Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 14
12 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024
Erla Salóme Ólafsdóttir
Telur lág laun valda vítahring manneklu í stéttinni
HJÚKR
UN
AR
FR
ÆÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM?
Á hvaða ári ertu í náminu?
Ég er á fjórða ári við Háskólann á Akureyri.
Ertu búin að ákveða hvar þú vilt starfa
eftir útskrift?
Nei, en ég er mjög spennt fyrir barna-
deildinni.
Hafðir þú lengi stefnt að því að læra
hjúkrunarfræði eða varstu að íhuga
eitthvert annað nám?
Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða
ljósmóðir en þegar ég var í menntaskóla
ætlaði ég að verða talmeinafræðingur.
Svo fór ég að vinna á hjúkrunarheimili
og heillaðist alveg af starfi hjúkrunar-
fræðinga, þannig að það má segja að ég
hafi farið í hring þegar ég var að ákveða
hvað ég vildi verða.
Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið
erlendis í framtíðinni?
Já, ég gæti alveg hugsað mér það.
Skemmtilegasta fagið?
Núna er það heilbrigði kvenna.
Erfiðasta fagið?
Ég myndi líklega segja Líffærafræði II en flest
fögin eru samt krefjandi.
Eitthvað sem hefur komið á óvart í
náminu?
Kannski bara helst hvað það er ótrúlega
margt sem við þurfum að kunna og að við
fáum að gera einhvern hlut bara einu sinni
áður en við eigum svo að framkvæma
hann á skjólstæðingum.
Eitthvert fag sem þér finnst vanta í
námið?
Já, meiri kennslu um streitu og bjargráð
fyrir stúdenta sem þeir geta tileinkað sér.
Ætlar þú að fara í framhaldsnám?
Ég er ekki búin að ákveða það, mig langar
enn þá í ljósmóðurfræði.
Hressasti kennarinn?
Arnrún Halla.
Eftirminnilegasta kennslustundin?
Fyrsta lotan eftir klásus stendur upp úr en
þá lærðum við að taka blóðprufur sem var
mjög eftirminnilegt. Eins í vetur þegar við
vorum í lotu og það varð rafmagnslaust í
20 mínútur.
Flottasta fyrirmyndin í faginu?
Sólveig Hulda, aðstoðardeildarstjóri lyfja-
deildar SAk.
En í lífinu?
Harpa Hrönn frænka mín og ofurkona.
Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi?
Umhyggja. Ég vil vera talsmaður skjól-
stæðingsins og vera óhrædd við að
standa á mínu.
Uppáhaldslæknadrama?
Call the midwife.
Besta ráðið við prófkvíða?
Að fara í göngutúr fyrir próf.
Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman?
Ég er nýlega hætt að drekka kók, þannig
að núna er það einstaka orkudrykkur sem
ég leyfi mér.
Besta næðið til að læra?
Bókasafnið í HA með góð hljóðeinangr-
andi heyrnatól.
Hvernig nærir þú andann?
Með því að prjóna eða fara í dekur heim til
mömmu og pabba.
Líkamsrækt eða letilíf á frídögum?
Team letilíf.
Þrjú stærstu afrek í lífinu?
Skiptinám í Argentínu þegar ég var 17 ára,
vera virk í Stúdentaráði og að klára þetta
blessaða nám.
Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar?
Já.
Hvað gerir þú til að sporna við
gróðurhúsaáhrifum?
Ég reyni að borða minna kjöt, flokka allt
mitt rusl og vera meðvituð um neyslu
mína, sérstaklega þegar kemur að fata-
kaupum.
Hvað gleður þig mest í lífinu?
Samverustundir með fjölskyldu og vinum.
Hvað hryggir þig helst?
Þegar fólk er óheiðarlegt.
Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að
læra hjúkrun?
Gerum starfið aðgengilegra fyrir öll og
fjarlægjum kvennastimpilinn, það eru t.d.
mun fleiri karlmenn í hjúkrun í löndum
sem eru með her.
Ef þú ættir eina ósk?
Myndi ég óska að hvorki stríð né hungur-
sneyð væri í heiminum.
Fallegasta borg í heimi?
Rio de Janeiro.
Falin perla í náttúru Íslands?
Þerribjörg í Hellisheiði eystri.
Besta baðið?
Sundlaugin í Selárdal.
Hvernig myndir þú lýsa þér í einni
setningu?
Metnaðarfull án þess að hafa tíma í að
gera allt sem ég tek að mér.
Hvernig nemandi ertu?
Ég vinn best undir pressu og á erfitt með
að vinna mér í haginn.
Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld
gætu gert til að hvetja fleiri til að læra
hjúkrun?
Hækka laun hjúkrunarfræðinga, því það
er að mínu mati stærsti orsakavaldur
vítahrings manneklu í stéttinni.
Alveg að lokum hvað, ef eitthvað, finnst
þér vanta í Tímarit hjúkrunarfræðinga?
Ég held bara ekkert, mér finnst mjög
gaman að fletta blaðinu og finnst það
fjölbreytt.
Aldur
27 ára
Stjörnumerki
Vatnsberi
Hjúkrunarfræðineminn