Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 52
50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 o.fl., 2019). Fyrst voru nemendurnir beðnir um að leggja mat á siðferðisstyrk sinn út frá eftirfarandi lýsingu „Siðferðisstyrkur er hæfni hjúkrunarfræðingsins til þess að rökstyðja og verja siðareglur hjúkrunarfræðinga og breyta í samræmi við þær þrátt fyrir að það geti haft fyrirsjáanlegar eða raunverulegar neikvæðar afleiðingar í för með sér“. Svarað var á sjónmatskvarða (VAS) frá 0-100 þar sem 0=ég sýni aldrei siðferðisstyrk þótt aðstæður við hjúkrun krefjist þess og 100=ég sýni alltaf siðferðisstyrk þegar aðstæður við hjúkrun krefjast þess. Þá voru nemendur beðnir um að svara spurningunum: „Hversu örugg(ur) myndir þú segja, að þú sért við að hjúkra sjúklingum í samræmi við siðareglur hjúkrunarfræðinga?“ og „Hversu örugg(ur) myndir þú segja, að þú sért við að hjúkra sjúklingum með ólíkan menningarlegan bakgrunn?“ Svarmöguleikar á VAS frá 0-100 voru frá 0=ég er alls ekki örugg(ur) 100=ég er mjög örugg(ur). Námsumhverfi Breytt útgáfa kvarðans um umsjón með klínísku námsumhverfi (e. Clinical Learning Environment Supervision and Nurse Teacher Scale (CLES-T), (Saarikoski o.fl., 2008) var notuð í fyrsta skipti til að meta námsumhverfi nemenda. Upprunalega kvarðanum var breytt að höfðu samráði við höfund kvarðans til að gera hann hentugri fyrir okkar rannsókn (Strandell-Laine o.fl., 2022). Kvarðinn skiptist í fimm undirkvarða og eru fjórir þeirra notaðir í þessari rannsókn (alls 25 staðhæfingar): námsumhverfi (9 staðhæfingar), stjórnunarhættir deildarstjóra (4 staðhæfingar), hjúkrun á deild (4 staðhæfingar) og samskipti við klínískan kennara (8 staðhæfingar). Svarmöguleikar voru á fimm þrepa Likert-kvarða; 1=algerlega ósammála, 2=frekar ósammála, 3=hvorki sammála né ósammála, 4=frekar sammála, 5=algerlega sammála. Fleiri stig benda til betra kennslufræðilegs umhverfis, betri stjórnunarhátta deildarstjóra, betri hjúkrunar á deildinni og innihaldsríkari samskipta við klínískan kennara. CLES var upphaflega þýddur úr ensku, bakþýddur og forprófaður meðal 84, 2.-4. árs nemenda í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri (Brynja Steinunn Gunnarsdóttir o.fl., 2010). Í þeirri rannsókn reyndist innra réttmæti spurningalistans 0,90 (alfastuðull) sem er sambærilegt og í upprunalegu útgáfu spurningalistans en þar var alfastuðull 0,88 (Saarikoski o.fl., 2008). Í stóru Evrópurannsókninni var alfastuðull breyttu útgáfunnar 0,96 (Strandell-Laine o.fl., 2022). Sex spurningar lutu að reynslu nemenda af kennurum sem sjá um fræðilega kennslu. Spurningarnar byggja á matstæki sem metur hvaða eiginleikum góðir kennarar þurfa að búa yfir (Tool for Evaluation of Requirments of Nurse Educator (Hæfni hjúkrunarkennara, ERNT)). Í upphaflega mælitækinu var spurt um 20 atriði (Salminen, 2000; Salminen o.fl., 2013) en síðar fækkaði höfundur atriðunum í sex (Salminen o.fl., 2021). Sex-atriða innri áreiðanleiki ERNT hefur reynst ágætur (alfastuðul >0,82) og í úrtaki þessarar rannsóknar 0,84. Fleiri stig benda til að kennarinn sé meira hvetjandi í samskiptum við nemendur. Fimm spurningar um samstarf kennara og nemenda í klínísku námi mynda kvarðann „Samstarf kennara og nemenda“(SKN). Einvörðungu nemendur sem greindu frá því að þeir hefðu haft ákveðinn klínískan kennara svöruðu spurningunum. Spurningarnar voru þróaðar af Strandell-Laine (2019) og er innri áreiðanleikinn ágætur og í þessari rannsókn 