Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 94

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 94
92 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Algengstu breytingar á aðgerðartíma voru af læknisfræði- legum ástæðum eins og blóðþynningu eða ástandi sjúklings. Álag á skurðstofu skýrir um 22% breytinga sem rekja má til undirmönnunar, mikils sjúklingafjölda sem bíður eftir aðgerð, bráðleika aðgerða, forgangsröðunar og endurforgangsröðunar. Einnig ófyrirséða lengingu á aðgerðum sem settar eru upp á undan og af tæknilegum orsökum sem samræmist niðurstöðum Yeniays og félaga (2019). Þeir benda á að með betri skipulagningu sé hægt að forgangsraða áhættusjúklingum og þannig stytta tíma föstu, flýta bata og stytta legutíma. Helmingur allra skurðaðgerða eru gerðar á eldri einstaklingum sem eru oft með mörg og flókin undirliggjandi heilsufarsvandamál, samkvæmt samantektarrannsókn (Chen o.fl., 2022). Rannsóknin sýndi að algengasti aðgerðartíminn var klukkan 17 og sjö einstaklingar fóru í aðgerð á þeim tíma, flestir sjúklinganna föstuðu í 12-18 klukkustundir. Álykta má að þörf sé á því að gera ráð fyrir í aðgerðaráætlun skurðstofa að einn mjaðmabrotinn einstaklingur bíði aðgerðar. Þannig komist eldri einstaklingar, hrumir áhættusjúklingar fremur í aðgerð að morgni sem í flestum tilfellum styttir föstutíma (Yeniay o.fl., 2019). Kaptain o.fl. (2019) benda á að sníða þurfi alla meðferð að hverjum einstaklingi en ekki láta það sama gilda fyrir alla. Þarft væri að gera rannsókn á þekkingu hjúkrunarfræðinga á föstureglum fyrir skurðaðgerð. Í niðurstöðum kemur fram að meðalaldur og kynjaskipting staðfesta fyrri rannsóknir. Konur eru almennt eldri og með lægri LÞS en karlar og ASA-flokkun er hærri eftir aldri sem sýnir aukna sjúkdómsbyrði með aldrinum (Pasternak o.fl., 2020). Skráning á meðferðartakmörkunum var algengari í eldri aldurshópnum sem er mikilvægt samkvæmt ráðleggingum að skrá vilja sjúklinga (Ishizawa, 2022). Helmingur sjúklinganna fór í aðgerð seinni hluta dags og í 38% tilvika var sjúklingur útskrifaður af vöknunardeild að nóttu til. Má því velta fyrir sér dægurvillu í kjölfarið en engar rannsóknir fundust um nákvæmlega það. Þrátt fyrir langa föstu og útskrift seint af vöknun var lítið skráð um hvenær sjúklingar fengu að drekka eða borða eftir aðgerð eða í 24,1% tilvika. Álykta má að einhver skráning fari forgörðum en hjúkrunarskráning þarf að vera nákvæm og skipulögð. Skýr áætlun um meðferð og góð rafræn skráning er talin forsenda fyrirbyggingar atvika í heilbrigðisþjónustu (Munroe o.fl., 2021). Þrátt fyrir skyldur hjúkrunarfræðinga um nákvæma skráningu hafa rannsóknir sýnt (Fitzgerald o.fl., 2020) að tímaskortur, undirmönnun, ónóg þjálfun, léleg samskipti og skortur á þekkingu hafi helst áhrif á að verklagsreglum sé ekki fylgt. Því er áskorun til hjúkrunarfræðinga að huga betur að næringu og tileinka sér betri skráningu sjúklingum til heilla. Styrkleikar rannsóknarinnar felast í stóru úrtaki sem ætti að lýsa vel hvernig undirbúningi aðgerðar og föstu er háttað á Landspítala. Takmarkandi þáttur rannsóknarinnar felst í hinu óskráða, á Landspítala er notast við gátlista á pappír við undirbúning fyrir aðgerð sem er oft og tíðum illa útfylltur. Einnig er notuð rafræn skráning sem er oft ekki skráð í rauntíma og því gætu ýmis atriði hafa gleymst. Tölfræðilegur styrkur rannsóknarinnar var ekki reiknaður og er það veikleiki. LOKAORÐ Niðurstöðurnar sýndu að sjúklingar sem bíða eftir mjaðmaaðgerð fasta óþarflega lengi bæði á fasta fæðu og tæra drykki; einnig að sjúklingar þurfa að bíða lengur en áður á bráðamóttöku eftir plássi á legudeild og biðtími eftir aðgerð er að lengjast. Undirbúningur fyrir aðgerð þarf að vera markviss, innihalda mat á næringarástandi og leggja þarf áherslu á virka meðferð til að fyrirbyggja fylgikvilla. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk fylgi verklagsreglum sem settar hafa verið um undirbúning fyrir aðgerð og reglum um föstu fyrir aðgerð sem eru í gildi. ÞAKKIR Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga er þökkuð styrkveiting til rannsóknarinnar. Tímalengd föstu og undirbúningur aðgerðar hjá 67 ára og eldri á Landspítala vegna mjaðmabrots
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.