Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 51
49 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin var lýsandi ferilrannsókn og var gögnum safnað frá 15.11.2018 til 21.03.2019 og ári síðar eða 30.11.2019 til 30.04.2020. Úrtak og gagnasöfnun Öllum hjúkrunarfræðinemendum (N=117) við HÍ og HA sem útskrifuðust vorið 2019 var boðin þátttaka þegar þeir voru í síðustu námsdvöl á sjúkradeild, þeim sem svöruðu var boðin þátttaka aftur ári eftir útskrift. Gagna frá nemendum var aflað rafrænt með forritinu RedCap og voru netföng fengin hjá deildarskrifstofum háskóladeildanna. Tvær áminningar voru sendar þeim sem ekki svöruðu. Mælitæki Almenn hæfni Hæfni var metin með matstækinu Hæfni hjúkrunarfræðinga (IS-NCS- e. Nurse Competence Scale (NCS)) (Meretoja o.fl., 2004). Það skiptist í 7 hæfniþætti (alls 73 atriði): umönnunarhlutverk (7 atriði), kennslu- og leiðbeinandahlutverk (16 atriði), greiningarhlutverk (7 atriði), stjórnun í aðstæðum (8 atriði), hjúkrunaríhlutanir (10 atriði), trygging gæða (6 atriði) og starfshlutverk (19 atriði). Hæfnin er metin á 10 cm sjónmats- kvarða sem merktur er á sitt hvorum enda með 0 (=mjög lítil hæfni) og 100 (=mjög mikil hæfni) (Meretoja o.fl., 2004). Gildi <25 flokkast sem léleg hæfni, 26 til 50 sem frekar góð hæfni, 51 til 75 sem góð hæfni og 76-100 sem mjög mikil hæfni. Próffræðilegir eiginleikar NCS hafa reynst fullnægjandi (Flinkman o.fl., 2017; Meretoja o.fl., 2004). IS-NCS hefur verið notað í þremur rann- sóknum hérlendis og innri áreiðanleiki heildarlista og undirlista var á bilinu 0,72-0,98. Nánari lýsingu á þýðingu og hæfniþáttum er að finna þar (Dóra Björnsdóttir, 2015; Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir, 2018; Brynja Ingadóttir o.fl., 2019). Siðferðisstyrkur Siðferðisstyrkur var metinn með þrem spurningum sem fengnar voru úr mælitækinu the Nurses’ Moral Courage Scale (Numminen Tafla 2. Hæfniviðmið B.S.-náms í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri Hæfniviðmið hjúkrunarfræðináms við Háskóla Íslands Hæfniviðmið hjúkrunarfræðináms við Háskólann á Akureyri Þekking Að loknu námi: 1.1 getur nemandi gert grein fyrir margbreytileika mannsins, heilsu og sjúk- dómum og samspili umhverfis, menningar, náttúru og manns í hnattrænu samhengi. 1.2 getur nemandi lýst grundvallar kenningum og hugtökum hjúkrunarfræðinnar, siðareglum hjúkrunarfræðinga og hlutverki hjúkrunarfræðinga í heilbrigðis- þjónustu. 1.3 hefur nemandi tileinkað sér almenna þekkingu í grunngreinum hugvísinda, sálar- og félagsfræði og líf- og heilbrigðisvísinda sem hjúkrunarfræði byggir á. 1.4 hefur nemandi öðlast innsýn í hvernig tækni og nýsköpun getur nýst til að bæta gæði hjúkrunar. 1.5 hefur nemandi þekkingu á mikilvægi þess að tileinka sér nákvæm og vönduð vinnubrögð til að tryggja eigið öryggi sem og sjúklinga. 1.6 hefur nemandi tileinkað sér fræðileg vinnubrögð og gagnreynda hjúkrunar- þekkingu, auk skilnings á aðferða- og tölfræði. Að loknu námi skal nemandi: • hafa víðtæka þekkingu og skilning á manninum, heilbrigðum og sjúkum og þekkja mikilvægi heildrænnar hjúkrunar einstaklinga, fjölskyldu og samfélags. • þekkja uppbyggingu og stjórnskipulag heilbrigðisþjónustunnar, notkun hennar, þýðingu og mat á árangri. • þekkja leiðir til þess að rækta sjálfan sig sem persónu og hjúkrunarfræðing. • hafa vitneskju um nýjustu þekkingu innan hjúkrunarfræði og vera meðvitaður um mikilvægi rannsókna. • þekkja undirstöðuatriði leitar-og upplýsingatækni. Leikni Að loknu námi getur nemandi: 2.1 greint hjúkrunarþarfir sjúklings, lagt fram rökstudda áætlun um hjúkrunar- meðferðir, séð til þess að þær séu framkvæmdar og árangur þeirra metinn. 