Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 73
71 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Algengustu atvikin árin 2018-2020 voru í flokki E „Atvik tengd meðferð/rannsókn“ 23%, flokki B „Atvik tengd tækjabúnaði“ 22% og flokki C „Atvik tengd lyfjameðferð“ 20%, sjá töflu 1 um atriði sem tilheyra hverjum flokki. Aðrir flokkar óvæntra atvika voru með mun færri skráningar. Algengustu undirflokkar (tafla 2) skráðra atvika sem tengjast flokknum meðferð/rannsókn (flokkur E) voru aðgerð frestað, fylgikvillar aðgerðar/meðferðar og verklagi meðferðar var ekki fylgt. Hins vegar voru flest atvik tengd aðgerð frestað 2018 eða 40% af atvikum í umræddum flokki en rúmlega 10% hin tvö árin. Flest atvik tengd tækjabúnaði (flokkur B) sneru að bilunum í tækjabúnaði eða yfir 50% atvika á tímabilinu. Næststærsti undirflokkurinn árið 2018 var að tæki/ígræði væru ekki til staðar (23%) en atvikum í þeim undirflokki fækkaði á milli ára. Árin 2019 og 2020 var skortur á kunnáttu á tæki eða mannleg mistök annar stærsti undirflokkurinn, um 23% skráðra atvika. Stærsti undirflokkur atvika sem tengjast lyfjameðferð (flokkur C) var röng/ófullnægjandi lyfjafyrirmæli, bæði árið 2018 og 2019 en 2020 var algengast að lyfjagjöf væri ekki í samræmi við fyrirmæli. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að talsvert var um að fagfólk skráði atvik ekki í réttan flokk samkvæmt skilgreiningum í atvikaskráningarkerfi Landspítala en alls voru 297 atvik skráð í rangan flokk eða 29% allra skráðra atvika. Talsverður munur var á rangskráningu milli deilda eða allt frá 9% atvika sem skráð voru á deild á ári og upp í 68%, sjá mynd 3. Ekkert alvarlegt atvik (varanlegur miski eða andlát) var skráð á deildum í úrtaki árið 2018, tvö árið 2019 og eitt árið 2020. Í kringum 90% allra skráðra atvika voru atvik af alvarleikaflokki 1 og ollu sjúklingum engum eða óverulegum skaða. Mynd 3. Hlutfall atvika sem eru skráð í rangan flokk e ir skilgreiningum í atvikaskráningarkerfi Landspítala, e ir deildum og árum.                                                                    ­               Tafla 2. Undirflokkar atvika í stærstu atvikaskráningar- flokkum óvæntra atvika sem tengjast skurðaðgerðum, B, C og E B Atvik tengd tækjabúnaði • Skortur á kunnáttu/mannleg mistök • Tæki virka ekki • Tæki/ígræði ekki til staðar • Þvottur/sótthreinsun ábótavant • Ófullnægjandi skráning atviks/annað C Atvik tengd lyfjameðferð • Röng/ófullnægjandi lyfjafyrirmæli • Rangt lyf afgreitt • Ofnæmisviðbrögð • Lyfjagjöf röng/ekki í samræmi við fyrirmæli E Atvik tengd meðferð/ rannsóknum • Rannsókn ekki framkvæmd • Ekki brugðist við niðurstöðum rannsókna • Vantar/röng fyrirmæli um meðferð • Verklagi meðferðar ekki fylgt • Fylgikvillar aðgerðar/meðferðar • Aðgerð frestað • Ófullnægjandi skráning atviks/annað Tafla 1. Flokkar óvæntra atvika eftir atvikaskráningar- kerfi Landspítala og skilgreiningar á þeim A Óvænt andlát Mat sérfræðilæknis og skráist af honum. B Atvik tengd tækjabúnaði T.d. vegna bilunar, rangrar notkunar eða aukaverkana. C Atvik tengd lyfjameðferð T.d. ef lyfjafyrirmæli eru röng eða ófull- nægjandi, sjúklingur fær rangt lyf eða rangan skammt, röng blöndun lyfs, fyrirmæli um lyf ekki skráð, ofnæmisvið- brögð, lágur blóðsykur (<2.2 mmól/l) við insúlínmeðferð, dráttur á gjöf mikilvægs lyfs (t.d. sýklalyfs > klukkustund við grun um sýklasótt), óeðlileg restáhrif lyfja eftir aðgerðir, alvarleg fráhvarfseinkenni eða dráttur á lyfjagjöf. D Atvik tengd blóð- og/eða blóðhlutagjöf T.d. ofnæmisviðbrögð, rangur blóð- hluti gefinn, blóðhluti ekki tiltækur, gjöf neyðarblóðs. E Atvik tengd meðferð/ rannsóknum Tannskaði og augnskaði. Ef meðferð veldur óeðlilegum breytingum á lífsmörkum eða ef ekki er brugðist við óeðlilegum breytingum á lífsmörkum. Aðgerð frestað, dráttur á að rannsókn sé framkvæmd eða ekki brugðist við niðurstöðum. Yfirfull þvagblaðra > 800 ml, blæðing eftir aðgerð, sýking eftir aðgerð, fyrirmælum um meðferð ekki fram- fylgt, fyrirmæli um meðferð ekki gefin. F Atvik tengd ofbeldi/átökum vegna sjúklings Ef starfsmaður verður fyrir áverka skal velja atvikaskráningu starfsmanna. G Atvik tengd umhverfi/ aðstæðum T.d. ef þrengsli á deildinni eða í lyftum ógna öryggi sjúklings, mikilvæg tæki eða búnaður ekki tiltækur eða finnst ekki, atvik í tengslum við flutning sjúklings, ef fresta þarf aðgerð vegna plássleysis, ef plássleysi hamlar innlögn. Föll. H Atvik tengd meðferð sýna T.d. sýni ranglega merkt, töf við flutning, sýni glatast, sýni geymd í kæli án persónu- vottunar. I Atvik tengd nálum/leggjum T.d. blæðing, stífla, sýking, loft í æða- leggjum, fylgikvillar tengdir utanbast- leggjum. J Atvik tengd þjónustu T.d. óeðlilega löng bið eftir rannsókn, rannsóknarsvari, röng gögn í sjúkraskrá, sjúklingur rangt merktur eða ómerktur, of löng bið eftir sérfræðiþjónustu > 1 klst. Viðkomandi svarar ekki bráðakalli. K Atvik tengd eignatjóni T.d. ef verðmæti týnast, skemmast eða er stolið. L Annars konar atvik Blæðing > 1.500 ml, t.d. óvæntar endurinn- lagnir og hvað annað sem ekki fellur undir það sem starfsfólki finnst hæfa. Tafla 3. Alvarleikastig atvika Flokkur 1 Sjúklingur verður fyrir óverulegum eða engum skaða Flokkur 2 Tjón sjúklings er marktækt en ekki varanlegt og getur innifalið að hann þurfi að undirgangast frekari meðferð eða rannsóknir Flokkur 3 Sjúklingur verður fyrir varanlegum miska eða deyr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.