Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 52
50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024
o.fl., 2019). Fyrst voru nemendurnir beðnir um að leggja mat á
siðferðisstyrk sinn út frá eftirfarandi lýsingu „Siðferðisstyrkur
er hæfni hjúkrunarfræðingsins til þess að rökstyðja og verja
siðareglur hjúkrunarfræðinga og breyta í samræmi við þær þrátt
fyrir að það geti haft fyrirsjáanlegar eða raunverulegar neikvæðar
afleiðingar í för með sér“. Svarað var á sjónmatskvarða (VAS) frá
0-100 þar sem 0=ég sýni aldrei siðferðisstyrk þótt aðstæður við
hjúkrun krefjist þess og 100=ég sýni alltaf siðferðisstyrk þegar
aðstæður við hjúkrun krefjast þess. Þá voru nemendur beðnir
um að svara spurningunum: „Hversu örugg(ur) myndir þú segja,
að þú sért við að hjúkra sjúklingum í samræmi við siðareglur
hjúkrunarfræðinga?“ og „Hversu örugg(ur) myndir þú segja, að
þú sért við að hjúkra sjúklingum með ólíkan menningarlegan
bakgrunn?“ Svarmöguleikar á VAS frá 0-100 voru frá 0=ég er alls
ekki örugg(ur) 100=ég er mjög örugg(ur).
Námsumhverfi
Breytt útgáfa kvarðans um umsjón með klínísku námsumhverfi
(e. Clinical Learning Environment Supervision and Nurse Teacher
Scale (CLES-T), (Saarikoski o.fl., 2008) var notuð í fyrsta skipti til
að meta námsumhverfi nemenda. Upprunalega kvarðanum var
breytt að höfðu samráði við höfund kvarðans til að gera hann
hentugri fyrir okkar rannsókn (Strandell-Laine o.fl., 2022). Kvarðinn
skiptist í fimm undirkvarða og eru fjórir þeirra notaðir í þessari
rannsókn (alls 25 staðhæfingar): námsumhverfi (9 staðhæfingar),
stjórnunarhættir deildarstjóra (4 staðhæfingar), hjúkrun á
deild (4 staðhæfingar) og samskipti við klínískan kennara (8
staðhæfingar). Svarmöguleikar voru á fimm þrepa Likert-kvarða;
1=algerlega ósammála, 2=frekar ósammála, 3=hvorki sammála
né ósammála, 4=frekar sammála, 5=algerlega sammála. Fleiri stig
benda til betra kennslufræðilegs umhverfis, betri stjórnunarhátta
deildarstjóra, betri hjúkrunar á deildinni og innihaldsríkari
samskipta við klínískan kennara. CLES var upphaflega þýddur úr
ensku, bakþýddur og forprófaður meðal 84, 2.-4. árs nemenda
í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri (Brynja Steinunn
Gunnarsdóttir o.fl., 2010). Í þeirri rannsókn reyndist innra réttmæti
spurningalistans 0,90 (alfastuðull) sem er sambærilegt og í
upprunalegu útgáfu spurningalistans en þar var alfastuðull 0,88
(Saarikoski o.fl., 2008). Í stóru Evrópurannsókninni var alfastuðull
breyttu útgáfunnar 0,96 (Strandell-Laine o.fl., 2022).
Sex spurningar lutu að reynslu nemenda af kennurum sem
sjá um fræðilega kennslu. Spurningarnar byggja á matstæki
sem metur hvaða eiginleikum góðir kennarar þurfa að búa yfir
(Tool for Evaluation of Requirments of Nurse Educator (Hæfni
hjúkrunarkennara, ERNT)). Í upphaflega mælitækinu var spurt um
20 atriði (Salminen, 2000; Salminen o.fl., 2013) en síðar fækkaði
höfundur atriðunum í sex (Salminen o.fl., 2021). Sex-atriða innri
áreiðanleiki ERNT hefur reynst ágætur (alfastuðul >0,82) og í úrtaki
þessarar rannsóknar 0,84. Fleiri stig benda til að kennarinn sé
meira hvetjandi í samskiptum við nemendur.
Fimm spurningar um samstarf kennara og nemenda í klínísku
námi mynda kvarðann „Samstarf kennara og nemenda“(SKN).
Einvörðungu nemendur sem greindu frá því að þeir hefðu
haft ákveðinn klínískan kennara svöruðu spurningunum.
Spurningarnar voru þróaðar af Strandell-Laine (2019) og er innri
áreiðanleikinn ágætur og í þessari rannsókn 0,82. Fleiri stig benda
til betra samstarfs kennara og nemenda.
