Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 55

Skólavarðan - 2023, Blaðsíða 55
HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN 55 SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR | YNGSTA STIG Halló heimur Grúskfélagið er mætt á ný og til þjónustu reiðubúið! Við grúskum í leyndardómum samfélags og náttúru í Halló heimur 3, kíkjum á himingeima, gægjumst í undirheima og skoðum margt þar á milli. Og jú, auðvitað eru fjölbreyttu verkefnin, föndrið og fjörlegu umræðurnar á sínum stað. Mínerva og aðrir kennarar geta líka mátað námsefnið við hæfniviðmið og heimsmark- mið. Svo má ekki gleyma kennsluleiðbeiningunum með myndabanka og ítarefni á vef mms.is Námsefni / MENNTAMÁLASTOFNUN ENSKA | YNGSTA STIG OG MIÐSTIG Yes we can Yes we can er heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta og miðstig. Alls eru bækurnar í flokknum sex talsins. Efnistök eru fyrst og fremst úr hversdagslífi nemenda, áhersla er á samfelldan texta sem höfðar til nemenda og fjölbreytt verkefni sem byggja á textunum. Hlustun og málnotkun eru í fyrirrúmi en áhersla á lestur og ritun eykst markvisst eftir því sem líður á námið. Námsmat er hluti af náms- efninu og áhersla er lögð á þátttöku nemenda í mati á eigin námsstöðu og aukinni meðvit- und um eigin námsaðferðir og vinnulag. Efnið samanstendur af: Nemendabók, verkefnabók, rafbókum, hljóðbók, hlustunarefni, veggspjaldi, spilum, rafrænu efni með gagnvirkum æfingum og kennsluleiðbeiningum á vef. ÍSLENSKA | YNGSTA STIG Ísbjörn Ísbjörn er lestrarbók í flokknum Milli himins og jarð­ ar. Í bókinni eru fróðleikstextar um ísbirni og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni fyrir efninu. Neðst á hverri síðu eru spurningar sem eru til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar í ísbjarnarhrammi leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni. ÍSLENSKA | MIÐSTIG Varúð, hér býr umskiptingur Fjórða varúðarbókin er komin út. Sögurnar í þessum lestrarflokki eru skrifaðar í léttum stíl og með það í huga að flestir ættu að ráða við textann. Bækurnar henta einkum þeim nemendum sem hafa átt í örðugleikum með lestur lengri texta. Hægt er að nýta bækurnar á ýmsan máta t.d. til sam- lesturs, yndislesturs og einstaklingsvinnu. Efnið samanstendur af nemendabók, rafbók og verkefnum á vef. NÁTTÚRUGREINAR | MIÐSTIG Náttúran okkar Í námsefninu Náttúran okkar læra nemendur um margvísleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Fjallað er um stór umhverfisvandamál eins og tap á lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni), loftslagsmál og landeyðingu og hvernig hægt er að nota vistheimt til að leysa þessi vandamál. Vistheimt eða endurheimt vistkerfa er ferli sem hjálpar náttúrunni að lækna sig sjálfa þegar vistkerfi hefur hnignað/skemmst.  Námsefninu er ætlað að efla umhverfisvitund nemenda, gagnrýna hugsun og gefa þeim kost á að fjalla um hugtök eins og ágengar framandi lífverur, gróður- og jarðvegseyðingu, land- hnignun, landlæsi, lífbreytileika, loftslagshamfarir, náttúruvernd, vistheimt, þjónustu vistkerfa og örfoka land. Námsefnið sam- anstendur af rafbók, verkefnavef og kennsluleiðbeiningum. SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR | YNGSTA STIG Stærðfræðispæjarar 4 Fjórða og jafnframt síðasta spæjarabókin er nýkomin út, Stærðfræðispæjarar 4. Um er að ræða ítarefni í stærð- fræði fyrir nemendur á yngsta stigi en það getur einnig nýst fyrir aðra nemendur í fjölbreyttu skólasamfélagi.  Bókin er byggð upp á 5 köflum sem sóttir eru í hæfni á ólíkum sviðum stærðfræðinnar samkvæmt aðal- námskrá grunnskóla; tölur, rúmfræði og form, reikning- ur, mælingar og tölfræði og hnitakerfi. Í kennsluleiðbein- ingum er að finna útfærslur sem segja til um hvernig flétta má inn í kennsluna áherslum aðalnámskrár um þjálfun almennra viðmiða um stærðfræðilega hæfni auk lykilhæfni. Í bókinni eru kynnt til sögunnar tákn fyrir verkefnin spæjarabók og af borði á gólf. Hugmyndir að útfærslum á þeim verkefnum eru í kennsluleiðbeiningum en þær spila stórt hlutverk í notkun námsefnisins. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.