Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 25
Viðtal 23Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Anna Margrét er aðstoðardeildarstjóri heilsugæslunnar og útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og hefur unnið við HSU alla tíð síðan. Hún er einnig með diplóma í klínískri heilsugæsluhjúkrun frá HA, þjónandi forystu og með EMT-B í sjúkraflutningum. Ekki nóg með það heldur hefur hún nýlokið meistaranámi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri með áherslu á heilsugæsluhjúkrun. Lokaverkefnið hennar fjallaði einmitt um heimaspítala. „Ég tók viðtöl við fólk sem starfaði við heimaspítalann í fyrra, lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutningamenn og bar það saman við erlendar rannsóknir.“ Sænskar fyrirmyndir Á heilsugæslu HSU er heimaspítalinn með aðstöðu fyrir starfsemi sína og fyrir utan að hafa góðan bíl til umráða fylgir ýmis búnaður og lyf með í vitjanir til skjólstæðinga. „Við erum með IV kit til að taka allar blóðprufur og setja upp æðaleggi en við erum m.a. að gefa sýklalyf í æð, hjartalyf og vökva. Einnig eru hér lyf sem við notum í líknar- og lífslokameðferð. Við erum líka með búnað til að setja upp þvagleggi og búa um sár og svo er smitkassi sem verður hentugur þegar það tímabil kemur. Svo eru auðvitað lyf á töfluformi líka. Við erum með sömu lyf og sænska fyrirmyndin okkar,“ segir Guðný Stella og vísar til fyrirmyndar heimaspítalans sem er í Svíþjóð. „Ég myndi segja að við höfum tvær fyrirmyndir, stærsta fyrirmynd okkar er Borgholm en svo er hluti sem kemur beint frá Gautaborg, listinn með lyfjunum og búnaðurinn kemur þaðan.“ Aukin þægindi og betri þjónusta Þegar spurt er um tilgang heimaspítalans er svarið einfalt og hnitmiðað. „Aðaltilgangurinn er að þjónusta fólkið betur,“ segir Margrét Björk og bætir við; „við viljum auka þægindi fyrir fólk, fækka innlögnum á bráðamóttöku og stytta lengd á legudeild, fólk geti kannski farið fyrr heim og fengið viðeigandi þjónustu eins og t.d. sýklalyfjagjöf heima en þurfi ekki að liggja inni á deild til þess.“ Aldur skjólstæðinga er fjölbreyttur en meirihlutinn er eldra fólk. „Við höfum alveg verið með aðeins yngri einstaklinga, þannig að það er ekki hart aldurstakmark, en yfirleitt eru þetta skjólstæðingar heimahjúkrunar. Ef einstaklingur hefur ekki verið með heimahjúkrun fyrir þá viljum við að það séu ákveðnar forsendur eins og það sé eldra og hrumleikamerki til staðar,“ segir Guðný Stella. Þeir sem meta hvort einstaklingur geti þegið þjónustu heima- spítalans eru auk starfsfólks heimaspítalans, sjúkraflutningamenn í samstarfi við lækna bráðamóttökunnar, heimahjúkrun, legu- deildin og bráðamóttakan að sögn Margrétar Bjarkar. „Það er ekki hægt að panta þessa þjónustu heldur eru það bara þessir ákveðnu aðilar sem geta tekið ákvörðun um þjónustuna. Eins og staðan er núna þá er meirihluti skjólstæðinga að koma úr heimahjúkrun. Starfsmenn heimahjúkrunar fara líka á bráðamóttökuna og renna yfir hverjir eru þar og meta hverjir geta farið heim með þjónustu okkar.