Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 108

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 108
106 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Ný lög samþykkt um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana Í desember síðastliðnum samþykkti Alþingi frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðis- stofnana og rannsókn alvarlegra atvika. Markmið lagabreyting- anna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heil- brigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Einnig er verið að skýra og auka réttaröryggi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þannig starfsumhverfi þeirra. Þessar lagabreytingar eru í raun ekki heildstæð lög heldur breytingar á nokkrum öðrum lögum þ.e. lög nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, lög nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu og lög nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar þessari lagasetningu og hefur lengi barist fyrir henni enda mikið réttlætismál fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem og þeirra skjólstæðinga. Að mati félagsins var þó hægt að ganga lengra í lagasetning- unni en gert var og þykir miður að ekki hafi verið tekið meira tillit til umsagna Fíh við gerð frumvarpsins, enda snúa aðfinnslu- efnin að ýmsum atriðum er varða réttarstöðu og réttarvernd heilbrigðisstarfsfólks. Samkvæmt nýsamþykktum lögum er nú hægt að gera heilbrigðis- stofnanir refsiábyrgar í stað einstaka heilbrigðsstarfsfólk, eins og hjúkrunarfræðingar þekkja vel. Þar með er hægt að færa refsiábyrgðina frá heilbrigðisstarfsfólki yfir á heilbrigðisstofnanir, þ.e. lögaðilana, ef margir samverkandi þættir eða röð atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar Fíh en gagnrýnir að eins og lagabreytingin er úr garði gerð þá yrði þessari nýju heimild beitt helst, ef ekki væri unnt að sýna fram á sök hjá tilteknum heilbrigðisstarfsmanni í hverju tilfelli fyrir sig. Þetta þýðir að ekki er hægt að koma í veg fyrir að ákæruvaldið geti sótt heilbrigðisstarfsfólk til saka þegar um ræðir röð atvika sem leiða til alvarlegs atviks. Þetta fyrirkomulag er notað í Noregi en Fíh hefur gagnrýnt að ekki skuli hafa verið gengið alla leið og lokað fyrir þennan möguleika. Réttarvernd heilbrigðisstarfsfólks er skýrari nú eftir lagasetningu þegar um er að ræða eftirlitsmál hjá Embætti landlæknis. Þá er tryggt að gögn úr eftirlitsmálum landlæknis, þ.m.t. það sem starfsfólk upplýsa um við rannsókn Embættis landlæknis í slíkum málum, verða ekki notuð í sakamálum hjá lögreglu og er það réttarbót sem styrkir hlutverk landlæknis við að finna frumorsakir atvika með umbætur að leiðarljósi. Fíh gerði margskonar athugasemdir við frumvarp heilbrigðis- ráðherra. Ber þar að nefna helst tvennt sem Fíh gerði alvarlegar og ítrekaðar aðfinnslur við en ekki var tekið tillit til þeirra við lagasetninguna. Hið fyrra er að mati Fíh stærsta aðfinnsluefnið vegna hinna nýsamþykktu laga og varðar kvörtunarmál sjúklinga og aðstand- enda. Að ekki hafi verið gerðar sömu breytingar á kvörtunar- málum og gerðar voru varðandi gögn í eftirlitsmálum. Réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks hvað eftirlitsmál landlæknis varðar er bætt samkvæmt nýsamþykktum lögum eins og kom fram hér að framan. Gera lögin ráð fyrir að gögn úr eftirlitsmálum geti ekki orðið hluti af gögnum sakamáls. Kvörtunarmál eru rannsökuð af Landlæknisembættinu rétt eins og eftirlitsmál. Við rannsókn kvörtunarmála eru t.d. skýrslur teknar af heilbrigðisstarfsfólki sem borið er sökum um mistök eða vanrækslu af kvartendum. Lendi sama mál á borði lögreglu síðar, þá geta sama heil- brigðisstarfsfólk lent í þeirri stöðu að verða sakborningar við þá lögreglurannsókn. Engu að síður hafa þeir þó áður þurft að veita upplýsingar, hvort sem um skriflega málsmeðferð ræðir eða með því að gefa skýrslu fyrir stjórnvaldinu landlækni, án þess að hafa notið réttarstöðu sem sakborningar. Með öðrum orðum geta gögn sem verða til við rannsókn og úrlausn kvörtunarmáls orðið hluti síðar af málsgögnum í sakamáli. Ábendingar Fíh hvað þetta varðar hafa lotið að því að réttarskerðing heilbrigðisstarfsfólks í kvörtunarmálum fari á svig við ákvæði mannréttindasáttmála sem lögfest eru hérlendis. Seinni alvarlega aðfinnslan varðar óvænt dauðsfall, tilkynninga- skyldu í upphafi slíkra mála og réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks. Við tilkynningu um óvænt dauðsfall ber lögreglu að framkvæma nauðsynlegar rannsóknaraðgerðir til þess að tryggja sönnunar- gögn og upplýsingaöflun í þágu máls. Samkvæmt því ætti lögreglu að vera rétt og skylt að ákveða réttarstöðu sak- borninga strax í upphafi, í þeim tilgangi að tryggja réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólks sem grunur beinist að í málum. Sú staða er uppi nú samkvæmt nýsamþykktum lögum að tiltekið heilbrigðisstarfsfólk fá ekki stöðu sakbornings hjá lögreglu ef máli er vísað til landlæknis sem eftirlitsmáli, þrátt fyrir að lögregla hafi áður framkvæmt rannsóknaraðgerðir. Ekki er útilokað að sama málið endi aftur á borði lögreglu og er þá réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks óskýr á meðan málið er eftirlitsmál hjá landlækni, sérstaklega hvað varðar skýrslugjöf hjá landlækni. Telur Fíh miður að löggjafinn hafi ekki brugðist við ábendingu Fíh hvað þetta varðar við meðferð málsins á Alþingi og tryggt réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks fyllilega hvort sem um eftirlits- eða kvörtunarmál ræðir. Því vill Fíh árétta það við allt sitt félagsfólk að leita til Fíh, sé það kallað til viðtals eða beðið að skila skýrslu/greinargerð vegna atviks eða kvörtunar hjá yfirmanni, Embætti landlæknis eða öðrum, þar sem Fíh veitir ráðgjöf og stuðning í slíkum málum. Aðalfundur Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Háteig fimmtudaginn 16. maí 2024 kl. 17:00 Framboðsfrestur er til 18. apríl Skráning á aðalfund hefst 2. maí og lýkur 9. maí Léttar veitingar í boði Refsiábyrgð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.