Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 66
64 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 ÁLYKTANIR Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa ákveðnu ljósi á þau viðhorf sem íslenskir nemendur í framhaldsskólum hafa á gæðum kennslu um kynheilbrigði sem þeir hafa fengið síðustu ár. Kennslan þarf að vera með fjölbreytta kennsluhætti, koma til móts við fræðsluþarfir unglinga og leggja meiri áherslu á jákvæðar hliðar kynverundar líkt og kynferðislega sjálfsvirðingu. Nýta má niðurstöður rannsóknarinnar til að bæta kennslu um kynheilbrigði. Jafnframt er mikilvægt að leggja fyrir hliðstæðar kannanir með reglubundnum hætti. STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNARINNAR Sérstaða þessarar rannsóknar er sú að hún er fyrsta íslenska rannsóknin sem skoðar gæði kennslu um kynheilbrigði út frá sjónarhorni framhaldsskólanema á Íslandi og með tilliti til kennsluhátta, fræðsluþarfa og kynferðislegrar sjálfsvirðingar. Hún byggir jafnframt á nýju matstæki sem unnt er að nýta áfram. Þar af leiðandi veitir hún upplýsingar um kennslu um kynheilbrigði á Íslandi sem verulega skortir. Þátttakendur koma víðs vegar að úr framhaldsskólum landsins og því gefur hún jafnframt almennar upplýsingar um stöðu kennslunnar. Takmarkanir rannsóknarinnar felast helst í því að um þversniðsrannsókn er að ræða sem veitir ekki upplýsingar um orsakasamband milli breyta. Þá byggja niðurstöður á mati einstaklinga á spurningum þar sem ólík túlkun getur legið að baki og því má gera ráð fyrir ákveðinni óvissu og svarskekkju. Einnig var svarhlutfall lágt og nokkuð brottfall eftir því sem leið á spurningalistann og voru því töluvert færri sem svöruðu síðustu spurningunum. Slíkt getur skekkt niðurstöður og hefur áhrif á marktekt. ÞAKKARORÐ Þakkir fá þátttakendur rannsóknarinnar og allir þeir sem veittu aðstoð við gerð hennar. Lýðheilsusjóður fær einnig þakkir fyrir að styrkja rannsóknina. Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.