Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 23
21Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 fleiri sérfræðingar. Saman vinnum við svo að því að veita kyn- staðfestandi þjónustu við okkar skjólstæðinga og þess má geta að við erum í góðu samstarfi við kollega okkar í Transteymi BUGL. Ég er svo heppin að fá að vera fyrsti hjúkrunarfræðingurinn sem sinnir Transteyminu í fullu starfi en enginn hjúkrunarfræðingur hefur verið starfandi áður í skilgreindu hlutfalli hjá Transteyminu. Þetta hefur verið mjög gefandi og skemmtileg reynsla og mikill lærdómur. Ég var ráðin í teymið til að vinna þvert á teymið; fyrir geðsvið, innkirtlalækningar og skurðlækningar og því er starfið afar fjölbreytt. Það eru mjög spennandi tímar núna, í febrúar fluttum við starf- semina frá Kleppi og yfir á Landspítala í Fossvogi, sem er skref í áttina að því að flytja þjónustuna frá geðsviði, enda er það að vera „trans“ ekki geðsjúkdómur. Markmiðið er svo einn góðan veðurdag að flytja þjónustuna frá Landspítala. Búið er að taka mörg skref í rétta átt og höldum við því ótrauð áfram veginn. Annasöm vakt hjúkrunarfræðings í Transteymi Það sem gerir starfið skemmtilegt er að engir tveir dagar er eins. Þegar þetta er skrifað hef ég vinnuaðstöðu á mörgum stöðum spítalans; við Eiríksgötu, á Kleppi og í Skaftahlíðinni. Í dag byrja ég vinnudaginn á Kleppi. Mér finnst gott að vera mætt snemma á vakt og byrja morguninn á því að fá mér morgunmat við tölvuna þar sem ég fer yfir tölvupósta teymisins og skilaboð sem hafa borist í gegnum Heilsuveru. Svo fer ég og heilsa upp á Alexander sem er félagsráðgjafi teymisins. Við fáum okkur kaffibolla og förum yfir verkefni dagsins. Eftir spjallið við Alexander fer ég að bóka nýkomur í teymið. Ég tek svo stöðuna á þeim sem eru í hormónameðferð, geri beiðnir í blóðprufur, bið fólk að mæta í blóðprufu og hringi svo nokkur símtöl. Því næst mæti ég á fund með verkefnastjóra nýrrar Transmið- stöðvar til að skipuleggja flutning starfseminnar á nýjan stað. Eftir það mæti ég í viðtöl með sérnámslækni teymisins og þegar þau eru afstaðin er fundur með söguþjónustu til að undirbúa flutning teymisins í Fossvog. Þá er komið að hádegismat og ég nýti þann tíma til að fara í Fossvoginn og skoða nýtt húsnæði teymisins sem skartar 5 stjörnu útsýni því við verðum hátt uppi og sjáum yfir borgina. Eftir hádegi þarf ég taka nokkur símtöl, meðal annars við kollega hjá Transteymi BUGL, gott upplýsingaflæði er nauðsynlegt til að allt gangi upp fyrir skjólstæðingana. Ég undirbý mig því næst fyrir næsta fjarfund með kollegum í transteymum á meginlandi Evrópu. Fer svo aftur til baka á Klepp og leiði mánaðarlegan fund teymisins þar sem allir fagaðilar sem viðkoma teyminu koma saman og ræða málin. Eftir þann fund er þessum vinnudegi lokið, miklu var áorkað eins og flesta vinnudaga enda nóg að gera hjá transteyminu og spennandi tímar fram undan. Að lokum vil ég koma því á framfæri að það er mjög mikilvægt er að öll heilbrigðisþjónusta sé kynstaðfestandi sem vísar til þess að trans fólk á að geta leitað sér heilbrigðisþjónustu án þess að upplifa fordóma og hræðslu. Virða nafn og fornafn sem fólk kýs að nota þó að það sé ekki það sama og er skráð í Þjóðskrá. Svo skora ég öll á að bæta við fornöfnin sín í undirskriftinni sinni í tölvupósti. Sigríður Jóna Bjarnadóttir (hún/she). Vaktin mín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.