Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 48
46 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Ritrýnd grein | Peer review Hæfni hjúkrunarfæðinemenda á lokaári og ári eftir útskrift, námsumhverfi og áhrif þess á hæfnina: Lýsandi ferilrannsókn ÚTDRÁTTUR Tilgangur Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna almenna hæfni, siðferðilega hæfni og siðferðisstyrk í hjúkrun meðal íslenskra hjúkrunarfræðinemenda á lokaári og ári eftir útskrift. Jafnframt að lýsa mati þeirra á námsumhverfi sínu, meðal annars líðan í klínísku námi og hæfni hjúkrunarkennara auk þess að skoða samband þessara þátta. Aðferð Rannsóknin var lýsandi ferilrannsókn og var gagna aflað rafrænt hjá hjúkrunarfræðinemendum (N=117) á Íslandi sem útskrifuðust árið 2019. Notað var matstækið Nurse Competence Scale (IS-NCS) sem inniheldur 73 atriði og skiptist í sjö hæfniþætti (umönnunarhlutverk, kennslu- og leiðbeinendahlutverk, greiningarhlutverk, stjórnun í aðstæðum, hjúkrunaríhlutanir, tryggingu gæða og starfshlutverk). Hæfni var mæld á kvarða 0 (mjög lítil hæfni) til 100 (mjög mikil hæfni) fyrir hvert atriði. Siðferðisstyrkur við hjúkrun var mældur á kvarða 0 (lítill) til 100 (mikill). Námsumhverfi var mælt með matstækjunum Clinical Learning Environment Supervision and Nurse Teacher Scale og Tool for Evaluation of Requirments of Nurse Educator, auk fleiri spurninga. Gögn voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður Svörun hjúkrunarfræðinemenda var 55% (n=64) og 59% (n=33) ári eftir útskrift. Ekki var marktækur munur á sjálfmetinni hæfni milli mælinga. Í námi var meðalhæfnin 69,1 (sf=11,5), mest í greiningarhlutverki (M=75,6) og minnst í kennslu- og leiðbeinendahlutverki (M=66,3). Ári eftir útskrift mældist meðalhæfni 68,5 (sf=12,3), mest í umönnunarhlutverki (M=78,2) og minnst í tryggingu gæða (M=63,9). Meðaltal sjálfmetins siðferðisstyrks við hjúkrun var ágætt (M frá 69,3 til 76,0). Almennt mátu nemendur námsumhverfi gott og voru ánægðir með fræðilegt og klínískt nám. Marktæk jákvæð fylgni var á milli heildarkvarða og flestra undirkvarða IS-NCS við sjálfmetinn siðferðisstyrk við hjúkrun. Ályktun Niðurstöður sýna að námsumhverfi stuðlar að góðri hæfni að mati hjúkrunarfræðinga og að nemendur meta námsumhverfi sitt og eigin hæfni við útskrift og ári síðar góða. Einnig má álykta að námið ýti undir siðferðilegan undirbúning meðan á námi stendur og eftir að því lýkur. Lykilorð Hjúkrunarfræðinemendur, hæfni, hjúkrunarnám, siðferðisstyrkur, námsumhverfi. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Nýjungar: Hæfni íslenskra hjúkrunarfræði- nemenda á lokaári og ári eftir útskrift hefur ekki verið könnuð áður. Hagnýting: Mikilvægt er að þekkja mat nemenda og nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni til að geta þróað námið út frá mati þeirra. Þekking: Nemendur og nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar meta hæfni sína minni en hjúkrunarfræðingar með lengri starfsreynslu; trygging gæða er sú hæfni sem allar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðingar og nemendur meta minnsta hjá sér. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Skoða þarf vel hæfniþætti sem hjúkrunar- fræðingar meta lélega hjá sér og skoða störf og starfsþróun hjúkrunarfræðinga byggt á því. doi: 10.33112/th.100.1.7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.