Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 84
82 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 hættu vegna óviðeigandi meðferðarvals, ófullnægjandi eftirfylgni og sjúkdómsástands, svo sem þróun vitrænnar truflunar eða þunglyndissjúkdóma (Haltbakk o.fl., 2019; Sinclair, o.fl., 2012). Þunglyndi og vitræn truflun eru algeng hjá eldra fólki og geta í raun tengst tilvist sykursýki beint (Pouwer o.fl., 2020). Erfitt getur verið að greina þunglyndi hjá eldri einstaklingum með aðra sálfræðilega eða vitræna kvilla og þar af leiðandi er þunglyndi oft vangreint og ekki meðhöndlað á fullnægjandi hátt (Haltbakk o.fl., 2019). Huga þarf að félagslegri stöðu eldra fólks sem er með sykursýki af tegund 2. Þeir einstaklingar sem eiga fáa ættingja eða eiga við geðræn vandamál að stríða eru líklegri til þess að búa við félagslega einangrun og því er mikilvægt að tryggja að þeir séu með öflugt félagslegt stuðningsnet (Sinclair, o.fl., 2012). Öryggistilfinning og vellíðan eða skortur á henni Það kom skýrt fram í tali allra þátttakendanna að vera boðaður og mæta reglulega í sykursýkiseftirlit á vegum heilsugæslunnar væri mjög mikilvægur þáttur í að efla öryggistilfinningu þeirra í tengslum við sykursýki tegund 2. Sú upplifun að fagaðili væri að fylgjast með þeim og þeirra sjúkdómsástandi skipti þau miklu máli. Við innleiðingu á sérhæfðri sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar kom í ljós að ekki var verið að létta álagi á öðrum heilbrigðisstéttum svo sem læknum eins og hugmyndin var upphaflega, heldur fóru hjúkrunarfræðingarnir að sinna fleiri skjólstæðingum og mæta áður ósýnilegum þörfum sem fyrir hendi voru. Sérhæfð sykursýkismótttaka á að vera einstaklingsmiðuð þar sem einstaklingarnir sjálfir taka þátt í að ákvarða meðferð og markmið hennar (Þíh, 2019). Rannsóknaniðurstöður hafa sýnt að einstaklingsmiðaðar móttökur og meðferðir geta haft jákvæð áhrif á þátttöku einstaklinga í eigin meðferð og þannig mögulega haft jákvæð áhrif á heilsu þeirra (ADA, 2022; Haltbakk o.fl., 2019). Í yfirlitsrannsókn Haltbakk o.fl. (2019) á úrbótum á öryggi sjúklinga ≥ 65 ára með sykursýki sem fá þjónustu frá heimahjúkrun kom fram að samskipti sjúklinga og fagaðila eru samtvinnuð og hafa áhrif á aðra lykilþætti og/eða samskipti sem hafa áhrif á og stuðla að auknu öryggi. Hjúkrunarfræðingar sjá um utanumhald skjólstæðingahópsins, með utanumhaldi er átt við að hjúkrunarfræðingurinn boði skjólstæðingahópinn í reglubundið eftirlit, meti ástand skjólstæðings ásamt því að veita fræðslu og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna þeirra (Þíh, 2019). Fram kom í rýnihópaviðtölunum að einn áhrifaþáttur á óöryggis- tilfinningar þátttakenda var skortur á samskiptum meðal fagaðila og tíðar mannabreytingar meðal fagmanna heilsugæslunnar. Þeir þátttakendur sem höfðu verið bæði í sykursýkismóttöku á vegum LSH og heilsugæslunnar komu inn á skort á samskiptum milli þessara stofnana. Upplifðu þeir mikið óöryggi í tengslum við flutning milli stofnananna. Skortur á samskiptum og upplýsingaflæði milli fagstétta kom fram í rannsóknarniðurstöðum Graue o.fl. (2013) í rannsókn þeirra á áskorunum heilbrigðisstarfsmanna sem sinna öldruðum einstaklingum með sykursýki í ákveðnum landshluta í Noregi. Skortur á samskiptum og upplýsingum var áhrifaþáttur á gæði heilbrigðisþjónustunnar. Í yfirlitsgrein Friberg og félaga (2012) um sjúklingafræðslu kom fram að skortur væri á samskiptum milli fagaðila, þar var sérstaklega talað um samskipti milli lækna og hjúkrunarfræðinga. Óljós ábyrgð og hlutverk milli fagaðila getur leitt til óöryggis hjá fagaðilum og misskilnings þegar kemur að sjúklingafræðslu og ábyrgð á henni. Þar kom einnig fram að mikið vinnuálag og tímaskortur gæti haft neikvæð áhrif á gæði