Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 9
7Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Molar Skrifstofa Fíh er flutt á Engjateig 9 Haustið 2023 komu í ljós skemmdir á útveggjum á húsnæði Fíh við Suðurlandsbraut 22. Við sýnatöku kom í ljós mygla og ákvað stjórnin því að finna nýtt húsnæði undir starfsemina á meðan viðgerðir standa yfir. Starfsemin var flutt á Engjateig 9, 105 Reykjavík, í lok janúar 2024. Hjúkrunarfræðingar hafa notað húsnæðið á fjórðu hæð Suðurlands- brautar 22 frá árinu 1987. Það sama ár opnaði Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, Sigríðarstofu sem heitir á höfuðið á móður hennar, Sigríði Eiríksdóttur, sem var formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna í 36 ár. Húsið við Engjateig 9 heitir Verkfræðingahús og hýsir, ásamt fleiru, Verkfræðingafélag Íslands. Það má segja að Fíh verði áfram á kunnuglegum slóðum því á annarri hæð hússins má finna veggskjöld til heiðurs Finnboga Rúts Þorvaldssonar, fyrrum formanns Verkfræðingafélags Íslands. Finnbogi Rútur var eiginmaður Sigríðar Eiríksdóttur og faðir Vigdísar Finnbogadóttur. Aðalfundur á Grand Hótel þann 16. maí Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2024 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. maí frá klukkan 17:00 til 20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum. Á aðalfundinum verður kosið í stjórn Fíh; þrír aðalmenn og einn varamaður, einnig verður kosið í ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga. Framboðum til stjórnar Fíh skal fylgja stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu framboðs ásamt rökstuðningi um færni til að gegna stjórnarsetu. Kynning á frambjóðendum til stjórnar Fíh fer fram á samfélagsmiðlum Fíh að loknum framboðsfresti. Allar tillögur til lagabreytinga og önnur mál sem félagsfólk óskar eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir miðnætti fimmtudaginn 18. apríl og skal senda á netfangið formadur@hjukrun.is. Allt félagsfólk hefur rétt til setu á aðalfundi félagsins. Atkvæðisrétt hefur félagsfólk með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem skrá sig til þátttöku á fundinn fyrir fimmtudaginn 9. maí. Aðrir hafa þar ekki atkvæðisrétt, opnað verður fyrir skráningu á fundinn þann 2. maí á heimasíðu félagsins. Þess má geta að boðið verður upp á streymi og rafrænar kosningar, líkt og síðustu ár, fyrir þá sem ekki geta mætt á Grand Hótel þann 16. maí. Félagið er um þessar mundir að fá afhent ný orlofshús, sem það festi kaup á, í Hyrnulandi 10 og 12 í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri. Húsin eru 109 fermetrar að stærð með svefnplássi fyrir sex manns, heitum potti og sérlega fallegu útsýni. Hlíðarfjall hefur verið vinsæll áfangastaður allt árið um kring og ánægjulegt að geta boðið hjúkrunarfræðingum upp á þennan nýja valkost. Í byrjun marsmánaðar var tekinn í notkun nýr orlofsvefur með uppfærðu viðmóti og útliti. Viðmótið er svipað og áður nema með notendavænni möguleikum sem einfaldar sjóðsfélögum og sjóðnum að ganga frá pöntunum og afpöntunum. Sjóðfélagar munu áfram geta keypt hin vinsælu gjafabréf Iceland- air með afslætti, til að gefa fleirum kost á að kaupa, tók stjórn sjóðsins ákvörðun um að leyfa einungis kaup á tveimur bréfum í stað þriggja þetta árið. Sigríður Eiríksdóttir, Finnbogi Rútur Þorvaldsson og Vigdís Finnbogadóttir við veggskjöldinn til heiðurs Finnboga. Myndin var tekin í janúar 1961 í þáverandi húsnæði Verkfræðingafélags Íslands í Brautarholti 20. Ný orlofshús á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.