Nemendur tóku afstöðu til fjögurra fullyrðinga um ánægju með
kynningu á deild, eigin vinnu, gæði hjúkrunar og hjúkrunarstarfið í
núverandi námsdvöl. Svarmöguleikar voru 1=algerlega ósammála,
2=nokkuð ósammála, 3=nokkuð sammála, 4=algerlega sammála.
Fullyrðingarnar voru notaðar í rannsókn Numminen o.fl., (2016).
Þrjár spurningar, hannaðar af rannsóknahópnum, lutu að ánægju
með hjúkrunarfræðinámið í heild, fræðilega hlið þess og klíníska
námið. Svarmöguleikar voru mjög óánægð(ur)=1, óánægð(ur)=2,
ánægð(ur)=3, mjög ánægð(ur)=4.
Bakgrunnsspurningar
Upplýsinga var aflað um aldur, kyn, fyrri reynslu, framtíðaráform
(störf erlendis, framhaldsnám, starfsvettvang) og um mat á eigin
frammistöðu í námi til þessa (svarmöguleikar: mjög léleg=1,
léleg=2, góð=3, frábær=4).
Tölfræðileg úrvinnsla
Tölfræðiúrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu IBM SPSS
Statistics (Útgáfu 28). Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa
einkennum úrtaksins. Marktæknimörk voru sett við p<0,05.
Reiknað var meðaltal, staðalfrávik og spönn fyrir samfelldar
breytur og tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Fyrir úrvinnslu voru
svarmöguleikar spurninga um ánægju með kynningu á deild, vinnu
nemandans, gæði hjúkrunar og hjúkrunarstarfið endurflokkaðar
þannig að algerlega ósammála/nokkuð ósammála var flokkað
saman og nokkuð sammála/algerlega sammála saman. Jafnframt
voru svör við spurningum um ánægju með hjúkrunarfræðinám
í heild, fræðilegan og klínískan hluta þess endurflokkuð og var
mjög óánægð(ur)/óánægð(ur) flokkað saman og ánægð(ur)/mjög
ánægð(ur) flokkað saman. Reiknað var meðaltal fyrir heildarlista
IS-NCS, fyrir hæfniþættina sjö, fyrir hæfni hjúkrunarkennara
(ERNT) og samstarf nemenda og kennara. Munur á meðaltölum
IS-NCS-heildarlista og fyrir hæfniþættina sjö frá því í síðustu
námsdvöl og ári eftir útskrift var metin með Wilcoxon Signed Rank
Test sem skoðar mun á meðaltali háðra hópa, Spearmans-ró var
notað til að reikna fylgni IS-NCS heildarlista og hæfniþáttanna
sjö við samfelldar breytur og Mann-Whitney U-próf til að skoða
mun á meðaltölum IS-NCS-heildarlista og hæfniþáttanna sjö við
flokkabreytur.
Siðfræði
Með spurningalistanum fylgdi kynningarbréf um rannsóknina
og var litið á skil á listanum sem samþykki fyrir þátttöku. Við-
eigandi leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá framkvæmdastjóra
lækninga og hjúkrunar á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri
(14. apríl, 2018), Siðanefnd stjórnsýslurannsókna á Landspítala
(7/2018), deildarforseta Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar HÍ
og sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs HA.
NIÐURSTÖÐUR
Bakgrunnsbreytur, siðferðileg hæfni og siðferðisstyrkur hjúkrunar-
nemenda í síðustu námsdvöl
Svörun hjúkrunarfræðinemenda var 55% (n=64) og ári eftir útskrift
59% (n=33). Meðalaldur nemendanna var 27,2 ár og voru fjórir
þeirra karlkyns. Í síðustu námsdvöl mat meirihlutinn frammi-
stöðu sína í námi góða/frábæra, hafði reynslu af að starfa í
heilbrigðisþjónustu, nefndi hjúkrunarfræði sem fyrsta val í
háskólanámi og áætlar að fara í framhaldsnám, flestir innan
heilbrigðisþjónustu, Af þeim sem áætla að fara í framhaldsnám
nefndu 37 klínískt framhaldsnám, tveir stjórnun, einn rannsóknir
og sjö annað. Tæpur helmingur er með skýr framtíðaráform
hvað varðar starf í hjúkrun (sjá töflu 3). Ekki var neinn munur
Hæfni hjúkrunarfræðinemenda á lokaári og ári eftir útskrift