Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 39
37 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Krefjandi lífsreynsla og flókin sorg: Að lifa af sjálfsvíg dóttur eða sonar INNGANGUR Sjálfsvíg eru alþjóðlegt lýðheilsuvandamál sem valda tilfinningalegri þjáningu eftirlifenda (Graves o.fl., 2018). Árlega falla rúmlega 700.000 einstaklingar í öllum aldurshópum fyrir eigin hendi (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin [WHO], 2021) og eru sjálfsvíg í tíunda sæti yfir algengustu ástæður dauðsfalla í Bandaríkjunum (Murphy o.fl., 2021). Þau eru jafnframt fjórða algengasta dánarorsök einstaklinga í aldurshópnum 15-29 ára (WHO, 2021). Rík áhersla hefur því verið lögð á forvarnarstarf til þess að fyrirbyggja og draga úr sjálfsvígum á undanförnum árum og er það víða yfirlýst markmið innan heilbrigðiskerfisins (Graves o.fl., 2018; Kõlves og De Leo, 2016). Áhættuþættir sjálfsvíga geta verið margvíslegir. Sjálfsskaðandi hegðun og tilraun til sjálfsvígs eru stærstu áhættuþættirnir þótt ætlunin sé ekki endilega að taka eigið líf (Olfson o.fl., 2018). Í doktorsrannsókn Hildar Guðnýjar Ásgeirsdóttur (2019) kom fram að 16% íslenskra karla og 11% íslenskra kvenna höfðu sögu um sjálfsskaðandi hegðun og voru þátttakendur sem höfðu orðið fyrir persónulegum áföllum líklegri til að hafa skaðað sig á lífsleiðinni, einkum karlar. Í skýrslu Embættis landlæknis þar sem sjónum var beint að sjálfsvígshugsunum, sjálfsvígstilraunum, sjálfsskaða og hugsunum um sjálfsskaða á meðal íslenskra framhaldsskólanema frá árunum 2000 til 2016, kemur fram að hugsanir um sjálfsskaða eru nátengdar hugsunum um sjálfsvíg. Jafnframt kemur fram að sterkustu sjálfstæðu áhrifaþættirnir fyrir tilraun til sjálfsvígs eru ef vinur eða einhver nákominn hefur gert tilraun til sjálfsvígs. Aðrir áhrifaþættir eru þunglyndi, reiði, að hafa verið beittur kynferðisofbeldi og að hafa reykt kannabis um ævina. Lítill stuðningur foreldra og vina eykur einnig líkurnar á sjálfsvígshugsunum og tilraun til sjálfsvígs (Ingibjörg Eva Þórisdóttir o.fl., 2018). Flestir einstaklingar sem glíma við geðræn vandamál falla ekki fyrir eigin hendi (Turecki og Brent, 2016) en slíkur vandi eykur hins vegar líkurnar á sjálfsvígi (Baldwin o.fl., 2017; Clapperton o.fl., 2019; Oppong o.fl., 2017; Owusu-Ansah o.fl., 2020). Einstaklingar með takmarkað stuðningsnet sem glíma við félagsfælni, hafa orðið fyrir einelti, kynferðisofbeldi, upplifað skyndilegan eða erfiðan missi, eru með langvinna verki eða þjást af offitu, eru í aukinni hættu á að taka eigið líf (Bryan o.fl., 2017; Campisi o.fl., 2020; Knopf, 2017; Oppong o.fl., 2017; Turecki og Brent, 2016). Auk þess teljast fíkniefnaneysla, mikil áfengisneysla og lélegt aðgengi að heilbrigðis- og velferðarþjónustu til áhættuþátta (Clapperton o.fl., 2019; Rana o.fl., 2017), svo og bág félagsleg staða og lágt menntunarstig (Lorant o.fl., 2018). Ungir karlmenn eiga frekar á hættu að taka eigið líf í samanburði við konur en þær eru aftur á móti líklegri til að glíma við sjálfsvígshugsanir og að gera tilraunir til sjálfsvígs (Campisi o.fl., 2020; Murphy o.fl., 2021; Roh o.fl., 2018). Sorg er skilgreind sem eðlileg, sálræn og tilfinningaleg viðbrögð við missi. Ekki er um að ræða tiltekið ástand heldur ákveðið ferli en sorgarviðbrögð og sorgarúrvinnsla eru einstaklingsbundin og þarfir aðstandenda í kjölfar sjálfsvíga geta þannig verið margvíslegar (Castelli Dransart, 2017). Sé ekki unnið úr sorginni getur hún komið niður á heilsufari eftirlifenda og valdið þeim svefnleysi, kvíða og þunglyndi (Entilli o.fl., 2021a). Sorgarviðbrögð eru einstaklingsbundin og haldast í hendur við það hve sterk tengsl voru á milli þess sem syrgir og hins látna (Cerel o.fl., 2019; Kawashima og Kawano, 2019; Mughal o.fl., 2021). Vitað er að sorgarferlið verður iðulega erfiðara og tekur lengri tíma þegar andlát ástvinar ber að með skyndilegum hætti (Feigelman o.fl., 2018; Jordan, 2020; Mughal o.fl., 2021). Þá getur munur verið á sorgarferli aðstandenda eftir því hvort um er að ræða ástvinamissi vegna Höfundar ELÍN ÁRDÍS BJÖRNSDÓTTIR útskrifuð með meistaragráðu í heilbrigðis- vísindum frá Háskólanum á Akureyri, starfandi deildarstjóri við Heilsugæslu HSN á Sauðárkróki SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR prófessor við Háskólann á Akureyri SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR prófessor við Háskólann á Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.