Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 90
88 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Vannæring eða hætta á vannæringu er vanmetin hjá eldra fólki og getur haft í för með sér auknar líkur á byltu og brotum þar sem vöðvamassi er minnkaður. Þegar líkamþyngdarstuðull (LÞS) er undir 23,5 kg/m2 eru auknar líkur á að bati verði seinni og sjúkrahúsdvöl lengri ( Múller o.fl., 2017) Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands (2020) mun hlutfall 65 ára og eldri fara úr 15% í 20% af heildarfjölda landsmanna næstu 15 árin. Mun því eldri einstaklingum sem mjaðmabrotna fjölga samhliða. Mjaðmabrot geta reynst einstaklingnum erfið og er ein helsta ástæða skertrar hreyfifærni og breytingar á búsetu fólks. Mjaðmabrot eru líka hverju samfélagi mjög kostnaðarsöm. Af þeim sem mjaðmabrotna eru 70% yfir 80 ára og eru konur þar í meirihluta (Pasternak o.fl., 2020). Algengast er að eldra fólk brotni við lágorkuáverka, það er við fall á gólf úr eigin hæð eða lágri hæð. Mjaðmabrot eru brot í lærleggshálsi, lærleggshnútu og brot neðan lærleggshnútu. Meðferðin er skurðaðgerð og fer það eftir eðli brots hvort aðgerðin er negling, settar skrúfur, gerviliður eða plata með skrúfum (Pasternak o.fl., 2020). Mjaðmabrot hjá eldri einstaklingum á Íslandi voru að meðaltali 222 á ári á tímabilinu 2008–2012 og meðalbiðtími eftir aðgerð 19,6 klst. (Sigrún Sunna Skúladóttir, 2014). Í tölum frá hagdeild Landspítala (24. ágúst 2021) voru brotin 299 árið 2019 og 304 árið 2020. Tölur frá 2018 sýna að meðalbiðtími karla var 30,17 klst. og 23,44 hjá konum (Berglind Rós Bergsdóttir og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, 2021). Hér sést að biðtími eftir mjaðmaaðgerð er að lengjast en biðtími eykur líkur á lengri innlögn og aukinni tíðni fylgikvilla (Dixon o.fl., 2019). Helstu fylgikvillar mjaðmabrota eru áhrif á hjarta og lungu, þvagfærasýkingar, bráð nýrnabilun, truflun á saltbúskap líkamans og meltingartruflanir. Auknar líkur verða á þrýstingssárum, blóðtapi, breytingum á vitsmunalegri getu og hættu á óráði (Goh o.fl., 2020). Hjá eldri einstaklingum sem eru með marga undirliggjandi sjúkdóma er aukin áhætta á fylgikvillum. Ef vannæring eða hætta á vannæringu er einnig til staðar aukast líkurnar á fylgikvillum verulega (Merloz, 2018). Með hugtakinu forendurhæfingu (e. prehabilitation) er lögð áhersla á að nota biðtíma fyrir aðgerð sem meðferðartíma til að fyrirbyggja fylgikvilla eftir aðgerð. Þá er markmiðið að huga sérstaklega að næringu og virkni til að koma í veg fyrir óráð (Loodin og Hommel, 2021; Olotu o.fl., 2020). Í rannsókn Loodin og Hommel (2021) var gerður samanburður á áhrifum notkunar næringardrykkja fyrir aðgerð og hvort þeir dragi úr fylgikvillum eftir aðgerð hjá mjaðmabrotnum sjúklingum. Þeim var skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fylgdi reglum sem voru í gildi varðandi föstu fyrir aðgerð en samanburðarhópurinn fékk 400 ml af kolvetnisríkum næringardrykk tveimur tímum fyrir aðgerð. Niðurstöðurnar sýndu að marktækur munur var á öllum fylgikvillum samanburðarhópnum í vil. Þeir sem fengu næringardrykki fyrir aðgerðina voru fljótari að fullnægja næringarinntekt. Í þversniðsrannsókn Zhu og félaga (2020) voru þekking og ráðleggingar svæfingalækna og hjúkrunarfræðinga á föstureglum bornar saman við það sem sjúklingarnir upplifa. Í ljós kom að bæði svæfingalæknar og hjúkrunarfræðingar ráðleggja sjúklingum að fasta lengur en þörf er á og ráðlögðu hjúkrunarfræðingar lengri föstu. Einnig var munur á því sem heilbrigðisstarfsfólk ráðlagði og það sem sjúklingar upplifðu. