Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 30
Viðtal 28 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 koma á deildina í bókaða tíma, ýmist hjá hjúkrunarfræðingi eða lækni.“ Hulda bætir við að starfsemin á göngudeildinni fari fram á dagvinnutíma á virkum dögum sem hafi jákvæð áhrif á jafnvægi milli vinnu og einkalífs hjá starfsfólki deildarinnar. Oft má lítið út af bregða til að mönnun sé fullnægjandi Aðspurð um helstu áskoranir í starfi segir hún að sjúklingum fari fjölgandi og sífellt fleiri þurfi á þjónustu deildarinnar að halda og það sé ákveðin áskorun að halda uppi miklum gæðum og tryggja öryggi í þjónustunni. Hún leggur áherslu á að það skipti miklu máli að skipulagið sé gott og að mönnun sé fullnægjandi. „Núna erum við með vel mannaða deild en oft má lítið út af bregða. Mér finnst mikilvægt að starfsfólkinu líði vel í sínu starfi og gangi hér sátt út eftir hvern vinnudag. Ég legg því ríka áherslu á að við hjálpum hvert öðru og bjóðum og biðjum um aðstoð þegar álagið er þannig,“ segir hún og þá förum við út í aðeins aðra sálma. Hvernig telur þú að hægt sé að efla sérhæfingu og auka þekkingu starfsfólks á deildinni? „Sérhæfing okkar á spítalanum er að einhverju leyti þekkt og deildir leita til okkar með ýmis mál tengdum hjúkrun þessara sjúklinga. Við erum ávallt reiðubúin að aðstoða og fá sjúkl- ingana til okkar eða koma inn á deildir og veita aðstoð. Það er hægt að mennta sig í hjúkrun þvagfærasjúklinga og er einn hjúkrunarfræðingur hér á deildinni með slíka menntun frá Svíþjóð. Um er að ræða tveggja ára fjarnám með einhverri viðveru á staðnum en þetta nám er m.a. kennt í Svíþjóð og Noregi. Ég veit að aðrir hjúkrunarfræðingar á deildinni eru að íhuga þetta nám. Auk þess eru hjúkrunarfræðingarnir duglegir og áhugasamir um að endurmennta sig og sækja ráðstefnur og fundi erlendis. Við eigum líka gott samstarf við fagráð þvagfærahjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum,“ útskýrir hún brosandi. Öflugar göngudeildir geta bætt flæðið í gegnum spítalann Að lokum, með hvaða hætti er hægt að efla starfsemi göngudeilda og hverju myndi það breyta, að þínu mati, fyrir Landspítala að hafa öflugri göngudeildir? „Það þarf að kynna betur alla starfsemi göngudeilda því það eru margir sem vita ekki hvað þar fer fram, það er t.d. hægt að gera með því að fá nemendur í meira mæli til okkar. Við erum nýbyrjuð að taka á móti hjúkrunarnemum sem er að reynast mjög vel. Auk þess þurfa göngudeildir, dag- og legudeildir að vinna meira saman í gegnum allt ferli sjúklingsins, frá innlögn til útskriftar. Með öflugum göngudeildum er hægt að styrkja flæði í gegnum spítalann þannig að sjúklingar þurfi að liggja sem minnst þar inni. Flæðið þarf að vera markvisst með skýru meðferðar- og útskriftarplani þannig að hægt sé að útskrifa sjúklinginn á sem öruggastan og farsælastan hátt. Göngudeild þvagfærasjúkdóma er einstök með sinni öflugu starfsemi og framþróun í meðferð sem hefur leitt til þess að legudögum hefur fækkað. Sem dæmi má nefna sjúklinga með góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli sem fara í aðgerð á skurðstofu þar sem kirtillinn er heflaður eða skrapaður og útskrifast svo samdægurs. Áður fyrr lágu þessir sjúklingar inni í nokkra daga með sískol. Nýlega tókum við upp nýja meðferð með svokallaðri Rezum tækni fyrir þennan sjúklingahóp, sem eingöngu fer fram á göngudeildinni og getur komið í staðinn fyrir aðgerðir á skurðstofum eða létt þeim biðina á biðlistanum. Heitri vatnsgufu er sprautað inn í blöðruhálskirtilinn í staðbundinni deyfingu, hann skreppur saman og bætir þannig þvagflæðið. Þessi hópur er fjölmennur og því langur biðlisti eftir aðgerð og sjúklingarnir oft með töluverða þvagtregðu. Þeir eru á töflumeðferð, sumir þurfa ýmist að hafa inniliggjandi þvaglegg eða tappa af sér heima, eru að fá sýkingar eða önnur vandamál sem þarf að meðhöndla. Hægt er að framkvæma nokkrar slíkar meðferðir yfir daginn. Þetta eru mun meiri þægindi fyrir sjúklinginn og hefur færri aukaverkanir en áður. Þetta er einnig hagkvæmara í rekstri fyrir spítalann og hægt er að forgangsraða betur aðgerðum inn á skurðstofu sem mega ekki bíða lengi. Þetta eru spennandi tímar með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir þennan sjúklingahóp,“ segir Hulda að endingu. Hún hafði nokkrar mínútur lausar fyrir myndatöku og við flökkuðum um deildina og tókum nokkrar myndir af henni áður hún þurfti svo að rjúka á fund. Nýju meðferðinni er beitt með svokallaðri Rezum tækni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.