Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 42
40 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Réttmæti og áreiðanleiki rannsóknarinnar Í rannsókninni var leitast við að efla réttmæti og áreiðanleika með því að kafa í rannsóknargögnin og leyfa þeim að lifa með sér og halda áfram gagnasöfnun þar til mettun var náð og hægt var að svara rannsóknarspurningunni. Allir foreldrarnir komu í gegnum Píeta samtökin. Sú staðreynd getur valdið því að úrtakið teljist einsleitt (Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2021), til dæmis að foreldrarnir hafi sótt aðstoð við sorgar- úrvinnslu sína, sem er aðferðafræðilegur veikleiki rannsóknar- innar. Siðfræðilegar vangaveltur Áður en rannsókn hófst voru foreldrarnir upplýstir um í hverju þátttaka þeirra fælist og hvernig upplýsingar sem þeim tengdust yrðu notaðar. Foreldrunum voru afhent kynningarbréf, þeir skrifuðu undir upplýst samþykki og var jafnframt boðið að lesa yfir þau gögn sem tengdust þeim áður en niðurstöður voru birtar. Úrskurður Vísindasiðanefndar var að ekki þyrfti leyfi nefndar- innar fyrir rannsókninni. NIÐURSTÖÐUR Foreldrarnir lýstu reynslu sinni af sjálfsvígi dóttur eða sonar og áhrifum þess. Þeir lýstu aðdragandanum, reynslu sinni af áfallinu sem fylgdi í kjölfar þess, áhrifum á heilsu þeirra og líðan, eigin sorgarviðbrögðum og því sorgarferli sem við tók, ásamt reynslu sinni af stuðningi og stuðningsleysi í kjölfarið. Yfirþema rannsóknarinnar er krefjandi lífsreynsla og flókin sorg sem lýsir vegferð þeirra í hnotskurn. Á mynd 2 er yfirlit yfir meginrannsóknarniðurstöður. Aðdragandinn: „Það voru erfiðleikar“ Í öllum tilfellum nema einu var sjáanlegur aðdragandi að sjálfsvígunum, svo sem fíknivandi, hegðunarvandi, félagslegir erfiðleikar, misnotkun og þunglyndi. Dæmi voru um sjálfsskaðandi hegðun, í þremur tilvikum voru hótanir um sjálfsvíg og í þremur tilvikum hafði viðkomandi gert tilraun til sjálfsvígs. Í engu tilfelli grunaði þó foreldra að dóttir/sonur þeirra myndi taka eigið líf. Sonur Örnu hafði leiðst út í fíkniefnaneyslu og var hugsanlega með geðklofasjúkdóm á byrjunarstigi þegar hann fannst látinn. Sonur Brynju var með fjölmargar greiningar, mikinn hegðunarvanda, gekk illa að fóta sig í skólakerfinu og átti erfitt með skap. Spurð út í aðdraganda að sjálfsvíginu sagði Brynja: „Það var farið að ganga aðeins betur þannig að ég var hætt að fylgjast eins vel með.“ Í tilfelli sonar Sunnu var enginn sjáanlegur aðdragandi að sjálfsvíginu, honum gekk vel í því sem hann tók sér fyrir hendur, var reglusamur og engin andleg veikindi. Hann fór út að skemmta sér og var komið að honum látnum á heimilinu daginn eftir. Upplifun af áfallinu: „Krefjandi lífsreynsla“ Upplifun af sjálfsvíginu var sambærileg hjá öllum foreldrunum, þeim fannst þetta krefjandi lífsreynsla. Í tilfelli Helenu og Þórs hringdi óeinkennisklæddur lögreglumaður dyrabjöllunni um klukkan sjö á mánudagsmorgni og sagði við Helenu: „Mér þykir leitt að þurfa að segja þér það en sonur þinn er dáinn.“ Þau gleyma þessum orðum aldrei og segja þetta hafa verið „ótrúlegt sjokk“, mikið áfall og óraunverulegt. Helena sagði: ,,Ég var svolítið undrandi á því að lögreglumaðurinn var einn að tilkynna, það var hvorki prestur né sálfræðingur með honum.