heilbrigðisfræðslu. Haltbakk og félagar (2019) birtu í yfirlitsgrein niðurstöður rannsóknar um að ef samskipti og samvinna meðal fagaðila er ófullnægjandi er aukin hætta á óvæntum atburðum svo sem sykurfalli eða byltu hjá eldra fólki með sykursýki sem býr heima. Almennt voru þátttakendur í rannsókninni ánægðir með að heilsugæslan væri aðalumsjónaraðili sykursýkismóttökunnar. Það sem þátttakendur komu flestir inn á voru tíðar mannabreytingar og skortur á fagfólki, sérstaklega heimilislæknum. Það jók á óöryggistilfinningu þeirra þegar þeir höfðu ekki einn ákveðin lækni eða hjúkrunarfræðing til að leita til og einnig var það þeim mikilvægt að þekkja heimilislækni sinn og að hann þekki þau. Flestir þátttakendurnir höfðu hitt bæði hjúkrunarfræðing og lækni í sykursýkismóttökunni. Misjafnt var hvort þeir hittu báða fagaðilana í sömu heimsókn eða í fleiri en einni heimsókn. Öll voru þau sammála um að það væri eins árangursríkt að hitta hjúkrunarfræðing og lækni og oft hefðu hjúkrunarfræðingarnir betri tíma en læknarnir. Hins vegar fannst öllum mikilvægt að hitta sinn heimilislækni reglulega og ræða við hann og fara meðal annars yfir lyfin. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi hlutverks teymisstjóra í sykursýkismóttöku, það er að hjúkrunarfræðingur haldi utan um skjólstæðingahópinn og verði þannig tengiaðili skjólstæðinganna og heilsugæslunnar og ef svo ber undir fleiri heilbrigðisstofnana. Rannsóknarniðurstöður hafa sýnt að þegar heilsugæsluhjúkrunarfræðingar gegna stöðu teymisstjóra getur það leitt til bættrar heilsu og aukinnar þátttöku einstaklinga í eigin heilbrigði (Domenech-Briz o.fl., 2020; Matthys o.fl., 2017). Vegna heildrænnar nálgunar sinnar þá eru hjúkrunarfræðingar kjörnir í starf teymisstjóra (Domenech-Briz o.fl., 2020). Rannsóknir hafa sýnt að móttökur sem stýrðar eru af hjúkrunarfræðingum eru árangursríkar, sýna aukna ánægju skjólstæðinga og aukið aðgengi að þjónustunni frekar en móttökur sem annar fagaðili en hjúkrunarfræðingur sinnir (Connolly o.fl., 2021). Í eigindlegri rannsókn Héðins Sigurðssonar o.fl. (2017) kemur fram að í samanburði við norska fastlæknakerfið skorti skilvirkni í íslenskri heilsugæslu. Einnig að of margir Íslendingar hafi ekki aðgang að einum ákveðnum heimilislækni heldur séu skráðir á heilsugæslustöð. Þetta er í takt við niðurstöður rannsóknarinnar um skort á heimilislæknum. Eins og kemur fram í rannsókn Héðins Sigurðssonar o.fl. (2017) er mikilvægt að fjölga heimilislæknum á Íslandi. Í grein Bolla Þórssonar o.fl. (2021) er fjallað um mikilvægi heilsueflandi heilsugæslu sem hluta af sykursýkiseftirliti hérlendis og mikilvægi þess að stjórnvöld leggi áherslu á eflingu heilsugæslunnar á því sviði. Almennt er ekki talað mikið um öryggistilfinningu einstaklinga með sykursýki tegund 2 í öðrum rannsóknarniðurstöðum. Mögulega er hægt að setja samasemmerki á milli aukinnar þekkingar á sykursýki tegund 2 og afleiðingum hennar og öryggistilfinningu einstaklinga með sykursýki tegund 2, en þess þarf frekari rannsóknar við. Að vera upplýstur og meðvitaður um sjúkdóminn eða ekki Fram kom í samtali þátttakenda rannsóknarinnar að heilbrigðis- fræðsla og leiðbeiningar um sykursýki tegund 2, afleiðingar sykur- sýkinnar og fyrirbyggjandi hegðun og lífsstíl voru mikilvægir þættir í sykursýkismóttöku á vegum heilsugæslunnar. Heilbrigðisfræðsla og leiðbeiningar fela meðal annars í sér ráðgjöf og stuðning við einstaklinga um lífsstílsbreytingar og lífsstíl sem getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði og lífslíkur (WHO, 2017). Markmið með heilbrigðisfræðslu er að auka sjálfsbjargargetu einstaklinga og aukin sjálfsbjargargeta einstaklinga með sykursýki tegund 2 er SS2 er alvarlegur sjúkdómur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.