“ Tímabundin lausn í bráðaferli Mikill léttir og aukning lífsgæða eru fólgin í heimaspítalanum fyrir skjólstæðinga hans og nefnir Guðný Stella dæmi um konu með fjölþætt vandamál. „Hún hafði fengið lungnaembólíu og var send heim frá Landspítalanum. Svo leitar hún á bráðamóttöku (HSU) og er þá með samfallsbrot og alveg hreyfihömluð vegna þess. Hún sem sagt var að koma tvisvar á dag á spítalann í sýklalyfjagjöf í æð. Við tókum hana að okkur á heimaspítalanum og komum á vitjunum til hennar. Á morgnana fékk hún því sýklalyf hjá okkur, heimahjúkrun gaf henni lyf seinnipartinn og um kvöldið gat hún svo sjálf tekið töflu. Hún hætti að þurfa að koma á spítalann enda gat hún varla setið í bíl út af samfallsbrotinu. Við sinntum henni í nokkra daga, hún útskrifaðist frá okkur og heimahjúkrun gat tekið við.“ Það er augljóst að það hefur verið mun auðveldara fyrir þennan skjólstæðing að fá þjónustuna í þessu formi. Heimaspítalinn sér um að koma til móts við einstaklinga í bráðafasa segja þær Guðný Stella og Margrét. „Það er ekki ætlast til þess að fólk sé að fá heimavitjanir frá spítalanum lengi. Við reynum að leiðrétta þetta bráðaferli sem er í gangi og eftir það getur heimahjúkrun tekið við ef þarf. Þetta er tímabundin lausn meðan einstaklingurinn er að komast yfir bráðaveikindin.“ Spurning hvenær starfsemin springur út Svæðið sem heimaspítalinn þjónustar er ansi stórt en verður mögulega enn stærra í framtíðinni samkvæmt Margréti Björk. „Í dag erum við bara með Árborgarsvæðið, sem er Selfoss, Eyrar- bakki, Stokkseyri og Flóinn. Þetta eru u.þ.b. þrettán til fjórtán þúsund manns sem er svipað að stærð og Borgholm. Eftirspurnin eftir þjónustu spítalans er sennilega ekki að fara að minnka, við þurfum eiginlega bara að bíða og sjá hversu hratt þetta springur út.“ Fyrsti mánuðurinn hefur gengið vel og allir virðast jákvæðir í garð heimaspítalans. „Þetta hefur farið mjög vel af stað núna. Í vitjanir fara alltaf hjúkrunarfræðingur og læknir, og yfirleitt er það Guðný Stella, en einnig fara heilsugæslulæknarnir ásamt Telmu Dröfn og Ragnheiði,“ segir Margrét Björk. „Samvinnan er mjög góð, fólk kann vel inn á hvert annað og það ríkir traust á milli allra. Það er mikilvægt að öldrunarlæknir sé í teyminu og stýri því, ásamt aðkomu annarra lækna,“ bætir Anna Margrét við. Samkvæmt Margréti Björk er mikilvægt að öldrunarlæknir hafi yfirsýn yfir starfsemina. „Hún er svo mögnuð hún Guðný, þegar maður sér hvernig öldrunarlæknir fer í gegnum bæði lyfin og einkennin, hún horfir svo heildrænt á þetta.“ Sýkingar og versnun á hjartabilun Helstu verkefni í vitjunum eru fjölbreytt og felast m.a. í almennri skoðun, upplýsingaöflun, blóðprufum og bráðalyfjagjöfum. „Það er hægt að meðhöndla margt í heimahúsi þó svo að við þurfum kannski að fá fólk inn í myndatöku eða í aðrar rannsóknir. Algengustu vandamálin eru sýkingar og versnun á hjartabilun, bráð versnun á langvarandi verkjum, lungnabilun og þvagfærasýkingar,“ segja Anna Margrét og Margrét Björk. Heimaspítalinn fer í vitjanir á milli klukkan átta og tólf á virkum dögum. „Eins og er þá er heimaspítalinn bara til hádegis en við sjáum fram á að starfsemin aukist. Við ætlum bara að byrja smærra og stækka síðan heldur en að byrja of stórt,“ segir Margrét Björk og bætir Anna Margrét við: „Núna náum við að tryggja mönnun alla virka daga frá átta til tólf, bæði með lækna og hjúkrunarfræðinga. Það er alveg spurning hversu lengi okkur verður stætt á að hafa þetta svona því í rannsóknum hefur komið fram að þetta eigi að vera alla daga og eigi ekki að vera bundið við tíma. Fólk hættir ekki að vera veikt þó það sé í heimahúsum klukkan fjögur á virkum dögum eða á laugardögum. Það er líka spurning hversu lengi við getum verið bara með þetta í Árborg. Nú nær HSU yfir gríðarlega mikið landsvæði.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.