Skólavarðan - 2023, Síða 64

Skólavarðan - 2023, Síða 64
64 SKÓLAVARÐAN HAUST 2023 SKÓLAVARÐAN / Skólavarðan mælir með Skólavarðan mælir með Huggulegheit og þægindi í jólaös Skólavarðan tínir til nokkra hluti sem geta vonandi auðveldað skipulagið í aðdraganda jóla og aukið á notalegar stundir heimavið. Lo-fi myndbönd á YouTube Internetið Skólavarðan mælir með að hafa lo-fi, eða „low fidelity“, tónlistarmyndbönd í gangi í myrkrinu, eins og þegar verið er að elda, koma deginum af stað, fá gesti í heimsókn og þess háttar. Ófullkomnir lo-fi tónarnir, settir yfir einfaldar teiknimyndir, hafa róandi og góð áhrif og setja vissa stemmn- ingu í loftið. Hægt er að benda á rásirnar The Jazz Hop Café og Lofi Girl. Minn hlátur er sorg: Ævisaga Ástu Sigurðardóttur, eftir Friðriku Benónýsdóttur Bók Frábær bók um konu sem var á undan sinni samtíð og neyddist til að ryðja brautina. Allt í senn falleg, hugljúf, fyndin og átakanleg saga sem ekki er hægt að mæla nógu mikið með fyrir hvern sem er Cameo Jólagjafir Nú fer að koma að stærstu gjafahátíð ársins. Fyrir þau sem hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við jólagjafakaupin er vel hægt að mæla með Cameo. Á vefsíðunni er hægt að kaupa myndbandskveðjur fyrir vini og vandamenn frá uppáhalds stjörnunum; frægum leikurum, tónlistar- mönnum, grínistum, íþróttamönnum og raunveruleikastjörnum. Boy George, Ice T, Lindsay Lohan, Kevin úr Office eða Dennis Rodman gætu sent þínum ástvini sér- hannaða kveðju um jólin. Glögg Notalegheit Skólavarðan mælir með glöggi yfir myrkasta veturinn. Aðkeypt eða heimagert heitt vín (áfengt eða óáfengt) með möndlum, rús- ínum, kanil og fleira kryddi. Hlýtt í hjartað með hverjum krydduðum sopa. Heima App Heima appið auðveldar fjölskyldunni skipulag og heimilisstörfin og gerir þau skemmtilegri með því að breyta þeim í leik. Hver og einn fjölskyldumeðlimur fær stig fyrir að ljúka verkum eins og að setja í uppþvottavélina, fara út með ruslið, versla inn og þar fram eftir götunum og í lok viku er hægt að sjá hver er stigahæstur. Appið dreifir líka hugrænni byrði heimilisverk- anna en allir meðlimir geta bætt verkum og markmiðum á listann eftir þörfum. Sporcle Leikir Meðlimir Skólavörðunnar eyða löngum stundum utan vinnu í að leysa orðagátur og spurningakannanir á vefsíðunni Sporcle. com. Þar er að finna ógrynni af prófum og stuttum könnunum þar sem spurt er út í hvaðeina sem notanda getur dottið í hug; afþreyingarefni, sögu, landafræði, pólitík og svo má lengi telja, á mismunandi hátt. Eins konar Trivial Pursuit á netinu sem vel er hægt að drepa tímann með og læra eitthvað nýtt í leiðinni.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.