Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 91
89 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Greining gagna Við gagnagreiningu var unnið eftir þremur meginflokkum; a) bakgrunnsbreytum; b) ástæða innlagnar og tímamælingar; c) framkvæmdar meðferðir á Landspítala, sjá töflu 1. Við greiningu á bakgrunnsbreytum vantaði oft upplýsingar um hæð, þyngd og þá um líkamsþyngdarstuðul. Til að hægt væri að skoða áhrif breyta á aldurshópa var úrtakinu skipt í tvo nærri jafnstóra hópa: 67 ára til 79 ára og ≥80 ára, miðað var við afmælisdag einstak- lings. Asa-flokkun úr svæfingaskrá skiptist í 5 flokka en einungis tveir einstaklingar voru í ASA 1 og voru þeir sameinaðir ASA 2. Rýnt var í nótur allra fagstétta um hvort tekið væri fram ástand vitrænnar getu og næringarástand og búnar til breytur um það. Breytur voru gerðar um hvort föstu var framfylgt, tímalengd föstu, notkun næringardrykkja, fasta á drykki og fasta á fasta fæðu. Gerðar voru breytur varðandi föstu fyrir báða dagana. Dagur eitt var fyrri dagurinn sem sjúklingur fastaði og dagur tvö var aðgerðardagurinn. Mælt var í klukkustundum, sjá töflu 1. Skráð var niður hvenær sólarhrings sjúklingar fóru í aðgerð og hvenær þeir komu af vöknunardeild. Rýnt var í skráningu hvers þátttakenda um hvenær þeir fengu að drekka eða borða við komu á legudeild eftir aðgerð og var það mælt í klukkustundum. Til stóð að flokka næringartíma innan tveggja tíma, fjögurra tíma, átta tíma eða næsta dag en lítið var skráð og því flokkarnir átta tímar og næsti dagur teknir út. Breytan veittar meðferðir á biðtíma var samheiti yfir breytu fyrir meðferðir sem voru framkvæmdar á biðtíma eftir aðgerð. Breytan innihélt aðhlynningu, sjúkraþjálfun og gerð allra áhættumata eins og byltumats, þrýstingssáramat og óráðsmat. Breytur fyrir næringarástand og óráð voru settar fram og lesið úr frjálsum texta allra meðferðaraðila um hvort farið væri yfir þessa þætti. Við úrvinnslu gagnasafnsins var SPSS (IBM Statistical Package for Social Science 2027) tölfræðiforritið notað ásamt Excel. Lýsandi tölfræði var notuð við greiningu á bakgrunnsbreytum. Ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu þegar aldurshóparnir voru bornir saman. Skilyrt dreifing var notuð til að reikna prósentuhlutföll af heildarfjölda í hvorum aldurshópi. Niðurstöður töldust marktækar ef p-gildi var ≤ 0,05. T-próf óháðra hópa var notað fyrir samfelldar breytur til að skoða mun milli aldurshópa og kí-kvaðrat-próf var notað til að kanna hvort marktækur munur væri milli aldurshópa og tvíkosta breyta. Ekki var hægt að nota kí-kvaðrat-próf við nokkrar breytur þar sem færri en fimm voru í hóp. Línuleg aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna sjálfstæð tengsl lengdar föstu á tæra drykki fyrir aðgerð við ASA-flokkun, aldur, hvort sjúklingur hefði haft óráðseinkenni (já/ nei), lengd föstu á aðgerðardegi, notkun næringardrykkja (já/nei), og tíma dags sem aðgerð var framkvæmd á. Siðfræði Fengið var leyfi frá framkvæmdastjóra lækninga Landspítala og gaf siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala leyfi fyrir rannsókninni (tilvísun 44/2021). NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu 1. janúar 2021 til 30. júní 2021 voru 144 einstak- lingar 67 ára og eldri sem mjaðmabrotnuðu og fóru í aðgerð á Landspítala. Meðalaldur þátttakenda var 82,1 ár (sf ± 8,18), yngsti þátttakand- inn var 67 ára og sá elsti 98 ára. Konur voru 2/3 þátttakenda. Konur voru marktækt eldri en karlar en meðalaldur kvenna var 83,2 ár (sf ± 8,44) og karla 79,9 ár (sf ±7,19), p=0,007. Alls voru 42,2% milli 67 ára og 79 ára og 57,6% ≥80 ára. Af þessum 144 einstaklingum voru 10,4% inniliggjandi á deildum Landspítala þegar brotið varð, þar af mjaðmabrotnuðu 7,6% einstaklingar í eldri hópnum og 2,7% í þeim yngri. Meðallíkamsþyngdarstuðull hjá konum var 24,6 kg/m2 (sf ± 4,34) en 26,1 kg/m2 (sf ±6,49) hjá körlum p=0,147. Ekki var munur Tafla 1. Þrír meginþættir breyta hjá sjúklingum ≥67 ára með mjaðmabrot á Landspítala: A) Bakgrunnsbreytur þátttakenda: B) Ástæða innlagnar og tímamælingar: C) Framkvæmdar meðferðir á Landspítala A) Bakgrunnsbreytur þátttakenda B) Ástæða innlagnar og tímamælingar í klukkustundum C) Framkvæmdar meðferðir á Land- spítala Kyn, karl/kona Fasta dagur 1 ef aðgerð var síðan frestað Notkun næringar- drykkja já/nei Hæð í cm Skráning á hvenær sjúklingur borðar eftir aðgerð Blóðgjöf fyrir aðgerð já/nei Þyngd í kg Fasta á aðgerðardegi Vökvagjöf í æð fyrir aðgerð já/nei Líkamsþyngdarstuðull kg/m2 Tími frá innlögn til innlagnar á deild Næringarmat já/nei ASA-flokkun 1-5 Tími frá innlögn til aðgerðar Skráning á næring- arástandi já/nei Aðsetur við komu: a) heima; b) þjónustuíbúð; c) hjúkrunarheimili; d) lá inni á Landspítala Ástæða seinkunar aðgerðar: a) læknisfræðileg; b) eðlilegur biðtími; c) álag á skurðstofu Veittar meðferðir á biðtíma* já/nei Blóðþynning já/nei Lengd föstu fyrir aðgerð Óráðseinkenni fyrir aðgerð já/nei Kreatín-gildi í sermi µmól/l Lengd föstu á drykki Skráning á vit- rænni getu já/nei Blóðhagur g/L Lengd föstu á fasta fæðu Notkun ópíða já/nei Aldur miðað við fæðingardag Tími dags í aðgerð Notkun/block, deyf- ingar fyrir aðgerð já/ nei Ástæða innlagnar: a) fall/bylta úr eigin hæð; b) fall úr hæð Skráning á hvenær sjúklingur borðar eftir aðgerð Svæfing/mænu- deyfing Tegund brots: a) lærleggsháls; b) lærleggshnúta; c) brot neðan lærleggshnútu Klukkan hvað útskrift er af vöknun Álit svæfingar já/nei Tegund aðgerðar: a) bipolar- gerviliður; b) gamma negling; c) hanson negling; d) DHS negling; e) heilgerviliður Álit öldrunarlæknis já/nei Legudeild: a) bæklunardeild; b) aðrar skurðdeildir; c) lyflæknisdeild Skráning á meðferðartak- mörkunum já/nei *Veittar meðferðir á biðtíma: Sjúkraþjálfun, byltumat, þrýstingssáramat aðhlynning og óráðsmat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.