0,82. Fleiri stig benda til betra samstarfs kennara og nemenda. Nemendur tóku afstöðu til fjögurra fullyrðinga um ánægju með kynningu á deild, eigin vinnu, gæði hjúkrunar og hjúkrunarstarfið í núverandi námsdvöl. Svarmöguleikar voru 1=algerlega ósammála, 2=nokkuð ósammála, 3=nokkuð sammála, 4=algerlega sammála. Fullyrðingarnar voru notaðar í rannsókn Numminen o.fl., (2016). Þrjár spurningar, hannaðar af rannsóknahópnum, lutu að ánægju með hjúkrunarfræðinámið í heild, fræðilega hlið þess og klíníska námið. Svarmöguleikar voru mjög óánægð(ur)=1, óánægð(ur)=2, ánægð(ur)=3, mjög ánægð(ur)=4. Bakgrunnsspurningar Upplýsinga var aflað um aldur, kyn, fyrri reynslu, framtíðaráform (störf erlendis, framhaldsnám, starfsvettvang) og um mat á eigin frammistöðu í námi til þessa (svarmöguleikar: mjög léleg=1, léleg=2, góð=3, frábær=4). Tölfræðileg úrvinnsla Tölfræðiúrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu IBM SPSS Statistics (Útgáfu 28). Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa einkennum úrtaksins. Marktæknimörk voru sett við p<0,05. Reiknað var meðaltal, staðalfrávik og spönn fyrir samfelldar breytur og tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Fyrir úrvinnslu voru svarmöguleikar spurninga um ánægju með kynningu á deild, vinnu nemandans, gæði hjúkrunar og hjúkrunarstarfið endurflokkaðar þannig að algerlega ósammála/nokkuð ósammála var flokkað saman og nokkuð sammála/algerlega sammála saman. Jafnframt voru svör við spurningum um ánægju með hjúkrunarfræðinám í heild, fræðilegan og klínískan hluta þess endurflokkuð og var mjög óánægð(ur)/óánægð(ur) flokkað saman og ánægð(ur)/mjög ánægð(ur) flokkað saman. Reiknað var meðaltal fyrir heildarlista IS-NCS, fyrir hæfniþættina sjö, fyrir hæfni hjúkrunarkennara (ERNT) og samstarf nemenda og kennara. Munur á meðaltölum IS-NCS-heildarlista og fyrir hæfniþættina sjö frá því í síðustu námsdvöl og ári eftir útskrift var metin með Wilcoxon Signed Rank Test sem skoðar mun á meðaltali háðra hópa, Spearmans-ró var notað til að reikna fylgni IS-NCS heildarlista og hæfniþáttanna sjö við samfelldar breytur og Mann-Whitney U-próf til að skoða mun á meðaltölum IS-NCS-heildarlista og hæfniþáttanna sjö við flokkabreytur. Siðfræði Með spurningalistanum fylgdi kynningarbréf um rannsóknina og var litið á skil á listanum sem samþykki fyrir þátttöku. Við- eigandi leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri (14. apríl, 2018), Siðanefnd stjórnsýslurannsókna á Landspítala (7/2018), deildarforseta Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar HÍ og sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs HA. NIÐURSTÖÐUR Bakgrunnsbreytur, siðferðileg hæfni og siðferðisstyrkur hjúkrunar- nemenda í síðustu námsdvöl Svörun hjúkrunarfræðinemenda var 55% (n=64) og ári eftir útskrift 59% (n=33). Meðalaldur nemendanna var 27,2 ár og voru fjórir þeirra karlkyns. Í síðustu námsdvöl mat meirihlutinn frammi- stöðu sína í námi góða/frábæra, hafði reynslu af að starfa í heilbrigðisþjónustu, nefndi hjúkrunarfræði sem fyrsta val í háskólanámi og áætlar að fara í framhaldsnám, flestir innan heilbrigðisþjónustu, Af þeim sem áætla að fara í framhaldsnám nefndu 37 klínískt framhaldsnám, tveir stjórnun, einn rannsóknir og sjö annað. Tæpur helmingur er með skýr framtíðaráform hvað varðar starf í hjúkrun (sjá töflu 3). Ekki var neinn munur Hæfni hjúkrunarfræðinemenda á lokaári og ári eftir útskrift
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.