Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 44
42 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 hefði verið boðin aðstoð og að brugðist hefði verið við að fyrra bragði með upplýsingagjöf og einstaklingsmiðuðum stuðningi því þörfin var virkilega til staðar. Foreldrunum fannst heilbrigðiskerfið ekki veita þeim stuðning á skipulagðan hátt og nefndu takmarkaða upplýsingagjöf í kjölfar atburðarins og fannst enginn á vegum heilbrigðiskerfisins grípa þá í áfallinu og reynast hjálplegur. Þetta samræmist niðurstöðum Foggin og félaga (2016) en fjölskyldur sem tóku þátt í rannsókn þeirra fannst heilbrigðisstarfsfólk og lögregla hafa brugðist sér. Rannsóknarniðurstöður þeirra sýna að ákall frá aðstandendum um þjónustu, úrræði og bjargráð eru töluverð en upplifunin sé aftur á móti sú að áhuga- eða úrræðaleysi innan heilbrigðiskerfisins ráði ríkjum. Frásagnir foreldranna í þessari rannsókn benda til sambærilegrar upplifunar hérlendis. Hlutverk heilbrigðiskerfisins þegar kemur að því að veita aðstandendum stuðning í kjölfar sjálfsvígs virðist ekki skýrt hér á landi og ekki eru til vinnuleiðbeiningar og verkferlar um það hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur aðstoðað aðstandendur í svo flóknum aðstæðum. Af þessu að dæma er nauðsynlegt að koma upp skilvirkara kerfi og þar með verkferlum meðal starfsfólks heilbrigðiskerfisins sem styður betur við aðstandendur í þessum tilfellum. Erlendar rannsóknir sýna að heilbrigðisstarfsfólk vill aðstoða en virðist vera tvístígandi í því nákvæmlega hvernig það eigi að bera sig að og hverjar þarfir aðstandenda séu (Foggin o.fl., 2016; Pitman o.fl., 2018; Wainwright o.fl., 2020). Lögreglan kemur að öllum sjálfsvígum og vildu foreldrarnir meina að hún væri best til þess fallin að koma upplýsingum áleiðis til viðeigandi aðila sem myndu bjóða foreldrum og fjölskyldu hins látna stuðning. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna þykir mörgum aðstandendum réttast að það sé í höndum heilsugæslunnar að taka fyrsta skrefið í samskiptum eftir sjálfsvíg, þar sem heilsugæslan er almennt sögð eiga að vera fyrsti viðkomustaður einstaklings í heilbrigðiskerfinu. Þaðan yrði haft samband, boðið upp á aðstoð og stuðning ásamt því að veita aðrar gagnlegar upplýsingar til dæmis um áframhaldandi stuðning (Nic an Fhailí o.fl., 2016; Wainwright o.fl., 2020). Allir foreldrarnir í þessari rannsókn viðruðu þá hugmynd að þverfaglegt teymi yrði virkjað þegar sjálfsvíg eiga sér stað. Að mati rannsakenda væri vettvangur heilsugæslunnar á Íslandi best til þess fallinn að sinna verkferlum með teymi eða annars konar stuðningi við aðstandendur sem missa í sjálfsvígi, þar sem heilsugæslustöðvar eru staðsettar um allt land. Víða um heim eru starfrækt samtök til forvarnar og stuðnings við eftirlifendur þeirra sem láta lífið í sjálfsvígi og eru Píeta samtökin á Íslandi sambærileg þeim. Þeir foreldrar sem nýlega höfðu upplifað missi töldu upp marga kosti samtakanna en töldu jafnframt að heilbrigðiskerfið ætti að gegna lykilhlutverki í stuðningi við aðstandendur og ítrekuðu að stuðningurinn yrði að vera langtímaúrræði og byggður á þörfum eftirlifenda. Þá er vert að nefna að til eru handbækur til sjálfshjálpar fyrir aðstandendur sem hafa misst ástvin vegna sjálfsvígs (Biskupsstofa og Skálholtsútgáfan, 2009) en rannsakendur telja að þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsfólks sem kæmi að því að styðja aðstandendur strax í upphafi og áfram í