Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 40
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Krefjandi og flókin sorg: Að lifa af sjálfsvíg dóttur eða sonar sjálfsvígs eða af náttúrulegum orsökum (Jordan, 2020; Tal o.fl., 2017). Þegar um sjálfsvíg er að ræða upplifa eftirlifendur oft áfallastreituröskun og glíma jafnvel sjálfir við sjálfsvígshugsanir (Jordan, 2020; Tal o.fl., 2017; Wagner o.fl., 2021). Þá hafa fundist tengsl á milli líkamlegrar heilsu og sjálfsvígsmissis. Eftirlifandi fjölskyldumeðlimir eru þannig líklegri til að upplifa verri almenna heilsu, verki og líkamlega sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýsting, sykursýki og langvinna lungnateppu (Spillane o.fl., 2017). Þá benda rannsóknarniðurstöður til að eitt sjálfsvíg snerti allt að 135 einstaklinga en ekki aðeins sex líkt og lengi var talið (Cerel o.fl., 2019; Feigelman o.fl., 2018). Þótt flestir upplifi eðlileg sorgarviðbrögð sem yfirleitt dvína á nokkrum mánuðum eftir andlát (Castelli Dransart, 2017; Mughal o.fl., 2021) er einnig hópur sem upplifir svokallaða flókna sorg, viðvarandi sorgarástand sem kemur í veg fyrir að syrgjandinn jafni sig, sem veldur því að viðkomandi þarf meiri stuðning til að vinna sig í gegnum sorgina (Mughal o.fl., 2021). Tal og félagar (2017) báru saman flókna sorg eftir sjálfsvígsmissi og aðrar dánarorsakir sem valdið geta flókinni sorg, svo sem slys og morð. Þau sem voru að glíma við flókna sorg eftir sjálfsvígsmissi höfðu hærra hlutfall þunglyndis og glímdu frekar við sjálfsásakandi hugsanir og skerta vinnugetu. Foreldrar eru yfirleitt þeir sem ganga í gegnum flóknasta og erfiðasta sorgarferlið í kjölfar sjálfsvígs (Castelli Dransart, 2017; Kawashima og Kawano, 2019; Shields o.fl., 2019) og þeir eru uppteknir af því að leita að ástæðum fyrir sjálfsvíginu (Jordan, 2020). Samkvæmt niðurstöðum langtímarannsóknar Entilli o.fl. (2021a) tekur það stóran hluta foreldra um tvö ár að vinna sig á þann stað í sorgarferlinu að geta hugleitt sjálfsvígið, sett það í samhengi og gefið því ákveðna merkingu. Slík sorgarúrvinnsla getur skipt sköpum fyrir foreldra og gert þeim kleift að ná innri sátt (Jordan, 2020; Kawashima og Kawano, 2019). Í kjölfar skyndilegs dauðsfalls eins og þegar um sjálfsvíg er að ræða, eiga eftirlifendur oft í erfiðleikum með að leita sér sjálfir aðstoðar, jafnvel þótt þeir viti hvar hana er að finna. Andleg heilsa, lost, skömm og jafnvel fjárhagur viðkomandi spila þar inn í (Entilli o.fl., 2021b; Nic an Fhailí o.fl., 2016; Pitman o.fl., 2018). Því er mikilvægt að aðstandendur syrgjenda eða heilbrigðiskerfið sé tilbúið að grípa inn í aðstæður. Sumir sem upplifað hafa missi sem þennan hafa þörf fyrir að tala opinskátt um atburðinn á meðan aðrir kjósa að tjá sig lítið sem ekkert um hann við aðra (Castelli Dransart, 2017). Vitneskjan um að stuðningur sé hins vegar ávallt í boði óháð því hversu langt er liðið frá atburðinum og jafnvel þótt hann hafi verið afþakkaður í upphafi, skiptir sköpum fyrir syrgjendur (Pitman o.fl., 2018). Stuðningurinn getur komið úr nánasta hring eftirlifenda eða annars staðar úr samfélaginu, verið óformlegur eða inntur af hendi fagaðila (Castelli Dransart, 2017). Mörgum reynist hins vegar erfiðara og óþægilegra að veita slíkan stuðning þegar dauðsfall er af völdum sjálfsvígs en af öðrum orsökum. Á það sér í lagi við þegar viðkomandi hefur ekki sams konar reynslu að baki (Entilli o.fl., 2021b; Pitman o.fl., 2017; Wainwright o.fl., 2020). Í þeim tilvikum hafa jafningjastuðningur og stuðningshópar reynst mörgum hjálplegir og jafnvel ómissandi (Shields o.fl., 2019), einkum meðal einstaklinga með takmarkað stuðningsnet (Entilli o.fl., 2021b). Slíkur stuðningur er ýmist í boði í eigin persónu eða í gegnum vefinn (Wainwright o.fl., 2020; Walker, 2017). Í báðum tilfellum er