Mímir - 01.06.2007, Side 20

Mímir - 01.06.2007, Side 20
skáldskapinn í nyt svo minningargreinarnar ná listrænu flugi. Höfundar bregða fyrir sig stíl- brögðum til að skapa rétta andblæinn og stund- um eru minningarnar settar á svið svo að hinn látni stendur ljóslifandi fyrir framan okkur. Ef til vill skiptir ekki öllu hvort sagan sem sögð er sé sönn. Hún segir það sem segja þarf og bregð- ur upp lifandi mynd af einstaklingnum sem er minnst. Sviðsetning eins og sú sem hér fer á eftir segir okkur svo miklu meira en upptalning á mannkostum: Einn sona X spyr: Pabbi, úr hverju em stjörn- urnar og tunglið, af hverju er það á himnum og aldrei fyrr en komið er kvöld? Þá brosir fósturfaðir minn, spennir hestinn frá heyvagn- inum og segir okkur að setjast hjá sér á jörð- ina litla stund, hann ætlar að slfyra þetta fyrir okkur. Svo leggst hann endilangur í grasið, þreyttur maður eftir strangan vinnudag, talar við okkur lágri hægri röddu sinni, útskýrir og fræðir um þessar fallegu, merkilegu stjörnur (Morgnnblaðið 1966). Kjarninn í endurminningagreinunum er sá að einstaklingurinn er sýndur eins og höfundur- inn sá hann. Vitnisburðurinn um persónuna byggir á skoðun höfundarins og miðast við þær hliðar á lífi hins látna sem höfundurinn þekkti eða tók þátt í. Sá sem skrifar ævisögulega minn- ingargrein leitast við að skrifa hinn látna inn í söguna. I endurminningagreinum reynir höf- undur hins vegar að skrifa minningar sínar inn í sögu hins látna og lætur þannig sjálfan sig fylgja með í kaupunum þegar hinn látni er kvaddur og heiðraður á opinberum vettvangi. 2.3 Sjálfhverfar minningargreinar An þín virðist allt svo tómt, ég veit ekki hvað ég á að gera án þín, þú varst ljósið mitt, helm- ingurinn minn og besti vinur. Með þér lærði ég að elska, brosa og hlæja. Eg vildi óska að ég gæti fengið þig aftur, snert þig aftur, tekið utan um þig aftur, kysst þig aftur, hlegið með þér aftur og sagt að ég elskaði þig aftur. (Morgunblaðið 2006). Undanfarin ár hefur ný gerð minningargreina rutt sér til rúms á síðum Morgunblaðsins. Þetta eru minningargreinar sem snúast fyrst og fremst um sorg höfundarins og virðast í fljótu bragði eiga lítið erindi við almenning. Stund- um er einlægnin svo mikil að lesandanum finnst hreinlega sem hann sé að hnýsast í einka- mál annarra enda em þessar greinar nær undan- tekningarlaust skrifaðar í sendibréfsstíl — og vel upp alið fólk les ekki annarra manna bréf. Sjálfhverfar minningargreinar era séríslenskt dagblaðaefni en í erlendum blöðum tíðkast ekki að menn gerist svo opinskáir í minningargrein- um. Það þekkist þó í sumum löndum að per- sónulegar minningargreinar í þessum dúr, eftir nána aðstandendur, séu prentaðar í bækling og dreift meðal syrgjenda við jarðarför hins látna. Þær koma hins vegar ekki fyrir augu almenn- ings (sjá t.d. Mörtu Ragnarsdóttur 1999). Árið 1994 tók Morgunblaðið að birta feit- letraðan inngang með öllum minningargrein- um. I innganginum „koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fædd- ist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum" (Morgunblaðið 22. janúar 2006: 54). Hér verður því haldið fram að þessi breyt- ing hafi haft mikil áhrif á form og inntak minn- ingargreina. Margt af því sem áður hafði verið uppistaðan í ævisögulegu minningargreinunum færðist yfir í formálann og þar með skapaðist aukið svigrúm fyrir persónulega tjáningu. Ævisögulegum minningargreinum og endur- minningagreinum er ætlað að reisa hinum látna minnisvarða, minnast þess sem menn vilja að verði munað og skrifa hinn látna inn í stærri sögu. Sjálfhverfar minningargreinar virðast hins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.