Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 81
79 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 höfunda á viðfangsefninu. Viðtalsramminn samanstóð af átta lykilspurningum en að auki voru nokkrar spurningar sem aðstoða áttu við að stýra samræðunum. Framkvæmd Fagstjórum hjúkrunar fjögurra heilsugæslustöðva á höfuðborgar- svæðinu var sendur tölvupóstur þar sem rannsóknin var kynnt og óskað eftir aðstoð þeirra við að finna þátttakendur í rannsóknina. Fyrsti höfundur fékk send nöfn og símanúmer einstaklinga sem féllu undir skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni. Einstaklingar sem uppfylltu þátttökuskilyrðin og samþykktu þátttöku voru valdir og fengu þeir sent kynningarbréf um rannsóknina. Viðtöl rýnihópanna fóru fram í húsnæði heilsugæslu HH í febrúar og mars árið 2022. Eitt viðtal var tekið við hvern hóp og tók hvert viðtal um 45 til 75 mínútur eða þar til öllum spurningum var svarað og mettun náð. Í upphafi viðtalanna fór rannsakandi yfir tilgang og framkvæmd viðtalanna. Farið var yfir með þátttakendum að þeir þyrftu ekki að svara öllum spurningunum og að þeim væri frjálst að hætta þátttöku hvenær sem væri. Einnig var farið yfir samþykkisbréf rannsóknarinnar, mikilvægi trúnaðar innan rýnihópsins ítrekaður og minnt á að þátttakendur hefðu skrifað undir yfirlýsingu um þagnarskyldu. Viðtölin voru hljóðrituð og vélrituð orðrétt í tölvu og síðan var hljóðupptöku eytt eftir að gagnaúrvinnslu var lokið. Í fyrsta viðtalinu voru báðir höfundar viðstaddir en annars tók fyrsti höfundur hin viðtölin einn. Gagnagreining Við greiningu gagna var notuð aðleiðandi eigindleg innihalds- greining (e. inductive content analysis), þar sem líkan Graneheim og Lundman (2004) var notað. Í ferli gagnagreiningar var greiningin ígrunduð vel og farið margsinnis yfir texta viðtalanna. Rannsakendur ræddu hugsanlega merkingareiningu, dulda og huglæga merkingu, flokkun og yfirþema rannsóknar út frá gögnunum. Gengið er út frá því í úrvinnslu gagna með aðleiðandi innihalds- greiningu að upplýsingar hafi margþætta merkingu og byggist greining gagna alltaf að einhverju leyti á túlkun. Ferli aðleiðandi innihaldsgreiningar má flokka í nokkur þrep, það er: 1. Hugtök eru greind bæði frá sýnilegum og duldum gögnum (e. Content areas); a) flokkun upplýsinga (e. Unit of analyse), b) merkingareiningu (e. Meaning units), c) samþjöppun (e. Condensed meaning units). 2. Huglæg merkingargerð (e. interpretation of the underlying meaning); a) kóðun (e. Codes), b) undirþemu (e. Sub-theme), c) yfirþema (e. Theme) (Graneheim og Lundman, 2004). Í upphafi voru svörin flokkuð eftir lykilspurningum. Litgreining var notuð við flokkun svara út frá merkingareiningum og höfundar ígrunduðu gagnagreiningu. Svörin voru síðan samþjöppuð og útdráttur gerður úr þeim. Gerð var huglæg greining á undirliggjandi merkingu í viðtölunum. Í framhaldi voru gögnin kóðuð og flokkuð í undirþemu og yfirþema. Leitast var við að finna eitt yfirþema. Sjá töflu 1. Rannsóknarsiðfræði Sótt var um leyfi til Vísindasiðanefndar og fékkst það í janúar árið 2022 og var gefið númerið VSN-21-236. Þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki, einnig var skrifað undir þagnarskyldu innan rýnihópanna. Þátttakendum stóð til boða að leita til sálfræðings, sem starfar innan HH, ef þátttaka þeirra í rannsókninni olli þeim vanlíðan á einhvern hátt. Eingöngu fyrsti höfundur hafði aðgang að persónulegu upplýsingum um þátttakendur sem voru órekjanlegar og komu hvergi fram í rannsókninni og var þeim eytt að úrvinnslu lokinni. NIÐURSTÖÐUR Í viðtölum við þátttakendur kom fram að sykursýki tegund 2 er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að taka alvarlega og hugsa um daglega sem endurspeglar yfirþema rannsóknarinnar: „Aukin meðvitund um að sykursýki tegund 2 er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að hugsa um daglega“. Rauði þráðurinn í niðurstöðunum var öryggistilfinning þátttakenda. Undirþemu rannsóknarinnar voru jákvæðar og neikvæðar tilfinningar, það er það sem eykur öryggistilfinningu og það sem dregur úr öryggistilfinningu. Í hvoru undirþema eru þrír flokkar. Undirþemað „reynsla sem eykur öryggistilfinningu“ og flokkarnir: a) öryggistilfinning og vellíðan; b) að vera upplýstur og meðvitaður um sjúkdóminn: c) Tafla 1. Dæmi um greiningu viðtala Merkingareining Samþjöppun Kóðun Undirþemu Yfirþema Mér finnst svo mikill munur að það sé hringt svona í mig og mér gefinn tími og svona, mér finnst ég þá skipta meira máli Utanumhald og eftirlit eykur öryggistilfinningu og vellíðan Öryggistilfinning og vellíðan Reynsla sem eykur öryggis- tilfinningu Aukin meðvitund um að sykursýki er alvarlegur sjúk- dómur sem þarf að hugsa um daglega Að ég sé ekki bara eitthvað, einhver út í bæ sem ... Utanumhald og eftirlit eykur öryggistilfinningu og vellíðan Öryggistilfinning og vellíðan Reynsla sem eykur öryggis- tilfinnngu Eftir að minn læknir hætti þá var ég hengd við 3 heimilis- lækna á 4 árum Skortur á utanumhaldi og eftir- lit sem dregur úr öryggistilfinn- ingu og vellíðan Óöryggistilfinning Reynsla sem dregur úr öryggis- tilfinningu Maður er miklu meðvitaðri hvað maður er að borða Að vera upplýstur og meðvitaður um alvarleika sjúkdómsins Fræðsla og leiðbeiningar Reynsla sem eykur öryggis- tilfinningu Maður fær fræðslu um lyfin en aldrei um aukaverkanir Þekkingarleysi á SS2 og afleiðingum hennar Ófullnægjandi fræðsla Reynsla sem dregur úr öryggis- tilfinningu Ég veit alveg hvað ég þarf að gera, ég þarf bara að koma mér í að gera það Vera meðvitaður um mataræði og lífsstíl Vera ábyrgur fyrir eigin heilsu Reynsla sem eykur öryggis- tilfinningu Þá skammast maður sín fyrir að gera ekki meira Fylgja ekki fyrirmælum Vantrú á eigin getu Reynsla sem dregur úr öryggis- tilfinningu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.