að stuðla að aukinni málfærni og tilfinningalegri farsæld allra barna, óháð því hvort þau séu fjöltyngd eða ekki.“ Leikskólarnir og bókasafnið fengu í vor styrk úr Sprotasjóði til að vinna að verkefninu sem Ólöf Kristín Guðmundsdóttir, kennslu- ráðgjafi á Menntasviði Reykjanes- bæjar, stjórnar. Birte Harksen leik- skólakennari, sem hefur unnið með málörvandi aðferðir til margra ára, er sérfræðingur verkefnisins. Ný nálgun á ÍSAT-kennslu á Akureyri Sigrún Helga Snæbjörnsdótt- ir, verkefnastjóri ÍSAT og starfsmaður Síðuskóla, fór því næst yfir ÍSAT nemendur í grunnskólum Akureyr- ar. ÍSAT stendur fyrir íslensku sem annað tungumál. Ákveðið var að nálgast ÍSAT-kennslu með nýjum hætti í Síðuskóla skólaárið 2021-2022. Til dæmis var afráðið KENNURUM FAGNAÐ Alþjóðadegi kennara er fagnað um allan heim 5. október ár hvert. Í ár var dagurinn haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni: Heimsbyggðin þarf að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er vandamál víða um heim og Ísland er þar ekki undantekning. Að baki Alþjóðadegi kennara standa UNESCO, Alþjóðasamtök kennara (Education International) og Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO). Kennara- samband Íslands á aðild að Alþjóðasamtökum kennara og hefur um langt árabil fagnað kennaradeginum. Kennaradagurinn er tilvalinn fyrir kennara til að vekja athygli á öllu því faglega og góða starfi sem þeir inna af hendi á degi hverjum. Það var fullt út úr dyrum í Stórholti, sal Kennarasambandsins í Borgartúni á Skólamálaþinginu. Börn og ungmenni af erlendum upp­ runa þurfa að finna að þau séu velkomin í okkar samfélag. Jónína Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.