Skólavarðan - 2023, Page 43

Skólavarðan - 2023, Page 43
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 43 John Dewey / HVER ER MAÐURINN? Áhrifa bandaríska heimspekingsins og menntunarfrömuðarins John Dewey gætir enn víða um heim. Ósjaldan er á hann minnst í umræðu og fræðiskrifum um menntun og nám og er hann einna helst þekktur fyrir kenningar sínar um framsækna menntun og að læra með því að framkvæma. En hver er maðurinn? Maðurinn á bak við fræðin John Dewey fæddist í Vermont ríki í Bandaríkjunum árið 1859. Heimspek- in átti hug hans allan og hann útskrif- aðist með doktorspróf í fræðunum frá Johns Hopkins háskóla árið 1884. Dewey starfaði sem kennari á hinum ýmsu skólastigum ásamt því að stunda sálfræðilegar rannsóknir. Mest vann hann í Michigan, Illinois og New York, þar sem hann endaði starfsævina við Columbia háskóla. Dewey giftist heimspekingnum og kvenréttindabaráttukonunni Alice Chipman, sem varð mikill samverka- maður hans í menntunarmálum. Saman eignuðust þau sex börn. John Dewey lést 93 ára gamall árið 1952. Fjölskyldulíf hans, fólkið í kringum hann og hans eigin reynsla og athuganir voru hans mesti áhrifa- valdur og uppspretta kenninga hans um menntun og heimspeki. Nemandinn í forgrunni Dewey var einn af frumkvöðlum verk- hyggju, eða bandarísks pragmatisma, þar sem reynsla og skynjun voru grundvöllur þekkingarleitar. Hann vildi að þekkingaröflun eða nám væri virkt ferli byggt á rannsókn geranda, eða nemandans. Nemandinn átti að vera í forgrunni, en John Dewey taldi að nemendur ættu auðveldara með að læra og væru áhugasamari og virkari þegar menntunin væri sniðin að þeirra þörfum og áhugamálum. Því ættu nemendurnir sjálfir að taka virkan þátt í að móta námsupplifun sína. Framsækin menntun veigamikið framlag til menntamála Helst lagði Dewey áherslu á gagn- virkni, reynslu, hagnýta færni og beitingu þekkingar og gagnrýnnar hugsunar, það er að segja, á fram- sækna menntun, og vildi fjarlægjast hefðbundnar, einhliða kennsluað- ferðir sem snerust helst um að miðla staðreyndum. Reynslan, eða það að læra með því að framkvæma, var þungamiðjan. Dewey taldi nemendur líklegri til að öðlast dýpri og þýðingarmeiri skilning á viðfangsefnunum og nýta það sem þeir hefðu lært ef þekkingin væri hagnýt og í samhengi við raunverulegt og daglegt líf nemandans. Þannig hefði námið áhrif á vitrænan, félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda og færni þeirra til að laga sig að raun- verulegum aðstæðum. Lýðræði var leiðandi stef í kenning- um Dewey og þar gegndi menntun lykilhlutverki, henni var ætlað að undirbúa nemendur fyrir virka, ábyrga og upplýsta þátttöku í lýðræðissamfélagi. Lét verkin tala John Dewey skildi eftir sig um- fangsmikið safn verka og fræðirita. Heildarútgáfa verka hans er 37 bindi og þá eru bréf og önnur ritverk eftir hann ekki talin með en í heild er hann sagður hafa skrifað um þúsund athuganir og pælingar. Dewey lét þó ekki þar við setið heldur lét hann líka reyna á kenn- ingarnar sínar. Hann kom hugmynd- um sínum í framkvæmd með stofnun Tilraunaskólans, barnaskóla sem settur var á laggirnar í Chicago 1896. Aðeins nokkrum árum eftir stofnun skólans voru nemendur orðnir 140 og kennarar 23. Skólinn og reynsla Dewey þar hafði veruleg áhrif á menntaheimspeki hans og tilraunir til endurbóta til frambúðar. Áhrifa John Dewey gætir víða því kenningar hans eru margar hverjar enn við lýði og eru kennurum og menntaumbótasinnum um allan heim hvatning. Dewey er enn þann dag í dag talinn einn áhrifamesti menntafrömuður Vesturlanda og arfleið hans lifir góðu lífi. 06 MYND Hver er maðurinn? John Dewey Frumkvöðull í menntaheimspeki 1859 1952 02 NAFN 01 BLAÐHLUTI 03 AFREK 04 FÆÐINGARÁR 05 DÁNARÁR Frímerki til heiðurs John Dewey var gefið út í Bandaríkjunum árið 1968. John Dewey við Chicago háskóla árið 1902.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.