Skólavarðan - 2023, Page 46

Skólavarðan - 2023, Page 46
46 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 AÐSENT / Anna Pála Stefánsdóttir Uppskrift að velsældarkennara Hugleiðingar og samantekt í kjölfar fyrirlestrar dr. Sue Roffey. É g varð á dögunum þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja kennslustund í jákvæðri menntun sem nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Kennarinn, Sue Roffey, er sálfræðingur, rithöfundur og forstjóri samtakanna Growing Great Schools og einn helsti sérfræðingur jákvæðrar menntunar. Mig langar hér til að stikla á stóru og segja frá því í stuttu máli hvað þessi breski snillingur kenndi okkur um jákvæða menntun, og þá einkum hlut- verk kennara. Ég hef brennandi áhuga á viðfangsefninu þar sem ég er sjálf kennari í framhaldsskóla til 22ja ára og er alltaf opin fyrir fróðleik, umfjöllun og góðum ráðum um allt sem tengist námi og kennslu. Ljóst er af öllu sem Roffey segir að óháð fagkennslu ætti kennara- stéttin öll að gera sitt besta til að stuðla að velsæld og hamingju nemenda. Kennarar eru áhrifavaldar Hlutverk kennarans er óneitanlega mjög mikilvægt. Sem dæmi um það má nefna að í mörgum ævisögum tiltekur fólk kennara sem áhrifavalda í lífi sínu og jafnvel sem ástæðu þess að þau völdu sér tiltekna braut eða ævistarf. Kennarar eru fyrirmyndir margra, enda getur sérstök umhyggja kennara og hvatning haft mikil áhrif á líf fólks. Orð eru ókeypis og litlu augnablikin geta skipt svo miklu máli í lífi ungrar manneskju. Þau geta hjálpað við að móta sjálfsmynd þeirra, eða eins og Einar Ben orðaði það: „eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“. Ég hef sjálf reynslu af því í kennslunni að litlar, og við fyrstu sýn ómerkilegar, athugasemdir og samskipti hafa glatt og hvatt nemendur og stuðlað að því að þeim líði betur. Þetta hafa þau bæði sagt mér eða skrifað, eða ég heyrt út undan mér, bæði um mig og aðra kennara. Gagnkvæmni mikilvæg Nemandi þarf nefnilega að finna að hann tilheyri, að hann sé séður. Einfaldar leiðir fyrir kennara til að ná því fram eru eins og áður sagði að brosa, en einnig að sýna góðvild og virðingu í samskiptum jafnframt því að sýna áhuga og hlusta. Kennari ætti líka að leitast við að ýta undir þessa hegðun hjá öllum nemendum sínum til að byggja upp jákvætt andrúmsloft og tilfinninga- legt öryggi. Nauðsynlegt er að kennarar kynnist nemendum sínum lítillega til að byggja upp gagnkvæman skilning og samband. Þetta getur stundum verið erfitt í fjölbrautakerfi með 30 nemenda hópa, en við gerum öll okkar besta í hverri stöðu og eins og áður sagði þá þarf stundum ekki eitthvað stórkostlegt til heldur bara eitthvað smálegt. Sue dró saman nokkur góð atriði varðandi mannleg samskipti og það sem þau hafa í för með sér. Ef einstaklingi finnst hann vera metinn að verðleikum vinnur hann betur með öðru fólki og ef honum finnst vera hugsað vel um sig ýtir það undir samkennd og gagnkvæman skilning. Ef þú finnur fyrir virðingu þá sýnir þú frekar öðrum virðingu og gefur þeim bæði rými og áhuga. Ef nemandi finnur að hann sé hluti af heild þá eykst innri áhugahvöt og skuldbinding. Húmorinn nauðsynlegur En er þetta ekki voðalega mikil pressa á kennara? Þurfum við öll að vera rosalega fullkomin? Nefnilega alls ekki! Sue undir- strikar nauðsyn þess að taka sig ekki of alvarlega í kennarahlutverkinu. Mikilvægt er að við höfum smá húmor fyrir sjálfum okkur. Ef kennari gerir mistök er um að gera að hlæja að því, biðjast afsökunar og benda nemendum á að mistök feli einmitt í sér tækifæri til að læra af þeim. Ekki sé alvarlegt að gera mistök heldur mannlegt, og við kennarar gerum klárlega mannleg mistök en erum ekki fullkomnir einstaklingar sem svífum ofar skýjum í fílabeinsturnum. Þegar kennarar taka sig ekki of alvarlega, heldur biðjast af- sökunar á mistökum sínum og gangast við þeim, byggja þeir upp sjálfstraust hjá nemendum sínum þannig að ljóst er að til mikils er að vinna. Nauðsynlegt er hafa gaman saman, að leika sér svolítið og jafnvel að fíflast stundum smávegis inn á milli „alvarlegri“ verkefna eða að gera leik úr verkefnunum þegar tækifæri gefst. Þetta held ég að við vitum öll vel. Ég veit það líka af eigin raun að flestum unglingum finnst alls ekki leiðinlegt að leika sér eða gera „barnalega“ hluti og markmiðið mitt er oft að fá nemendur til að gleyma því að þau séu að „læra“ í leik og skemmtilegheitum. Að skemmta sér og hafa gaman í hópi minnkar streitu og ýtir undir tilfinninguna um að þú tilheyrir hópnum. Að líða vel hjálpar til við að leysa vandamál og finna skapandi lausnir. Það eru sem sagt engin geimvísindi að gagnlegt er að bæta leik inn í námið. Merkimiðarnir varhugaverðir Það sat lengi í mér að Sue minntist á að það skipti svo miklu máli hvernig talað væri um nemendur á kennarastofunni. Ég mundi þá eftir einni samstarfskonu sem tók aldrei þátt í kvartkórnum þegar ég og aðrir kennarar vorum frústreruð að deila sögum af einhverjum áhuga- lausum eða erfiðum nemendum. Ég var mjög hugsi yfir þessu og sendi henni skilaboð þar sem ég hrósaði henni fyrir þetta og sagði að ég myndi reyna að taka hana mér til fyrirmyndar í fram- tíðinni. Auðvitað þurfum við stundum að ræða málin og pústa yfir erfiðum samskiptum en mér finnst vert að hafa þetta í huga. Í sambandi við þetta fór ég líka að hugsa um það þegar við kennararnir erum í byrjun annar að skoða hópa- listana hvert hjá öðru og gefa nemend- um „merkimiða“. Þessi er frábær, þessi er rosa löt og gerir ekki neitt, þessi er svolítið áhugalaus, þú ert ó/heppin með hóp o.s.frv. Þetta er auðvitað alls ekki gott þegar kennari tekur við nýjum hópi og er strax búinn að mynda sér skoðanir á ákveðnum nemendum sem eru komnir með „merkimiða“, í staðinn fyrir að leyfa sínum skoðunum, sem eru stundum allt aðrar, um þau að koma fram með tíma og reynslu. Hamingjusami kennarinn Í fyrirlestri sínum setti Sue fram lista með eiginleikum kennara sem eru ánægðir og gengur mjög vel í starfi. Þarna komu fram mörg atriði sem við mátti búast. Kennarinn er ábyrg- ur, lausnamiðaður, sveigjanlegur, A nn a Pá la S te fá ns dó tt ir sp æ ns ku ke nn ar i v ið M H o g ne m i í já kv æ ðr i s ál fr æ ði v ið E H Í.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.