Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 98

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 98
Ritrýnd grein | Peer review Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert Reynsla einstaklinga með offitu af heilbrigðiskerfinu ÚTDRÁTTUR Tilgangur Algengi offitu hefur aukist mikið á undanförnum árum. Rúmlega 27% Íslendinga voru með offitu árið 2022. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að einstaklingar með offitu fái oft ekki fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Lítið er vitað um reynslu einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta þekkingu og dýpka skilning á reynslu einstaklinga með offitu af heilbrigðisþjónustu og hvernig heilbrigðisþjónustu þeir kjósa að fá. Aðferð Eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru fjögur rýnihópaviðtöl við 18 íslenska einstaklinga með offitu, 14 konur og 4 karla á aldrinum 26 til 69 ára. Viðtölin voru greind með eigindlegri aðleiðandi innihaldsgreiningu. Niðurstöður Yfirþemað Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert er lýsandi fyrir reynslu einstaklinganna og hvernig heilbrigðisþjónustu þeir kjósa að fá. Allir þátttakendur höfðu yfir langan tíma upplifað bæði jákvæða og neikvæða heilbrigðisþjónustu. Þemun voru þrjú með fjórum undirþemum. A): Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þar voru undirþemun Hlustun og Framkoma gagnvart skjólstæðingum, sem lýstu því hve mikilvæg þessi atriði voru fyrir upplifun þátttakenda af heilbrigðisþjónustunni. B): Heilbrigðis¬þjónusta sem grípur alla þar sem rætt var um aðgengi að heilbrigðisþjónustu og meðferð við offitu, þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og búnað og C): Að horfast í augu við eigin styrkleika og takmarkanir með tveim undirþemum, Viðkvæmni og virðingarleysi og Vinna með þyngdarstjórnun, sem lýstu áhrifunum á einstaklingana sjálfa sem sýndu viðkvæmni í samskiptum við fagfólk en þurftu líka að vilja taka þátt í eigin þyngdarstjórnun og meðferð. Ályktanir Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk að veita öllum sömu þjónustu, óháð þyngd. Lykilatriðið er að hlustað sé á skjólstæðinga með offitu. Þannig er hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Lykilorð Offita, eigindleg rannsókn, upplifun skjólstæðinga, heilbrigðisþjónusta, viðhorf heilbrigðisstarfsfólks. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein? Nýjungar: Rannsóknin veitir nýjar upp- lýsingar um reynslu einstaklinga með offitu af notkun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Hagnýting: Mikilvægt er að hjúkrunar- fræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk hlusti á og sinni einstaklingum með offitu út frá þeirra þörfum. Þekking: Niðurstöðurnar leiða í ljós mikilvægi vandaðrar framkomu og fullnægjandi búnaðar þegar einstaklingum með offitu er sinnt í heilbrigðiskerfinu. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðis- starfsfólk þarf að muna að veita öllum sömu þjónustu, óháð þyngd. doi: 10.33112/th.100.1.6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.