um að ræða einstaklinga með ólíkan bakgrunn (Walker, 2017), sem gengið hafa í gegnum sambærilega atburði og upplifað sams konar tilfinningar en eru jafnframt á mismunandi stað í sorgarferlinu (Shields o.fl., 2019). Slíkur stuðningur veitir syrgjendum þá tilfinningu að þeir þurfi hvorki að óttast viðbrögð né dómhörku annarra og að þeir séu ekki einir í þessum sporum. Það veitir þeim líka þá von að hægt sé að vinna sig í gegnum sorgina (Jordan, 2020; Wainwright o.fl., 2020). Aftur á móti virðist sem visst skilningsleysi ríki, bæði meðal almennings og fagaðila, hvað teljist hjálplegt þegar kemur að því að mæta syrgjendum í kjölfar sjálfsvígs (Pitman o.fl., 2018), auk þess sem óskýrt er hvaðan faglegur stuðningur eigi að koma í upphafi og hver eigi að hafa frumkvæðið. Heilsugæslan er almennt talin eiga að vera fyrsti viðkomustaður einstaklings í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna þykir mörgum aðstandendum réttast að það sé í höndum heilsugæslunnar að taka fyrsta skrefið í samskiptum við eftirlifendur eftir sjálfsvíg þar sem boðið væri upp á aðstoð og stuðning ásamt því að veita gagnlegar upplýsingar (Nic an Fhailí o.fl., 2016; Wainwright o.fl., 2020). Erfitt getur verið að framfylgja því að einhver úr heilbrigðiskerfinu hafi frumkvæði að samskiptum ef heilbrigðiskerfið fær ekki vitneskju um sjálfsvígið (Foggin o.fl., 2016), en í mörgum tilfellum býr starfsfólk heilsugæslunnar yfir ýmsum úrræðum sem nýst geta syrgjendum og beint þeim í ákveðnar áttir eftir frekari stuðning eða fræðslu (Jordan, 2020). Hins vegar eru aðrir sem telja sig misjafnlega vel í stakk búna til aðstoða eftirlifendur í tilfellum sem þessum. Sumir upplifa bjargarleysi varðandi rétt viðbrögð og úrræði, vita ekki hvert þeir geta vísað skjólstæðingum sínum og bera jafnvel fyrir sig tímaskorti, þar sem hverjum skjólstæðingi er iðulega aðeins úthlutað skömmum tíma. Þá er misjafnt hvort læknunum finnist það vera þeirra að taka af skarið og setja sig í samband við eftirlifendur (Foggin o.fl., 2016). Í rannsókn Entilli og félaga (2021b) kom fram að einungis 15,2% þátttakenda voru að fyrra bragði boðin aðstoð frá geðheilbrigðisþjónustu eftir sjálfsvíg náins aðila en 90% þeirra voru ánægðir með og þakklátir fyrir þá þjónustu. Þá getur reynsla eftirlifenda af heilbrigðiskerfinu verið ólík. Niðurstöður úr rýnihópaviðtölum Nic an Fhailí og félaga (2016) benda til þess að flestir séu ánægðir með heilsugæslulækna sína þegar kom að því að veita stuðning og jafnvel eiga frumkvæði að samskiptum í aðstæðum sem þessum. Dæmi eru þó um að aðstandendur upplifi að fagaðilar sem þeir hitta í kjölfar sjálfsvígs skorti þekkingu, samhygð, forðist að ræða dauðann eða átti sig ekki á því að þeir séu hjálparþurfi (Pitman o.fl., 2018; Wainwright o.fl., 2020). Einnig er algengt að foreldrar upplifi vonbrigði og vanmátt gagnvart heilbrigðiskerfinu í kjölfar missis og leggi þar af leiðandi ekki eins mikið traust á það og áður, jafnvel gagnvart sinni eigin heilsu hvort heldur er líkamlegri eða andlegri (Entilli o.fl., 2021a). Íslensk rannsókn frá árinu 2001 sýndi að stuðningur og úrræði í kjölfar sjálfsvígs ástvinar voru lítil sem engin hérlendis um síðustu aldamót (Wilhelm Norðfjörð, 2001). Lítið er vitað um reynslu foreldra í dag. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu foreldra af sjálfsvígi dóttur eða sonar, aðdraganda þess, áhrifunum á heilsu foreldranna ásamt sorgarúrvinnslunni í kjölfarið og þeirri þjónustu sem þeim stóð til boða. Meginrannsóknar- spurningin var: Hver er reynsla foreldra af sjálfsvígi dóttur eða sonar? Undirspurningarnar voru: Hver var aðdragandinn? Hver voru áhrifin á heilsu þeirra og líðan? Hvernig var sorgarferlið og hver er reynsla þeirra af þeirri þjónustu sem þeim stóð til boða?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.