Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 103

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 103
101 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Nokkra þátttakendur skorti frumkvæði við að leita sér aðstoðar eða væntu þess að geta létt sig sjálfir með heilbrigðum lífsstíl. Margir höfðu gert ítrekaðar tilraunir til þyngdartaps en höfðu svo þyngst aftur. Þeir leituðu sér fyrst aðstoðar þegar útséð var að þeir réðu ekki við ástandið. Flestir vissu ekki hvaða úrræði voru í boði og voru lengi að finna viðeigandi heilbrigðisþjónustu. „Þegar maður biður loks um hjálp leitar maður til margra lækna til að reyna að komast að því hvert maður á að fara“ (Jana). Og Inga sagði: Ég vissi ekki að það væri til fólk sem að hjálpaði fólki sem er þungt. Þetta var hugljómun fyrir mig, að hægt væri að fara í aðgerð til að aðstoða mann. Ég hafði heyrt um þessar aðgerðir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þetta væri eitthvað sem ætti við mig. Algengt var að þátttakendur ætluðu alls ekki í efnaskiptaaðgerðir. Þeir eyddu nokkrum árum í að reyna að létta sig og misstu tökin aftur þar til þeir sáu aðgerðina sem lausn og að hún „væri ekki bara fyrir aumingja“. Ingunn sagði: „Það eru þrjár vikur síðan að ég fór í aðgerðina og ég er mjög ánægð. Ég vildi að ég hefði gert þetta fyrir alla vegana 15 árum“. Reynsla þátttakenda var að það versta við ofþyngd væri sú lífsgæðaskerðing og það kraftleysi sem hún hefði í för með sér. Þetta var sú ástæða sem flestir sáu til að fara í efnaskiptaaðgerð. Þeir töldu sig ekki ráða við að taka þátt í lífi fjölskyldumeðlima, s.s. að leika við börnin, fara í skíðaferðir og vinna. Þátttakendur nefndu að lyf við offitu og efnaskiptaaðgerðir væru ekki töfralausnir heldur hjálpartæki til að styðja við heilbrigðan lífsstíl. Þátttakendur töluðu um hve gott væri að vera í heilsueflandi ráðgjöf þar sem þeir gátu stigið út úr daglegu amstri og eingöngu hugsað um sjálfa sig, eins og t.d. á Reykjalundi. Nokkrir þátttakendur sögðu að þeir hefðu ekki verið tilbúnir að hlusta og fara eftir ráðleggingum og neituðu að nota þau tæki og tól sem að þeim voru rétt. Sumir sáu þó að sér. Birta benti á að „maður verður náttúrlega að vera móttækilegur fyrir því sem er verið að reyna að ráðleggja manni.“ UMRÆÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar færa fram nýja þekkingu um reynslu einstaklinga með offitu af því að nota þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Yfirþemað Það er eðlilegt að tala um offitu en það er ekki sama hvernig það er gert er lýsandi fyrir upplifun þátttakenda af heilbrigðisþjónustunni og speglast inn í öll þemun sem tengjast samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðis- þjónustuna og þeim sjálfum. Hlustun og nærgætin framkoma heilbrigðisstarfsfólks skipti miklu máli fyrir jákvæða upplifun þátttakenda. Þó tilgreindu flestir að offitan, að þeirra mati, ylli því stundum að þeir fengju hvorki virka hlustun né væri bent á meðferðarúrræði heldur væri sagt að þyngdin væri orsök allra einkenna og þeim sagt að létta sig. Einnig var ónærgætið tal og athugasemdir algengt vandamál. Þetta samræmist athugasemdum skjólstæðinga í samantekt Farrell o.fl. (2021) auk rannsókna Rodriguez o.fl. (2020) og Sobczak o.fl. (2020). Samantekt Phelan o.fl. (2015) sýnir að komi heilbrigðisstarfsfólk neikvætt fram við skjólstæðinga geti samskiptavilji heilbrigðisstarfsfólks og virðing fyrir skjólstæðingi minnkað og hætta sé á að skjólstæðingar fái ekki viðeigandi greiningar og meðhöndlun. Þátttakendur töldu ófaglega framkomu frekar undantekningu en mjög áhrifamikla. Þeir óskuðu eftir sömu þjónustu fyrir alla, óháð þyngd. Þó