Mímir - 01.06.2007, Side 36

Mímir - 01.06.2007, Side 36
um hönd móður stúlkunnar og er það hin óvænta túlkun á orðum mannsins. Margræðni (e. ambiguity) er því einn af lykilþáttum brandara. Margræðni á sér stað þegar setning eða setningarhluti hefur eina merkingu á yfirborðinu og aðra á öðru sviði (Ritchie 2004:40). Þetta þýðir að brandarinn hefur í raun tvö túlkunarsvið, hið yfirborðslega og það sem væri hægt að kalla „aðra merkingu" textans. Oft er það sú túlkun sem síst er búist við sem verður lokaniðurstaða brandarans: (2) Kennarinn: „Vitið þið, börnin góð, að á hverri mínútu er kona að fæða barn?“ Lísa: „Aumingja konan!“ {Bestu barnabrandarnir — meira til 1997:24) Orðalag brandara (2) er af ásettu ráði margrætt svo að báðar túlkanirnar eigi rétt á sér. Brand- arinn slær í gegn því að sú túlkun sem er duld- ari er dregin fram á óvæntan hátt. Fyndni brandarans kemur í ljós í slagyrðinu í lokin. Þar ríkir spenna milli þess sem vænst er og þess sem raunverulega gerist. Hin tvöfalda merking af- vegaleiðir viðtakandann en birtir svo rétta túlk- un í slagyrðinu í lokin (Ross 1998:7). 2. Flokkun brandara 2.1 Sögubrandarar og tungumálsbrandarar Erfitt getur reynst að skilgreina brandara og uppbyggingu þeirra. Þeir sem byggja á kynn- ingu, þróun vandamáls og útkomu í lokin, sbr. Chiaro 1992, eru líklega þeir brandarar sem kalla má sögubrandara (e. referentialjokes). Eins og nafnið gefur til kynna eru margir þeirra byggðir upp eins og sögur. Þar er atburðarásin megin- atriði. Slíkir brandarar eru fremur langir og í þeim gefst rúm til að kynna aðstæður, eins og Chiaro ræðir um. Sögubrandarar tilheyra annarri af tveimur megingreinum brandara en hin greinin em tungumálsbrandarar (e. verbaljokes). Hægt væri að kalla sögubrandara skemmti- sögur því að í raun eiga þeir meira sameiginlegt með sögum en tungumálsbrandararnir sem hverfast um tungumálið og meðferð þess. Dæmi um sögubrandara er (3), þar sem persón- ur eru kynntar í réttri röð og samtal milli Ein- steins og þriggja manna er aðalatriðið: (3) Hinn kunni gáfumaður og eðlisfræðingur Al- bert Einstein var eitt sinn sem oftar á göngu að kvöldlagi og mætti þá manni er hann gaf sig á tal við. „Hvaða greindarvísitölu ert þú með?“ spurði Einstein. „Eg er með 220,“ svaraði maðurinn. „Fínt,“ sagði Einstein, „þá getum við rætt um tilgang lífsins, klofningu atóma, gagnsemi kjarnorku og sitthvað fleira skemmtilegt." Er þeir höfðu rætt saman um stund hélt Ein- stein áfram ferð sinni. Brátt mætti hann öðrum manni og spyr sem fyrr um greindarvísitöluna. „Eg er með 165,“ svaraði maðurinn. „Agætt, þá getum við rætt um pólitík," sagði Einstein. Eftir dágott spjall hélt Einstein áfram göngu sinni og mætir þá þriðja manninum. „Hver er greindarvísitala þín?“spyr Einstein. „Uff! 97 held ég,“ stynur mannræfillinn. Þá klappaði Einstein á kollinn á honum og sagði: „Alltaf í boltanum, er það ekki?“ (Bestu barnabrandararnir — brjálað jjör 1998:29) Þegar greint er á milli sögubrandara og tungu- málsbrandara er mikilvægt að hafa í huga að sögubrandara er aðeins hægt að lesa á einn hátt. Þetta eru textar sem eru fyndnir eins og þeir koma fyrir og krefjast þess ekki að viðtakandi hugsi um aðra merkingu orða og setninga ef miðað er við hina þröngu skilgreiningu á tungu- málsbröndurum sem felur í sér tvær merkingar orða og setninga. Merking orðanna í sögubrönd- urum er aðeins á einu sviði, á því sviði sem liggur á yfirborðinu og er augljós hverjum við- takanda, sbr. brandara (3). Tungumálsbrandarar eru hin megingrein brandara. Þessir brandarar eru frekar stuttir, oft aðeins tvær til þrjár línur. Texti tungumáls- 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.