sorgarferlinu gæti reynst mjög hjálplegt. Þverfagleg vinnubrögð þar sem þjónustuþegi hefur aðgang að fagaðilum með mismunandi bakgrunn gæti verið lykillinn að bættri líðan foreldra. Slíkt teymi gæti verið starfrækt í fleiri tilfellum en sjálfsvígum, en skýrir vinnuferlar þyrftu að vera til staðar til þess að marka þætti líkt og hverjir tilheyra teyminu, hvaða þjónustu fagaðilar veita, hve lengi og hve oft. Rannsóknir styðja aðkomu heilbrigðisstarfsfólks í stuðningi eftir sjálfsvíg (Nic an Fhailí o.fl., 2016). Mikilvægt er þó að horfa til bakgrunns einstaklinga sem veita umræddan stuðning og stuðla að einstaklingsmiðuðum stuðningi til að mæta þörfum og óskum hvers og eins, til dæmis hvað varðar ólík trúarbrögð. Margar þær tilvistarspurningar sem eftirlifendur hafa er best svarað í samræðum við viðkomandi presta (Jordan, 2020). Líkt og niðurstöður sýna eru prestar virkir aðilar í tilkynningum ásamt lögreglunni og þyrftu þeir að vera hluti af þverfaglegu viðbragðsteymi. Teymið ætti ávallt að starfa með það að leiðarljósi að aðstandendur séu miðpunktur þjónustunnar og því þarf þjónustan að vera einstaklingsmiðuð. Þjónustuþeginn ætti að geta nýtt sér hæfni og þjónustu fagfólks úr teyminu á hvaða tímapunkti sem er í sorgarferlinu því þannig er líklegra að sorgarúrvinnsla eftirlifenda verði markvissari. Heilsugæslustöðvarnar geta haft val um það hverjir tilheyra viðbragðsteyminu á hverri starfsstöð, því mannafli getur verið misjafn milli landssvæða. Höfundar leggja til að unnið verði viðurkennt gæðaskjal af faghópi sem nýtist heilbrigðisstofnunum landsins og að í því verði fjallað um það hvernig best er að veita aðstoð og þjónustu við aðstandendur í skyndilegum dauðsföllum eins og sjálfsvígum. Sorg eftir andlát dóttur/sonar er ævilangt ferli og stuðningur er oft talinn mikilvægasti þátturinn í að takast á við þá flóknu og langvinnu sorg (Raitio o.fl., 2015). ÁLYKTANIR OG LOKAORÐ Þátttakendur í rannsókninni lýstu reynslu sinni af sjálfsvígi sonar/ dóttur sem krefjandi lífsreynslu og að sorg þeirra hafi verið langvinn og flókin og afleiðingarnar langvarandi fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Rannsakendur álykta út frá niðurstöðum að móta þurfi skýrar verklagsreglur varðandi stuðning við þennan hóp syrgjenda, bæði innan trúarsamfélaga, heilbrigðiskerfisins og löggæslunnar en þau kerfi voru einna helst nefnd í tengslum við stuðning og úrræði. Það er enn fremur ályktun höfunda að heilbrigðiskerfið gæti verið einna best til þess fallið að grípa aðstandendur eftir sjálfsvíg með úrræðum sem miða að þörfum hvers og eins. Fólk í áfalli er ekki í stakk búið til þess að leita sjálft að úrræðum að eigin frumkvæði. Þjónustan þarf að vera í boði, sýnileg og aðgengileg. STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR Rannsóknin veitir sýn á þá mannlegu reynslu að missa son eða dóttur vegna sjálfsvígs sem geta hjálpað hjúkrunarfræðingum í heildrænni umönnun og fjölskylduhjúkrun. Það er hins vegar takmörkun að ekki er hægt að alhæfa neitt um niðurstöður enda er það ekki markmið fyrirbærafræði heldur að auka og dýpka þekkingu á þessari krefjandi reynslu. ÞAKKIR Höfundar þakka foreldrunum sem tóku þátt í rannsókninni fyrir að deila reynslu sinni og veita þannig mikilvægar upplýsingar sem nýst geta þeim sem styðja vilja foreldra sem lenda í þessari krefjandi lífsreynslu. Krefjandi og flókin sorg: Að lifa af sjálfsvíg dóttur eða sonar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.