Skólavarðan - 2023, Side 53

Skólavarðan - 2023, Side 53
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 53 Tónlist / NÁMSEFNI Jazzhrekkur er nýtt verk frá Leifi Gunnarssyni kontrabassa leikara sem ætlað er að vekja forvitni barna um jazztónlist. Tónlistinni fylgir rafræn kennslubók með textum, lögum og nótum sem í heild mynda um hálftíma sýningu sem ætluð er elsta stigi leikskólans og yngsta stigi grunnskólans. Verkið er byggt á kynjaverum tengdum hrekkja- vökuhátíð. Öll lögin taka á einhvers konar fyrirbærum eða ævintýraheimi þeim tengdum. Markmiðið er að vekja áhuga barna á hljóðheimi og formi jazztónlistar, stílbrigði sem ekki er endilega í forgrunni hjá ungum krökkum. Kennslubókin getur nýst til tónlistarkennslu, kennslu í leikskólum og sem kennsluefni í tónmennt hjá 1. til 4. bekk, en í bókinni er að finna hugmyndir um hvernig nýta má efnið til kennslu í leik- og grunnskólum. Útgáfan er styrkt af Endurmenntunarsjóði Tónlistar- kennara, Menningarsjóði FÍH og höfundurinn býður efnið frítt til niðurhals og notkunar, en hann vinnur ötullega að því að jafna aðgengi að menningu í sínum störfum og tónleikahaldi. Bækur Jazzhrekkur eykur forvitni um jazztónlist Hægt er að finna plötuna á Spotify undir heitinu Jazzhrekk- ur eða með því að skanna inn kóðann hér fyrir ofan. Hlekkur í QR-kóða á bókina sjálfa.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.