Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 8
Molar Fr ét ta m ol ar Frí rafræn námskeið í boði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademías um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsfólk sem hefur nú aðgang að tugum rafrænna námskeiða, sér að kostnaðarlausu. Um eru að ræða fjölbreytt námskeið um allt frá heilsu til fjármála. Með þessu vill Fíh koma til móts við þarfir félagsfólks um fræðslu á eigin forsendum á þeim tíma sem hentar því best. Námskeiðin má nálgast í gegnum Orlofsvefinn, undir gjafabréf og Akademías. Nánari leiðbeiningar má finna á Orlofsvefnum og inni á Mínum síðum á heimasíðu félagsins, hjukrun.is. Breyting á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs Fíh Síðustu ár hefur orðið gríðarleg aukning á langvarandi veikindum hjúkrunarfræðinga. Það staðfesta tölur frá Styrktarsjóði félagsins en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hafa greiðslur úr sjóðnum vegna sjúkradagpeninga fjórfaldast á síðustu sex árum. Aukning á greiðslum sjúkradagpeninga hefur haft mjög mikil áhrif á fjárhagsstöðu Styrktarsjóðs og nú er svo komið að eigið fé hans er neikvætt um tugi milljóna króna. Vegna þeirrar stöðu og þess að horfur gera ráð fyrir áframhaldandi halla hafa verið gerðar breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins á þá leið að sjúkradagpeningar verða greiddir að hámarki í fjóra mánuði í stað sex mánaða áður. Breytingin tekur gildi frá og með 1. mars 2024 og á við um umsóknir sem berast frá þeim tíma. Fjárhæðir styrkja sjóðsins eru óbreyttar frá fyrra ári. Þetta er sambærileg þróun og hefur verið hjá öðrum stéttarfélögum en þar hefur veikindatíðni vegna langvarandi veikinda aukist verulega, sérstaklega hjá starfsfólki hins opinbera. Erfitt er að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn en ástæðurnar án efa margþættar. Má til að mynda nefna skort á hjúkrunarfræðingum til starfa en það hefur skapað áralangt aukið álag á þá sem fyrir eru í vinnu, nýafstaðinn heimsfaraldur og mikil krafa um yfirvinnu. Þróun sjúkradagpeninga Styrktarsjóðs Fíh 2017-2023, mánaðarlegar greiðslur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.