Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 109

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 109
107Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 100. árg. 2024 Aðalfundur Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Háteig fimmtudaginn 16. maí 2024 kl. 17:00 Framboðsfrestur er til 18. apríl Skráning á aðalfund hefst 2. maí og lýkur 9. maí Léttar veitingar í boði Fíh benti á fleiri atriði í umsögnum sínum sem hin nýsamþykktu lög hefðu getað tekið betur á en ekki var tekið tillit til. Má þar nefna að huga mætti að því hvort rétt væri að kljúfa rannsóknarhluta mála frá starfsemi landlæknis og fela sérstöku stjórnvaldi þau verkefni. Að auki benti Fíh á þörf á endurskoðun á viðurlagaákvæði laga um landlækni og lýðheilsu. Snýr sú ábending m.a. að þeim tilvikum þegar landlæknir hefur svipt heilbrigðisstarfsmann, sem grunur beinist að, starfsleyfi varanlega á meðan enn hefur ekki verið skorið úr hvort viðkomandi hefur gerst sekur um brot á lögum eða um refsivert athæfi. Telur Fíh nauðsynlegt að mælt verði fyrir um í lögum að einungis bráðabirgðasvipting starfsleyfis komi til á meðan dómur í refsimáli vegna atviks liggur ekki fyrir. Þá telur Fíh ekki hafa verið nægilega vel gætt að mögulegri tvöfaldri refsingu heilbrigðisstarfsmanns, þegar að landlæknir ákveður sem dæmi að áminna heilbrigðisstarfsmann eða svipta hann starfsleyfi varanlega, en þar að auki kemur til refsing fyrir dómi vegna sama verknaðar. Þegar landlæknir hefur beitt slíkum viðurlögum og mál leiðir síðar til refsidóms yfir sama starfsmanni hefur átt sér stað tvöföld refsing. Að mati Fíh verður að tryggja að í löggjöf sé komið í veg fyrir tvöföld viðurlög vegna sama verknaðar. Loks gerði Fíh athugasemd við að að ekki væru gerðar breytingar á faglegri og starfsmannaréttarlegri ábyrgð þegar brot á reglum sem tengjast henni af hálfu heilbrigðisstofnunar leiða til óvæntra og alvarlegra atvika. Fíh telur að frumvarpshöfundar og löggjafinn átti sig ekki fyllilega á því hversu mikið samspil er milli þess óhóflega álags og mönnunarvanda sem ríkir á heilbrigðisstofn- unum annars vegar og þeirra alvarlegu atvika sem frumvarpið fjallar um hins vegar. Mönnunarvandi og óhóflegt starfsálag hjúkrunarfræðinga, sem og álag á annað heilbrigðisstarfsfólk, leikur stórt hlutverk. Atvik, m.a. óvænt atvik, hafa í einhverjum hluta tilvika hlotist af þessu og heilbrigðisstofnun þannig við útfærslu starfseminnar brotið í bága við ákvæði laga og reglugerða sem snúa að umræddri ábyrgð. Ábyrgðin liggur vitaskuld hjá heilbrigðisstofnuninni einni hvað þetta varðar, en er ekki unnt að yfirfæra á heilbrigðisstarfsmanninn. Telur Fíh að mótsagnir kunni að felast í því að stjórnvöld segi annars vegar að rétt sé að refsiábyrgð hvíli hjá heilbrigðisstofnun vegna óvæntra atvika, en ætli sér svo hins vegar enga breytingu að gera á faglegri og starfsmannaréttarlegri ábyrgð þegar brot á reglum henni tengdri af hálfu heilbrigðisstofnunar leiða til óvæntra og alvarlegra atvika. Þrátt fyrir gagnrýni félagsins og það mat að lengra hefði mátt ganga við lagasetninguna þá fagnar Fíh þó þeirri mikilvægu vörðu sem felst í lögum um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og væntir þess að í því felist loforð stjórnvalda um áframhaldandi umbætur á réttarstöðu hjúkrunarfræðinga. Refsiábyrgð Höfundar: Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Helga Rósa Másdóttir, sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Jón Sigurðsson, hrl. lögmaður Fíh
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.