Mímir - 01.06.2007, Side 23

Mímir - 01.06.2007, Side 23
knúna til þess að skrifa í blöðin og mótmæla þessu framtaki Sölva: „Hvað er hann að fetta fxngur út í minningargreinar? Hefur Sölvi ekk- ert annað að gera en lesa minningargreinar alla daga? [...] Mér finnst alveg fáránlegt að halda námskeið um svona lagað,“ skrifar lesandi í bréfi til Morgunblaðsins (Gréta Eyjólfsdóttir 2001). Sambærilegar skoðanir er að fmna í um- ræðu fólksins á Barnalandi. Minningargreinar virðast vera orðnar svo mikið einkamál að þær eru hafnar yfir almenna gagnrýni og umræðu. Gagnrýni á minningargreinar er lögð að jöfnu við gagnrýni á sorg fólks. „Mér finnst þetta ótrúlega dónaleg umræða, það sem fólk skrifar um látið fólk kemur engum við nema því sjálfu," segir einn netverjanna á Barnalandi (2006b). Viðhorf af þessu tagi bera vott um að hefðin sé að þróast í óæskilega átt. Það sem birtist í dagblaði hlýtur að koma almenningi við og ef minningargreinar eiga að birtast á opinberum vettvangi hljótum við að gera einhverjar kröfur til textans. Morgunblað- ið sjálft setur fáar reglur og svo virðist sem það sé í raun fólkið í landinu sem ritstýrir þessum greinum. Vegna þrýstings frá almenningi var ákveðið að amast ekki lengur við sendibréfs- forminu og svo virðist sem umburðarlyndi blaðsins hafi aukist með árunum. Ur umræð- unni á Barnalandi má jafnvel lesa að það sé beinlínis ekki við hæfi að Morgunblaðið skipti sér af því hvernig minningargreinar eru. „Mér finnst að fólk eigi bara að gera það sem það vill þegar kemur að minningargreinum," segja sumir (Barnaland 2006b). Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi er vön því að mega skrifa minningargreinar í sendi- bréfsformi og krefst þess jafnvel að lengra sé gengið, Morgunblaðið birti greinar um andvana fædd börn og banni aðstandendum ekki að senda inn fmmort ljóð (sbr. umræðuna á Barna- landi). Strangar reglur yllu líklega fjaðrafoki en eitthvað hlýtur þó að mega gera til þess að hefð- in falli ekki niður í lágkúru og það sem áður einkenndi bókmenntagreinina glatist. 4. Að lokum Einhver grundvallarbreyting hefur orðið á við- horfi fólks og hugmyndum um hlutverk minn- ingargreina. A örfáum árum hafa greinarnar gjörbreyst en á sama tíma hefur almenn um- ræða um hefðina verið af skornum skammti. Það stendur minningargreinunum helst fyrir þrifum. Minningargreinar í dagblaði em efni sem vel má gagnrýna og viðfangsefnið má ekki verða svo viðkvæmt að ekki sé hægt að ræða það á skynsamlegum nótum. I meðalstóm Morgunblaði fylla minningar- greinarnar þrjár til fjórar opnur. Greinunum fjölgar og það segir sig sjálft að þær eru æði misjafnar. Sumar ættu betur heima annars stað- ar, til dæmis á minningarsíðu eða í minninga- bók fjölskyldunnar. Sumir mættu vanda betur til verka og stundum mætti fólk hugsa betur um tilgang, hlutverk og vettvang greinarinnar áður en opnað er fyrir tilfinningaflóðið. Flestar greinarnar eru þó fallegar og inni á milli leynast hreinustu perlur. Þótt sjálfhverf- um minningargreinum fjölgi jafnt og þétt eru þær greinar ennþá fyrirferðarmestar þar sem hinn látni er í aðalhlutverki og mannlýsingin fær mikið vægi. Hefðin er hins vegar að breyt- ast, fram hjá því verður ekki litið, og meðan engin opinber umræða eða meðvitund um við- fangsefnið er til staðar mun fólk ganga inn í hefðina hver svo sem hún er. 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.