Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 38
Ritrýnd grein | Peer review Krefjandi og flókin sorg: Að lifa af sjálfsvíg dóttur eða sonar ÚTDRÁTTUR Tilgangur Sjálfsvíg eru alþjóðlegt heilbrigðisvandamál og fjórða algengasta dánar- orsökin í aldurshópnum 15–29 ára. Reynsla foreldra af því að missa son eða dóttur í sjálfsvígi hefur lítið verið rannsökuð hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu foreldra af því að missa dóttur eða son í sjálfsvígi og þann stuðning sem þeim stóð til boða í kjölfar þess. Aðferð Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin 13 viðtöl við 10 foreldra, sjö mæður og þrjá feður, sem höfðu misst son eða dóttur á aldrinum 17-37 ára í sjálfsvígi. Niðurstöður Fyrir foreldrana var sjálfsvígið krefjandi lífsreynsla og við tók flókin, langvinn og stöðug sorg. Það höfðu verið erfiðleikar hjá sonum og dætrum þátttakenda fyrir sjálfsvígið í öllum tilvikum nema einu, svo sem sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaðandi hegðun og tilraunir til sjálfsvígs. Sjálfsvígið kom samt öllum foreldrunum í opna skjöldu og var þeim mikið áfall. Við tók doði og þeir áttu erfitt með daglegt líf, misstu matarlyst, svefn, skammtímaminni, þrek, jafnvægi, jarðtengingu og tengsl við raunveruleikann. Flóknar tilfinningar komu upp hjá þeim öllum svo sem sektarkennd og sjálfsásakanir og áfallið kom mikið niður á andlegri og líkamlegri heilsu þeirra þar sem kvíði, þunglyndi og verkir voru áberandi. Sorgarúrvinnsla hjá foreldrunum tók langan tíma og stuðningur var af misjöfnum toga og mikið undir foreldrunum sjálfum komið að sækja sér stuðning ef hann brást eða þegar frá leið. Áberandi voru vonbrigði gagnvart heilbrigðiskerfinu að ekki var framkvæmt einhvers konar mat á þörfum þeirra fyrir stuðning í kjölfar áfallsins. Ályktun Af niðurstöðum að dæma er nauðsynlegt að koma upp verkferlum fyrir hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilbrigðiskerfisins sem styður betur við foreldra sem missa son eða dóttur í sjálfsvígi. Þeir þurfa einstaklingsbundinn stuðning í sorginni og upplýsingar um langtímastuðning og úrræði. Heilsugæslan gæti tekið að sér leiðtogahlutverk á þessu sviði í samráði við viðkomandi aðila. Lykilorð (5) Sjálfsvíg, foreldrar, missir, sorg, áföll, fyrirbærafræði. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Lítið er um íslenskar rannsóknir á reynslu og upplifun foreldra sem missa dóttur/ son í sjálfsvígi og geta niðurstöður rannsóknarinnar nýst til þess að varpa ljósi á líðan foreldra og aukið skilning hjúkrunarfræðinga og annarra sem hyggjast veita þeim sálrænan stuðning. Mikilvægt er að hlusta á foreldra því það er þeirra upplifun sem skiptir máli þegar mótaður er vinnuferill eða gæðavísir til þess að koma til móts við þá með bættri þjónustu og úrræðum. Með aukinni umfjöllun um niðurstöður þessarar rannsóknar verður vonandi hægt að bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins við foreldra sem missa son/dóttur í sjálfsvígi. Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga það mikla álag sem er á heilsu foreldra í kjölfar þess að missa dóttur/son í sjálfsvígi. doi: 10.33112/th.100.1.1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.