Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 78
Ritrýnd grein | Peer review „Sykursýki tegund 2 er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að hugsa um daglega:“ Reynsla einstaklinga, 65 ára og eldri, af sykursýkismóttöku heilsugæslunnar ÚTDRÁTTUR Tilgangur Til að geta eflt og bætt sykursýkismóttöku fyrir einstaklinga ≥ 65 ára með sykursýki tegund 2 á vegum heilsugæslunnar er mikilvægt að skilja og þekkja reynslu og væntingar þeirra til þjónustunnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá fram reynslu og væntingar einstaklinga ≥ 65 ára á sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar. Aðferð Eigindleg rannsóknaraðferð, gagnaöflun var með rýnihópaviðtölum og eigindlegri aðleiðandi innihaldsgreiningu beitt við úrvinnslu gagna. Skilyrði fyrir þátttöku var að vera ≥ 65 ára, með sjúkdómsgreininguna sykursýki tegund 2. Þátttakendur voru 14 einstaklingar á aldrinum 66 til 82 ára, átta konur og sex karlar sem skipt var í fjóra rýnihópa. Viðtalsrammi rýnihópaviðtala var saminn út frá fræðilegu lesefni og tilgangi rannsóknarinnar. Niðurstöður Aðalþema rannsóknarinnar „Aukin meðvitund um að sykursýki tegund 2 er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að hugsa um daglega“ var undirliggjandi viðhorf þátttakenda til sjúkdómsins. Reynsla sem hefur áhrif á öryggis- og vellíðunartilfinningu var rauði þráðurinn í rannsóknarniðurstöðunum. Regluleg innköllun í sykursýkismóttöku, utanumhald og eftirlit var þátttakendum mjög mikilvægt. Skortur á fagfólki og tíðar mannabreytingar drógu úr öryggistilfinningu þátttakenda. Þátttakendur gerðu sér grein fyrir eigin ábyrgð á heilsu sinni en fannst lítil áhersla vera lögð á andlega líðan og heilsu í sykursýkismóttökunni. Einnig fannst þeim vera skortur á fræðslu um fylgikvilla sykursýkinnar svo sem um sykurfall og aukaverkanir lyfja. Almennt voru þátttakendur ánægðir með sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar. Ályktun Öryggis- og vellíðunartilfinning er mjög mikilvægur þáttur fyrir einstaklinga ≥ 65 ára með sykursýki tegund 2, sem álitu sjúkdóminn alvarlegan. Það að fagaðili hafði umsjón með innköllun í eftirlit og að hitta fagaðila reglulega skiptir máli. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að sinna teymisstjórahlutverki í sykursýkismóttökum vegna heildrænnar nálgunar þeirra á viðfangsefnið og faglegrar þekkingar. Niðurstöðurnar geta nýst hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum við að efla og styrkja sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar. Lykilorð Eldra fólk, sykursýki tegund 2, heilsugæsla, öryggistilfinning, rýnihópar, eigindleg innihaldsgreining. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Hvaða nýjungar koma fram í niðurstöðum þessarar rannsóknar? Öryggistilfinning einstaklinga 65 ára og eldri með sykursýki tegund 2 og eru skjólstæðingar sykursýkismóttöku heilsugæslunnar. Hún er mjög mikilvægur þáttur sem hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk þarf að hafa í huga við skipulagningu og þróun sykursýkimóttöku á vegum heilsugæslunnar. Hvernig má hagnýta niðurstöður rannsóknarinnar í hjúkrun eða íslenskri heilbrigðisþjónustu? Rannsóknarniðurstöður dýpka og auka skilning á þáttum sem eru mikilvægir fyrir skjólstæðinga sykursýkismóttöku sem hjúkrunarfræðingar vinna með, til dæmis að fræða um andlega líðan, sykurfall og aukaverkanir lyfja. Hvaða þekkingu bæta niðurstöður þessarar rannsóknar við hjúkrunarfræði? Það hefur ekki áður svo höfundar viti til verið gerð eigindlega rannsókn á þessu efni á Íslandi og því eru þessar niðurstöður ný viðbót í faglega þekkingu á þessu sviði. Hver geta áhrif rannsóknarinnar orðið á störf hjúkrunarfræðinga? Niðurstöðurnar geta verið gagnlegar fyrir hjúkrunarfræðinga og aðrar fagstéttir sem koma að sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar við frekari eflingu og mótun á sykursýkismóttöku í heilsugæslunni. doi: 10.33112/th.100.1.4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.