Mímir - 01.06.2007, Side 33

Mímir - 01.06.2007, Side 33
meira að segja við kalda stríðið (111). í æsku óttaðist hann drykkjutúra föður síns og afleið- ingar þeirra og er því ákaflega illa við neyslu áfengis (sjá t.d. 25-26). Egill óttast orð, hegð- un og athafnir föður síns sem og að valda hon- um vonbrigðum, sem hann og gerir. Upplifun Egils af hinni hörðu karlmennsku er neikvæð og ekki bætir úr skák þegar Grímur tekur að reskjast bæði líkamlega og andlega. Egill elst upp í samfélagi mótsagna þar sem gamlar skoðanir lenda sífellt í árekstri við nýj- ar. Söguhetjan virðist hafa farið sérstaklega illa út úr þessum árekstrum og berst við sjúklega feimni, sjálfsvorkunn og brenglaða sjálfsmynd. Gamla karlaveldið berst við ný gildi þar sem kvenfrelsi og jafnrétti er í hávegum haft. Að auki er karlmennskan sjálf og réttmæti feðra- veldisins dregið í efa og karlmenn hvattir til að breyta sjálfum sér, hvattir til að vera allt í senn: gamli maðurinn og sá nýi. Hinar þjóðsagna- kenndu skottur, sem fylgt hafa fólki í gegnum aldirnar og valdið ýmsum óskunda skjóta upp kollinum í frásögninni og leggja aukna áherslu á hversu brotin og brengluð sjálfsmynd Egils er. Kjallarahola hans er full af silfurskottum og hann er sjúklega hræddur við þær og reynir allt sem hann getur til að útrýma þeim en hefur ekki erindi sem erfiði. Baráttan við skotturnar í kjallaranum er álíka vonlítil og baráttan við sjálfið. Nautnastuldur er, eins og kemur fram á bak- síðu bókarinnar, „táknræn og sértæk, nautna- leg og hrollvekjandi, ærslafull og sorgleg.“ Eins og margar aðrar karlasögur nútímans snýst Nautnastuldur urn ósigur, um fall og um sjálfsmynd sem hætta steðjar að úr ýmsum átt- um“.32 Erni Olafssyni þykir lítið til Nautna- stiddar koma. Honum fmnst hlutverk sögunnar fyrst og fremst vera það að sýna lesendum fram á tiltekin sannindi og telur hana því ekki vera bókmenntaverk í sjálfu sér. Því er sagan, að mati Arnar, takmörkuð við sálræn vandamál Egils og að auki þykir honum líf Egils leiðin- legt og segir bókinni því hætt við að vera það einnig. Örn túlkar ráð sálfræðinganna tveggja sem svo að þeir séu að útbreiða algild sannindi eða boðskap og efast um að skáldsögur séu heppilegasta formið til þess. Honum fmnst al- þýðleg fræðirit heppilegri í þeim tilgangi.33 Megingallinn á gagnrýni Arnar er túlkun hans á ráðgjöf sálfræðinganna og að hann skuli líta á Nautnastuld sem skáldsögu með hreinan boð- skap og kennsluhlutverk. Ráð þeirra eru ekki endilega algild sannindi og það sem máli skipt- ir er hvernig Egill túlkar ráðleggingarnar og fer eftir þeim. Nautnastuldur er barn bæði módernismans og póstmódernismans og mikilvægt er huga að því að módernismi „... er framar öðru uppreisn gegn því tungumáli sem liggur til grundvallar ríkjandi samfélagsboðskiptum og þá má jafn- framt segja að hann boði kreppu þess samfélags þar sem karlmaðurinn situr fyrir miðju og hef- ur yfirsýn úr hásæti yfir veldi sitt“.34 Síðan kom póstmódernisminn til sögunnar, reif allt enn meira niður og tætti öll viðtekin sannindi og gildi og flækti því enn frekar kreppu karl- mannsins sem orðin var nógu flókin fyrir. Þetta er saga um árekstur gamalla gilda og nýrra og hvernig, og hvort, manninum tekst að púsla brotunum saman svo útkoman verði slétt og felld. Hafi Nautnastuldur einhvern boðskap er hann sá að sýna hvernig heimurinn er að breyt- ast og hvernig fólk, bæði karlar og konur, taka á þessum breytingum. ________ 33 Örn Ólafsson 1990. 32 Jón Yngvi Jóhannsson 1997:215. 34 Ástráður Eysteinsson 1999a:262. 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.