virtist fyrri reynsla sitja í þeim sem höfðu lést eftir efnaskiptaaðgerð og þeir töluðu um að þeir fengju betri þjónustu eftir aðgerð. Niðurstöður rannsókna Mensinger o.fl. (2018) og Phelan o.fl. (2022) eru sambærilegar en þær gefa til kynna að þyngri einstaklingar upplifi verri heilbrigðisþjónustu. Þátttakendur sögðu heilbrigðisþjónustu almennt góða en að erfitt væri að nálgast hana, sérstaklega með tilliti til meðhöndlunar á offitu. Þeim fannst einnig skorta þekkingu hjá heilbrigðisstarfsfólki og sögðust vera ánægðastir með sérhæfð úrræði við offitu. Rannsóknir sýna að heilbrigðisstarfsfólk með góða þekkingu á offitu sé líklegra til að veita betri þjónustu, sýna áhuga, skilning og gæta að líðan skjólstæðinga sem oft hafa sætt neikvæðu viðhorfi (Hales o.fl., 2018; Luig o.fl., 2020; Yerges o.fl., 2021). Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um þekkingu sína, skort á henni og klíníska framkomu (Erla Gerður Sveinsdóttir o.fl., 2020). En heilbrigðisstarfsfólk hefur tækifæri til að bæta líðan skjólstæðings, sjálfsmynd og heilsu með áhugahvetjandi samtali, virkri hlustun og fræðslu (Almansour o.fl., 2023; Luig o.fl., 2020; Yerges o.fl., 2021). Tilfinningar og viðhorf þátttakenda höfðu mikil áhrif á reynslu þeirra af heilbrigðiskerfinu. Nokkrum sinnum var mótsögn í umræðum þátttakenda. Þeir voru sammála um að það þyrfti að ræða faglega um offitu en sögðu einnig að umræða um þyngd truflaði fagleg samskipti. Það getur því verið vandasamt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að tala um offitu, eins og Warr o.fl. (2021) benda á í sinni kerfisbundnu heimildasamantekt. Erfið upplifun þátttakenda af heilbrigðisþjónustu var áberandi í viðtölunum. Þeir voru á varðbergi gagnvart neikvæðu viðmóti sem stundum leiddi til þess að þátttakendur leituðu sér seint aðstoðar auk þess sem þeir vildu sjálfir ná stjórn á sjúkdómnum. Þetta samrýmist samantektum Farrell o.fl. (2021) og McGuigan og Wilkinson (2015) að það sé þekkt að skjólstæðingar með offitu fresti því að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna neikvæðrar upplifunar af fyrri þjónustu. Nokkrir þátttakendur lýstu eins konar varnarskel og að þeir létu fyrir fram vita að þeir vissu af þyngd sinni til að verja sjálfa sig. Nokkrir voru sjálfir með þyngdarfordóma. Rannsóknir sýna að viðhorf og þyngdarfordómar einstaklinganna sjálfra og heilbrigðisstarfsfólks geti haft skaðleg áhrif á bæði meðferð og heilsu einstaklinga með offitu. Svo virðist sem að það dragi úr trú einstaklinga með offitu á sjálfum sér og að þeir standi síður með sjálfum sér (Farrell o.fl., 2021). Þátttakendur áttu það til að mistúlka það sem sagt var við þá sem þyngdarfordóma. Heilbrigðisstarfsfólk getur því verið að vinna af heilindum en engu að síður verið talið vera með þyngdarfordóma. Kerfisbundin samantekt Warr o.fl. (2021) segir að heilbrigðisstarfsfólk hafi áhyggjur af því að vera misskilið og talið fordómafullt þegar það talar við skjólstæðinga um offitu og lífsstílstengda sjúkdóma, sem getur valdið því að skjólstæðingar hætti meðferð. Það hjálpi þó ef gott meðferðar¬samband sé komið á milli þeirra og skjólstæðingsins og að horfa skuli frekar á heilsutengd vandamál en það að léttast. Meðferðarsamband getur verið flókið. Það byggist á meðferðarmarkmiðum skjólstæðings og heilbrigðisstarfsfólks sem þeir vinna að saman. Mikilvægt er að meðferðarsambandið sé gott því ef eitthvað vantar upp á sambandið getur það haft neikvæð áhrif. Jafnræði, virðing og þekking er mikilvæg í sambandinu. Fagfólk þarf að sýna nærgætni, hlusta og vera móttækilegt fyrir þörfum skjólstæðingsins (Kinsella, 2023).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.