Mímir - 01.06.2007, Page 7

Mímir - 01.06.2007, Page 7
diplomer indtil 1450) árið 1963, en inngangur textaútgáfunnar er að stofni til inngangur próf- ritgerðarinnar. Þetta er stafrétt útgáfa allra varðveittra íslenskra frumbréfa frá tímabilinu 1280-1450 (352 að tölu), sem höfðu að vísu flest verið gefin út áður, en ekki af þeirri ná- kvæmni sem krafist er ef texti á að duga til mál- fræðilegra rannsókna (útgáfunni fylgdu myndir af öllum bréfunum í sérstöku bindi). Vorið 1962 var Stefán ráðinn í rannsóknarstöðu við Arnastofnun og veturna 1961-69 var hann einnig stundakennari í forníslensku við Kaup- mannahafnarháskóla. Stefán lagði grunninn að sinni einstæðu þelddngu á sögu íslensks máls með rannsókn- um sínum á fornbréfunum. Ahugi hans beind- ist einnig að skriftarsamanburði bréfa og handrita í þeim tilgangi að verða einhvers vís- ari um aldur handrita og uppruna og helst skrif- ara þeirra. Við þessar rannsóknir komst hann í kynni. við rithendur mikils fjölda manna frá miðöldum. Æ fleiri skrifarar fornra handrita urðu kunnir með nafni, og mannfræðin hjálp- aði til að finna deili á þeim. Stefán var alls ekki fyrstur manna til að leita uppi skrifara fyrri alda, en hann var einstaklega glöggur og minnugur á rithendur, bæði stafagerð og stafsetningarein- kenni þeirra. Nokkrum þessara rannsókna gerði Stefán skil á prenti eða miðlaði samverkamönnum, en því miður hvarf mikil þekking með honum því að honum entist ekki aldur til að vinna úr öll- um þeim athugunum sem hann hafði gert. Málsögulegar rannsóknir Stefáns á íslensk- um fornbréfum höfðu í för með sér aukinn áhuga hans á norskum áhrifum á íslenskt rit- mál, einkum á 14. öld. I því sambandi leitaðist hann við að skýra greinimörk milli þess sem telja mætti íslenskt og norskt, bæði að því er varðar ritverk og handrit, en jafnframt lagði hann áherslu á mikilvægi sameiginlegs bóka- markaðar Islands og Noregs frá upphafi ritald- ar og fram eftir 14. öld. Að ýmsum þáttum íslenskrar málsögu kom Stefán einkum í lýsing- um handrita, en einnig í yfirlitsgreinum. Skýrasta dæmið um yfirburða þelddngu hans á íslenskri tungu er greinin Tungan sem kom út árið 1989. Hún er besta yfirlitsrit um íslenska málsögu og þróun stafsetningar sem er til og var m.a. þýdd á ensku [Thelcelandic Language, London 2004) af þeim sökum til að nota við kennslu í íslenskum fræðum erlendis. Annað verk þessu skylt, en þó annars eðlis, er inn- gangur Stefáns að ljósprentaðri útgáfu Helga- staðabókar (Sth perg 16 4to) frá árinu 1982; Selma Jónsdóttir og Sverrir Tómasson skrif- uðu einnig inngang að þessari útgáfu (Helga- staðabók. Nikulás saga. Perg. 4to nr. 16 Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, Reykjavík). 1 inngangi Stefáns er farið svo rækilega í skrift og stafsetningu, hljóðkerfi og beygingar handrits- ins að lesandanum verður orðfall. Á sjöunda áratug síðustu aldar hófst Stefán handa við annað stórvirki, útgáfu á fjórum sög- um um Guðmund góða, saman settum á 13. og 14. öld. Forsaga þessa verks er sú að eitt haust- ið þegar hann kom til Kaupmannahafnar eftir sumarvinnu á fjöllum uppi við landmælingar var Olafur Halldórsson búinn að lesa Grettis- færslu í AM 556 a 4to að mestu en hún hafði verið skafin út eins og mörgum er kunnugt um. Stefán sagði sjálfur svo frá að honum hefði þá fundist það vera hin æðstu vísindi að lesa ólæsi- leg handrit og fann sér ólæsilegt skinnblað til að glíma við. Um var að ræða bréf frá 1607 (AM dipl isl fasc LXX 7) sem hafði verið skrif- að á blað úr handriti en upphaflegur texti hafði verið skafinn út á báðum síðum og varð ekki lesinn í venjulegu ljósi nema örfá orð. Þegar myndir teknar í útfjólubláu ljósi voru hins veg- ar skoðaðar mátti lesa meira, sérstaklega á bak- hlið bréfsins. I ljós kom að upphaflegur texti á blaðinu var úr Guðmundar sögu biskups eftir Arngrím Brandsson (D-gerð Guðmundar sögu) og blaðið hafði verið skorið úr bók frá um 1400. Stefán birti grein um þessa rannsókn 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.