Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 80
78 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 SS2 er alvarlegur sjúkdómur Talið er að sykursýki geti flýtt öldrun og öldrunareinkennum. Þar með talið er skert líkamleg færni, þunglyndi, byltur, þvagleki, verkir, heilabilun og blóðsykursfall (Araki og Ito, 2009). Áhrifin sem sykursýki tegund 2 getur haft á lífsgæði einstaklinga er töluverð. Bæði eru fylgikvillar sykursýkinnar og meðferðar á henni þar áhrifaþættir. Aldraðir einstaklingar með sykursýki tegund 2 eru sérstaklega viðkvæmur hópur (Cannon o.fl., 2018). Rannsókn hjá einstaklingum með sykursýki tegund 1 (n=19) sýndi að í viðtölum í sykursýkismóttökum vildu þeir að fagfólk ræddi hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft bæði á líkamlega og andlega heilsu (Hernar o.fl., 2021). Klínískar leiðbeiningar um sykursýki Klínískar leiðbeiningar um sykursýki segja til um að meðferð einstaklinga með sykursýki eigi að vera einstaklingsmiðuð og byggð á þverfaglegri teymisvinnu meðferðaraðila (ADA, 2022; Davies o.fl., 2022). Í klínískum leiðbeiningum Bandarísku sykursýkissamtakanna (e. American Diabetes Association (ADA)) um meðferð eldri/aldraðra einstaklinga með sykursýki tegund 2, er mikilvægi reglulegs alhliða heilsufarseftirlits áréttað. Mikilvægt er að skima fyrir vitsmunalegri skerðingu eða heilabilun þar sem einstaklingar með sykursýki eru taldir vera í aukinni hættu á heilabilun. Skimunin er einnig mikilvæg með tilliti til meðferðar og meðferðarheldni, það er hvort einstaklingurinn hefur andlega færni til að fylgja eftir fyrirmælum. Vegna aukinnar hættu á blóðsykursfalli meðal aldraðra einstaklinga er regluleg blóðsykursmæling mikilvæg. Fræðsla til einstaklinganna og nánustu aðstandenda um blóðsykursfall er einnig mikilvæg. Þá ráðleggur ADA að viðmiðunargildi langtímasykurs (HbA1c) séu <7,0 - 7,5% (53-58 mmol/mol) hjá einstaklingum með sykursýki tegund 2 og eru ekki með fylgikvilla en < 8,0 - 8,5% (64-69 mmol/ mol) hjá einstaklingum sem eru með fylgikvilla og einstaklinga með vitræna skerðingu (Draznin o.fl., 2022). Markmið sykursýkismeðferðar er að fyrirbyggja og/eða hægja á fylgikvillum sjúkdómsins og hámarka lífsgæði einstaklinga með sykursýki (ADA., 2022). Heilbrigðisfræðsla, lífsstílsbreytingar og heilbrigðismiðuð hegðun er grundvallarþáttur í árangursríkri meðferð við sykursýki tegund 2 (ADA., 2022; Wang o.fl., 2018). Með heilbrigðisfræðslu og aukinni þátttöku einstaklinga í eigin sjúkdómsmeðferð er mögulega hægt að efla sjálfsumönnun einstaklinga og bæta blóðsykurstjórn (ADA., 2022; Hermann o.fl., 2021). Með því að efla sjálfsumönnun einstaklinga með sykursýki tegund 2 er hægt að koma í veg fyrir og/eða hægja á þróun sjúkdómsins og fylgikvillum hans. Með virkjun einstaklinga til þátttöku í eigin meðferð má mögulega auka líkurnar á árangri í meðferð (ADA., 2022). Sjálfsumönnun einstaklinga með sykursýki felur meðal annars í sér reglulegt eftirlit með blóðsykri, heilbrigðismiðaða hegðun, hollt mataræði, líkamlega virkni, meðferðarheldni lyfjameðferðar og fótaumhirðu (Yarmohammadi o.fl., 2019). Meðal aldraðra einstaklinga getur þátttaka nánustu fjölskyldumeðlima verið mikilvægur þáttur fyrir árangursríka meðferð (Draznin o.fl., 2022). Sykursýkismóttaka sem hluti af heilsueflandi móttöku innan heilsugæslunnar Í takt við heilbrigðistefnu stjórnvalda til ársins 2030 þá hefur aukin áhersla verið lögð á heilsueflandi móttökur innan heilsugæslunnar. Markmið heilsueflandi móttaka er að: „Þróa, leiða og samræma heildræna, þverfaglega og framvirka heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða og einstaklinga með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda“ (Þíh, 2019). Árið 2016 var myndaður vinnuhópur á vegum Þróunarsviðs heilsugæslunnar, sem nú heitir Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (Þíh). Hlutverk þessa hóps var að þróa vinnu- leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem sinna móttöku fyrir einstaklinga með sykursýki tegund 2. Leiðbeiningarnar voru síðan uppfærðar árið 2019 og stuðst við klínískar leiðbeiningar bandarísku (ADA) og evrópsku (European Association for the Study of Diabetes (EASD)) sykursýkisamtakanna auk bresku leiðbeininganna (National Institute for Health and Care Excellence (NICE)). Sykursýkismóttakan er meðal annars ætluð einstaklingum með sykursýki tegund 2 og einstaklingum með hækkaðan blóðsykur. Byggir móttakan á teymisvinnu hjúkrunarfræðings, læknis og hreyfistjóra. Hjúkrunarfræðingurinn er teymisstjóri hópsins og heldur utan um sjúklingahópinn og sér um innköllun og eftirlit. Markmið með sykursýkismóttökunni er: a) að virkja skjólstæðinga til þátttöku í eigin meðferð; b) að upplýsa um sjúkdómsgreiningu; c) fræðsla; d) eftirlit með lífsmörkum; e) mat á verkjum; d) blóðsykurstjórnun; e) sameiginleg markmiðasetning þar sem tekið er tillit til m.a. einstaklingsmiðaðra markmiða, aldurs og þyngdar, áhættuþátta svo sem hjarta-, æða- og nýrnasjúkdóma. Að lágmarki á einstaklingur að vera kallaður inn einu sinni á ári (Þíh, 2019). Í takt við ákvörðun stjórnvalda um eflingu heilsueflandi móttaka aldraðra og einstaklinga með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda á heilsugæslum er mikilvægt að rannsaka reynslu aldraðra af þjónustu heilsugæslunnar og væntingum þeirra til hennar. Innan heilsueflandi móttaka á vegum heilsugæslunnar hefur sykursýkismóttaka verið starfrækt einna lengst. Á Íslandi hafa ekki verið gerðar rannsóknir um reynslu og væntingar eldri borgara til þessarar þjónustu og því mikilvægt að fá fram þá þekkingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um reynslu og væntingar einstaklinga 65 ára og eldri með sykursýki tegund 2 til sykursýkismóttöku innan heilsugæslunnar. AÐFERÐ Rannsóknin var eigindleg þar sem gagna var aflað með rýnihópaviðtölum og eigindlegri aðleiðandi innihaldsgreiningu beitt við úrvinnslu gagna (Graneheim og Lundman, 2004). Þátttakendur Skilyrði fyrir þátttöku var að vera 65 ára eða eldri, skjólstæð- ingur heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), með sjúkdóms- greininguna sykursýki tegund 2, íslenskumælandi, ekki verið greindur með heilabilun og hafa a.m.k. tvisvar sinnum mætt í sykursýkiseftirlit á vegum heilsugæslunnar. Alls voru þátttakendur rannsóknarinnar 14 einstaklingar. Átta konur og sex karlar á aldrinum 66 til 82 ára. Þátttakendum var skipt af handahófi í fjóra rýnihópa, tveir hópar með þremur þátttakendum og tveir hópar með fjórum. Misjafnt var hversu lengi einstaklingarnir höfðu verið með sjúkdómsgreininguna sykursýki tegund 2 eða allt frá 1 til 22 ára. Sumir þátttakendur höfðu bæði reynslu af sykursýkismóttöku á vegum Landspítalans og heilsugæslunnar en flestir höfðu einungis verið hjá heilsugæslunni. Gagnasöfnunaraðferð Viðtalsrammi rýnihópaviðtala var saminn út frá fræðilegu lesefni og tilgangi rannsóknarinnar. Hann var vel ígrundaður, bæði út frá fræðilegum heimildum og reynslu og þekkingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.