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina hvernig föstu fyrir aðgerð var háttað hjá ≥67 ára sem mjaðmabrotnuðu og fóru í aðgerð á Landspítala frá 1. janúar til 30. júní 2021. Einnig að skoða hvaða meðferðir voru veittar á biðtíma eftir aðgerð og hvort mismunur væri milli aldurshópa á veittum meðferðum og hvaða þættir tengjast lengd föstu á tæra drykki. AÐFERÐ Megindleg afturvirk þversniðsrannsókn (Hess, 2004). Þátttakendur Allir ≥67 ára sem mjaðmabrotnuðu og fóru í aðgerð á Landspítala á tímabilinu 1. janúar 2021 til 30. júní 2021. Gögn rannsóknar Gagnarannsókn þar sem fyrsti höfundur sá um alla gagnaskráningu. Breytum var safnað úr gagnagrunni í Sögukerfi, Heilsugátt og Orbit-skurðstofuskráningarkerfi Landspítala. Framkvæmd rannsóknar Hagdeild Landspítala afhenti gögnin í læstu Excel-skjali um einstaklinga sem uppfylltu skilyrði úrtaks. Gögnin innihéldu kennitölur einstaklinga, ásamt aðgerðarheiti og niðurstöðum úr blóðprufum. Rannsóknargögn voru dulkóðuð þar sem allir þátttakendur fengu rannsóknarnúmer til að koma í veg fyrir persónugreinanlegar upplýsingar. Farið var ítarlega yfir hvern þátttakanda úr gagnagrunnum. Lesa þurfti nótur frá bráðamóttöku, lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra starfsstétta. Lesin var frjáls texti og skoðuð áhættumöt, næringarmat, þrýstingssáramat, hæð, þyngd og LÞS. Búnir voru til fimm flokkar vegna breytinga á aðgerðartíma: læknisfræðileg skýring, álag á skurðstofu, næsti dagur, eðlilegur bíðtími og óútskýrt. Ákveðið var að sameina flokkana eðlilegt og næsti dagur þar sem skilmerkin milli þeirra voru óljós. Við tímaskráningu frá komu á bráðamóttöku til innlagnar á legudeild og frá innlögn á legudeild til aðgerðar var rýnt í nótur frá bráðamóttöku og tekin fyrsta tímaskráning þar og hið sama gert með komutíma á legudeild. Þegar skoðuð var skráning á hve lengi sjúklingar voru fastandi fyrir aðgerð sást að ekki voru nákvæmar skráningar til staðar. Þegar engin skráning var í hjúkrunarnótum var notuð skráning á móttöku sjúklings á skurðstofu þar sem skráð er hvort og hve lengi sjúklingur hefur verið fastandi. Við greiningu á gögnunum tímamælingar, ástæðu innlagnar, tegund brota og skráningu á föstu fyrir aðgerð kom í ljós að mismundandi var hvernig skráning var framkvæmd. Í nótum hjúkrunarfræðinga var skráð hvenær sjúklingur fór í aðgerð en sá tími stóðst ekki samanburð við skráningu í Orbit-skurðstofuskráningarkerfinu. Í Orbit kerfinu er tímaskráning greind niður í marga undirþætti. Var því tíminn sem hjúkrunarfræðingar skráðu notaður þar sem hann reyndist nær rauntíma. Sjaldan var skráð í Orbit-kerfið hvers vegna aðgerðar- tíma var breytt og þurfti því að lesa nótur og skoða bráðleika aðgerða til að geta skráð rétta ástæðu fyrir breytingu. Við tímaskráningu frá innlögn til innlagnar á legudeild og tímaskráning frá innlögn til aðgerðar var rýnt í nótur frá bráðamóttöku og tekin fyrsta tímaskráning þar og hið sama var gert með komutíma á legudeild. Búið var til Excel-skjal þar sem breytur voru skráðar og kóðaðar fyrir frekari tölfræðiúrvinnslu. Gögnin voru færð úr Excel yfir í SPSS27 til frekari tölfræðigreiningar. Tímalengd föstu og undirbúningur aðgerðar hjá 67 ára og eldri á Landspítala vegna mjaðmabrots
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.