Mímir - 01.06.2007, Síða 64

Mímir - 01.06.2007, Síða 64
skýrt fram þegar hann hittir Obbu í fyrsta skipti. Með því að taka hana að sér fær hann hlutverk sem forðar honum frá skaðlegu líferni stórborgarinnar. Þótt Friðrik teljist ekki sáttur er ekki dregið í efa að öll umhyggja hans fyrir Öbbu er falslaus. I böggul Öbbu, sem sögumaður segir að Abba hafi aldrei skilið við sig, fær Friðrik loks að skoða eftir að hún er dáin. I honum eru tré- spjöld sem hann baksar við að koma saman. Þessi samsettu tréspjöld myndbreytast í kistu sem síðar verður líkkista Öbbu. Kistan fullgerð, með áletruninni Omnia mutantur, nihil interit (allt breytist — ekkert hverfur), á að gefa Friðriki einhverjar hugmyndir um uppruna Öbbu án þess að sagan greini sérstaklega frá þeim. Þessi myndbreyting er ekki sú eina í sögunni því að hamskipti verða jú á Baldri. Friðrik er ekki bara klæddur eins og Sher- lock Flolmes heldur bregður hann sér líka í rannsóknarhlutverk. I sendibréfmu segist hann hafa komist að því að þjóðsagnapersónan Sölvi Helgason sé höfundur myndbreytinganna, sem verða kista Öbbu (122). Eftir heimsókn Sölva að Brekku er hann orðinn aðalheimildarmaður Friðriks um Öbbu. Það verður að teljast vafa- söm heimild því að Sölvi var þekktur af ýkjum sínum svo að ekki sé fastar að orði kveðið, eins og lesa má í bók Jóns Óskars (1984:13-15 og 52). Sölvi þykist vita ýmislegt um uppruna Öbbu sem Friðrik trúir eins og nýju neti. Sam- kvæmt Sölva átti Abba að vera 12 ára þegar fað- ir hennar seldi hana sjómönnunum. Líkt og þegar Friðrik glímir við að setja saman kistuna raðar hann minnisbrotum sem koma frá Sölva inn í þá rýru fortíðarmynd sem hann hafði af Öbbu og fær þau til að passa vel saman. Þannig telur Friðrik sig geta rakið lífshlaup hennar. Hann efast ekki um faðerni Öbbu og bendir í því sambandi á biblíulegt orðasafn hennar sem sýnir orðaforða hennar þegar þau hittust fyrst. Lesandi getur verið samþykkur því að Sölvi sé kistusmiðurinn og að sitthvað í lýsingum Friðriks á Baldri eigi við rök að styðjast en ekki að hann sé faðir Öbbu. Þá er það ótrúverðugt að snyrtilegur böggull Öbbu sem var vandlega vafmn hafi verið sjódurgunum heilagri en aðr- ir hlutir um borð. I tímaeyðu sögunnar, sem eru tveir mánuðir er líða frá því að Abba fannst og þar til Friðrik hittir hana, gat Sölvi vel hafa hitt hana og smíðað henni kistuna. Allt sem vitað er um Obbu, kunnáttu hennar, snyrtimennsku, siði og ekki síst val hennar á klæðnaði, eru vís- bendingar um annan uppruna. Abba mundi ósköp vel það sem hún hafði lært. Hví skyldi hún þá ekki muna eftir föður sínum? Hún lærði að skrifa hjá Friðriki og hjá honum setti hún saman sérstaka fuglabók þar sem hún límdi inn fjaðrir af uppáhaldsfuglum sínum. Sjálf hafði hún skrifað heiti bókarinnar á titilsíðuna og notar þar ekki gömlu orðin sín úr orðasafninu heldur skrifar hún þau öll á íslensku. I hinu gamla orðasafni hennar er hins vegar ekki eitt einasta orð sem minnir á íslensku og má það þykja furðulegt í ljósi varðveittrar kunnáttu hennar á öðrum sviðum. Þar sem enginn talar tungumál hennar má gera ráð fyrir að hún hafi numið íslenskuna smátt og smátt af Friðriki. Niðurstaðan er því sú að Abba hafi ekki fæðst á Islandi en hvaðan hún eða sjódurgarnir komu er ekki vitað. Orðasafnið leiðir mann lítið áfram í tungumálaleitinni enda má gera ráð fyrir að Abba hafi talað bjagað mál. Engin skýring er gefin á því af hverju Hálfdán er allt í einu fluttur til Friðriks í lok sögunnar. Það má hins vegar gera ráð fyrir því að Friðrik hafi í einsemd sinni boðið Hálfdáni að dvelja hjá sér og hann jánkað því enda „á hálviti [svo] ekkert svar annað en að gera sem honum er boðið“ eins og sögumaðurinn segir um hann (44). Friðrik telur sig geta dregið ýmsar ályktanir út frá skjálfta Hálfdáns, sbr. Kaf- fiþefinn, og dæmir Baldur út frá því. En hvað gerist ekki þegar Hálfdán flytur til Friðriks? Jú — nú svolgrar hann ekki lengur kaffi heldur „þambar te á við ensku lávarðadeildina" (123). 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.