Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 24
Viðtal 22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Heimaspítali HSU Viðtal og myndir: Þórunn Sigurðardóttir Við heimaspítalann starfa bæði hjúkrunarfræðingar og læknar en Guðný Stella stofnaði heimaspítala í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hún bæði lærði og starfaði áður en hún flutti aftur heim til Íslands. Með henni kom hugmyndin að spítalanum þar sem hún taldi fyrirkomulagið, að þjónusta einstaklinga sem glíma við krefjandi heilsufarsvandamál í heimahúsi, hentaði einnig í sveitarfélaginu Árborg. Ásamt Guðnýju Stellu starfa hjúkrunarfræðingarnir Telma Dröfn Ásmundsdóttir og Ragnheiður Thor Antonsdóttir við heimaspítalann. Skipulagningin skipti höfuðmáli Til að kynna sér heimaspítala fóru nokkrir starfsmenn heilsugæslu HSU til Gautaborgar og fengu að fylgjast með starfseminni. „Í maí 2022 fórum við Anna Margrét og Arnar Þór Guðmundsson yfirlæknir til Svíþjóðar í fjóra daga og fylgdumst með teymunum til þess að sjá hvernig allt virkaði,“ segir Margrét Björk. Stuttu eftir heimsóknina til Svíþjóðar byrjaði innleiðing heimaspítalans á Selfossi en það ferli þurfti að fara í pásu þar sem kom í ljós að driffjöður verkefnisins, Guðný Stella, var þá orðin barnshafandi. „Við opnuðum heimaspítalann og tveimur mánuðum seinna fór hún í fæðingarorlof. Þá ákváðum við að leggja verkefnið niður í smá tíma, gera nýja verkferla og skipuleggja þetta betur. Um áramótin kom Guðný Stella aftur til starfa og þá byrjuðum við þetta af krafti með nýjum ferlum og nýjum áherslum og kynntum þetta betur fyrir starfsfólki spítalans. Það hefur skilað sér því þetta hefur farið miklu betur af stað núna. Skipulagningin hafði allt að segja.“ Reynslumiklir hjúkrunarfræðingar Margrét Björk er hjúkrunarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, og hefur starfað við það frá árinu 2021. Hún hóf störf hjá HSU árið 2017 við deildar- og hjúkrunarstjórn. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2010 hóf Margrét hins vegar störf á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Þar var henni hent út í djúpu laugina þar sem hún tók fljótlega við stöðu hjúkrunarstjóra og starfaði við það í sjö ár. „Ég fór þangað beint eftir útskrift, var að vinna þar í sex mánuði áður en ég tók við sem hjúkrunarstjóri. Það var mjög krefjandi en mjög góð reynsla fyrir þetta starf sem ég er í núna.“ Árið 2019 útskrifaðist hún einnig með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri, Anna Margrét Magnúsdóttir aðstoðardeildarstjóri og Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á heilsugæslu HSU Í byrjun janúar á þessu ári tók til starfa heimaspítali á Selfossi, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Í forsvari fyrir spítalann eru þær Guðný Stella Guðnadóttir öldrunarlæknir, Margrét Björk Ólafsdóttir og Anna Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingar ásamt fleiri ötulum heilbrigðisstarfsmönnum. Undirrituð fékk að koma í heimsókn í höfuðstöðvar heimaspítalans sem staðsettar eru á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, og grennslaðist fyrir um tildrög spítalans, skjólstæðinga, fyrirkomulag þjónustunnar og hvernig framtíðin horfir við þeim. Anna Margrét Magnúsdóttir og Margrét Björk Ólafsdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.