“ Lögreglumaðurinn staldraði stutt við, gaf foreldrunum helstu upplýsingar og var svo farinn. Þau sátu eftir í áfalli, eftirfylgnin í kjölfarið var engin og þetta var allt og sumt sem hið opinbera veitti þeim; tilkynningu um andlátið. Iðunni og Jóni fannst veröldin hrynja á sekúndubroti. Katrín sagði atburðinn mjög „súrrealískan“ en jafnframt var dauðinn svo endanlegur: ,,Það sem er svo skrítið við þetta er að endanleikinn var einhvern veginn bara algjör strax, það var ekkert en eitthvað eða hvað ef ...“ Upplifun Helenu og Þórs af sjálfsvíginu var í fyrstu mikið áfall og atburðurinn var mjög óraunverulegur. Tímabilið fyrst á eftir var þokukennt og þau tóku einn dag í einu. Foreldrarnir voru allir á einu máli um að þeir upplifðu ekki skömm tengda ákvörðun barna sinna um að binda enda á eigið líf en um leið voru flest haldin mikilli sektarkennd. Brynja ýtti þó skömminni frá sér strax. Hún hafði orðið vitni að þögn, skömm og afneitun vegna sjálfsvíga og ákvað að þannig myndu hennar viðbrögð ekki verða. Hún taldi hins vegar kerfið hafa brugðist fjölskyldunni. Áhrif á líkamlega og andlega heilsu: „Sálarlífið og líkaminn hrundu“ Sjálfsvígið hafði ekki aðeins áhrif á andlega líðan foreldranna, heldur töluðu þeir einnig um líkamleg einkenni líkt og að ná ekki viðunandi svefni, að geta ekki nærst, minnkaða matarlyst, orkuleysi og erfiðleika með hugarstarf. Valdís og Hrafn sögðust ekki hafa haft nokkra löngun í mat og í raun ekki haft nokkra getu til þess að hugsa um sig nema aðeins það allra nauðsynlegasta: ,,Maður var bara dofinn, það var keypt allskyns rusl í matinn svo að við myndum borða, því matarlystin var engin.“ Katrín sagðist hafa upplifað áfallið og sorgina mjög líkamlega. Hún lýsti því svo: „Mér fannst ég þurfa að halda mér í fyrstu dagana, þurfti að halda mér í veggi og stiga þegar ég var að ganga, þurfti að halda í eitthvað. Þegar það kemur bakslag í sorginni þá kemur alltaf þessi tilfinning að ég þurfi að halda í eitthvað.“ Helena og Þór lýstu sterkum líkamlegum einkennum. Bæði fundu þau fyrir verkjum í líkamanum, í hjartanu og meltingarfærunum. Helena sagði: „Þetta hefur áhrif á heilsuna, svona sjokk.“ Þór fékk líkamlegan sjúkdóm og þurfti að fara í aðgerð skömmu eftir áfallið og Helena tapaði öllu líkamlegu þreki. Hún lýsti lélegu skammtímaminni hjá þeim báðum eftir sjálfsvígið. Iðunn var verkjuð alls staðar, var með kviðverki og viðvarandi kvíðahnút í maganum, auk þess sem töluverður ruglingur varð á svefni: ,,Svo fékk ég svona grátköst sem bara allt í einu helltust yfir mig. Ég bara grét og grét og grét og svo fékk ég rosalegan höfuðverk.“ Jón sagðist í sjálfu sér alltaf hafa náð svefni en einkennin í hans tilfelli voru frekar að hann var grátgjarn, sorgmæddur og dapur. Valdís Krefjandi og flókin sorg: Að lifa af sjálfsvíg dóttur eða sonar Mynd 2. Yfirlit yfir rannsóknarniðurstöður Forsagan „Það voru erfiðleikar“ t.d. sjálfsvísgstilraun, sjálfsvígshótanir og sjálfsskaðahegðun Niðurbrot foreldra Niðurbrot líkama, huga og anda t.d. verkir, kvíði og þunglyndi, skammtímaminnis og líkamlegs þreks. Eiga í erfiðleikum með að sinna verkefnum sem krefjast einbeitingar Sjálfsvígið leiddi til „gífurlegs lamandi áfalls“ foreldra og „óraunveruleika- tilfinningar“ sem síðar leiddi til „dofa“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.