2.2 beitt gagnreyndri hjúkrun sem felur í sér að finna, meta á gagnrýninn hátt og nýta í klínískum tilgangi, töluleg gögn, rannsóknaniðurstöður og klínískar leiðbeiningar. 2.3 leitt og stjórnað hjúkrun einstakra sjúklinga og sjúklingahópa á áranguríkan hátt í samstarfi við aðra innan hjúkrunar og þverfaglega. 2.4 notað helstu tækni og tæki sem notuð eru af hjúkrunarfræðingum við greiningu og meðferð. 2.5 beitt gagnrýnni og skapandi hugsun sem leitt getur til nýjunga og umbóta í hjúkrun sjúklinga. 2.6 beitt fræðilegum vinnubrögðum þar sem honum tekst að greina afmarkað við- fangsefni hjúkrunar, afla gildra heimilda um það, greina þær og nýta og leggja fram gagnrýna samantekt um efnið. Að loknu námi skal nemandi: • vera fær um öguð og nákvæm vinnubrögð. • geta lagt sjálfstætt mat á ástand, þarfir og viðbrögð skjólstæðinga og tekið rökstuddar, klínískar ákvarðanir byggðar á fræðilegri þekkingu. • vera fær um að setja markmið, meta fræðsluþarfir, fræða einstaklinga og hópa og meta árangur fræðslu. • geta greint hvenær þörf er á upplýsingum og hafa færni til að finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt. • geta notað viðeigandi tækja-tækni-og hugbúnað í námi og starfi. • geta nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á heilbrigðisvísinda- sviði. • geta skráð hjúkrun á kerfisbundinn hátt eftir ákveðnum flokkunarkerfum og fylgt henni eftir. • geta ígrundað á gagnrýninn máta eigin verk og viðbrögð. Hæfni Að loknu námi: 3.1 getur nemandi sett fram hjúkrunaráætlun og veitt gagnreynda hjúkrun á öruggan og árangursríkan hátt, sjálfstætt og í samvinnu við aðra. 3.2 getur nemandi skipulagt, forgangsraðað og stjórnað hjúkrun með siðferðilegri, hnattrænni, menningarnæmri og sjálfbærri nálgun. 3.3 hefur nemandi tileinkað sér fagvitund á sviði hjúkrunar, sem birtist í hlutverki hans sem forsvarsmaður sjúklings og talsmaður hjúkrunar í þverfaglegu sam- starfi. 3.4 getur nemandi tekið virkan þátt í þróun hjúkrunar í samfélaginu, uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar, stefnumótun heilbrigðisyfirvalda og þróun fagfélaga í hjúkrun. 3.5 getur nemandi tileinkað sér nýja þekkingu og aðferðafræði til eigin starfsþró- unar, leiðsagnar nemenda og samstarfsfólks, og þróunar hjúkrunar. 3.6 getur nemandi tekið virkan þátt í rannsókna- og þróunarverkefnum, inn- leiðingu nýjunga og umbótastarfi á sviði heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi skal nemandi: • vera fær um að styrkja og vera talsmaður skjólstæðinga sinna og aðstand- enda þeirra. • hafa þróað með sér sjálfsöryggi, sjálfstæði, innsæi, heilbrigða dómgreind, rökvísi, víðsýni og meðvitund um eigin viðhorf, styrkleika og veikleika. • vera fær um að byggja starf sitt á gagnreyndri þekkingu. • hafa þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan fræðigreinar. • geta tekið virkan þátt í þverfaglegu samstarfi, miðlað reynslu sinni, hug- myndum sínum og kunnáttu og leitt, skipulagt og stjórnað verkhópum innan hjúkrunar. • vera fær um að túlka og kynna fræðileg atriði og rannsóknaniðurstöður í hjúkrunarfræði og tengdum fræðigreinum. • vera fær um að taka siðferðislega ábyrgð og eiga í eflandi samskiptum. Heimildir: Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir kennsluárið 2022–2023 (https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=820256_20226&kennsluar=2022# Mmarkmid) og Náms og kennsluskrá Háskólans á Akureyri 2022 – 2023 (https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=640050_20226 &kennsluar=2022#Mmarkmid)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.