Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 22
„Áður en ég lýsi einni vakt þar sem ég starfa langar
mig að segja aðeins frá teyminu mínu, en ég starfa
hjá Transteymi fullorðinna á Landspítala sem sinnir
matsferli og meðferð einstaklinga með kynama.
Samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019
skal á Landspítala starfa teymi sérfræðinga um
kynvitund og breytingu á kyneinkennum, annars
vegar fyrir fullorðna og hins vegar fyrir börn.
Við sem störfum í teyminu mætum alls konar
áskorunum eins og svo margir sem starfa í
heilbrigðisþjónustu en okkar helstu áskoranir
núna eru þær að það er aukning á nýjum beiðnum
í Transteymið og svo er þjónustan sem við veitum
á mörgum stöðum innan spítalans, hún er ekki öll
á einum stað. Hluti þjónustunnar er til að mynda
veitt á Kleppi, svo er teymið einnig með þjónustu í
Fossvogi, á Eiríksgötu, á Grensás og á fleiri stöðum.
Það stendur núna yfir vinna við að stofna
Transmiðstöð og á hún að þjónusta fullorðna og í
framtíðinni börn. Þörfum trans fólks á að vera mætt
af þverfaglegu teymi á þessari nýju Transmiðstöð
og lagt verður upp með teymisvinnu. Við sem
komum að þessari vinnu viljum auðvitað notast
við gagnreynd vinnubrögð, það getum við gert með
skýru verklagi, með því að notast við gagnreyndar
heimildir við uppbyggingu þjónustunnar og
með því að sækja fyrirlestra og ráðstefnur. Á
miðstöðinni verður ekki einungis veitt meðferð
heldur á hún líka að sinna fræðsluhlutverki, fyrir
þjónustuþega og þeirra fjölskyldur og vini, aðra
heilbrigðisstarfsmenn og fyrir almenning. Við
leggjum líka upp úr mikilvægi þess að vera í góðum
samskiptum við Trans Ísland og Samtökin´78 til að
bæta okkar þjónustu.
Fyrsti hjúkrunarfræðingurinn í fullu
starfi hjá Transteyminu
Margt hefur orðið að verki á undanförnum miss-
erum; verið er að byggja upp teymið, félagsráðgjafi
var ráðinn í fullt starf í október 2022, ég var ráðin
í fullt starf í júní á síðasta ári og núna í febrúar
kemur heimilislæknir í fullt starf inn í teymið en
hún er með sérþekkingu á þjónustu við trans
fólk. Í teyminu eru einnig sálfræðingur í 70%
stöðu og fleiri sérfræðingar í minni stöðugildum
svo sem sérnámslæknir í geðlækningum, tal-
meinafræðingur, innkirtlalæknir, lýtalæknir og
Va
kt
in
m
ín
Transteymi fullorðinna
veitir kynstaðfestandi
þjónustu
-Sigríður Jóna Bjarnadóttir
hjúkrunarfræðingur
Umsjón og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir