Mímir - 01.06.2007, Síða 65

Mímir - 01.06.2007, Síða 65
Dómur Friðriks um nísku Baldurs stenst því ekki. Eins og fram hefur komið er Friðrik ekki aðeins haldinn óbilandi rannsóknarþrá líkt og Holmes heldur á hann það einnig sameiginlegt með spæjaranum að hafa áhuga á efnafræði. Þeir sem þekkja til Sherlock Holmes vita að hann þekkti afar vel til eiturefna sem hann neytti og áhugi Friðriks er einmitt á því sviði líka. A námsárum sínum í Kaupmannhöfn prófaði Friðrik ýmis lótusefni í góðra vina hópi og ekki nóg með það — hann reykti ópíum- bleytt tóbak stuttu eftir lát Obbu. Hann þeklc- ir því vel heim vímunnar og hefur í rússinu „séð úníversið“ sem „er búið til úr ljóðum!“ (67). Fjörugar og furðulegar hugsanir hans og drauma má með sanni rekja til vímunnar og því er óhætt að draga þá ályktun að Friðrik hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, lítið þokast áfram á þroskabrautinni, alltént minna en les- andi taldi í upphafi. Má gera því skóna að Friðrik og ónefndur sögumaður séu einn og sami maðurinn, þ.e. að öll sagan sé sögð af Friðriki, og að hinar óraun- verulegu eða draumkenndu frásagnir hans af óvininum séu afurð vímunnar? Þannig væri hægt að tengja írónískar frásagnir hans í fyrsta og þriðja kafla ýmist við vímuástand hans eða eftirköstin sem oftast eru nefnd paranoia (of- sóknarkennd). Af háðinu og oftúlkunum Frið- riks á Baldri og kirkjugarðinum má greina þetta ástand hans í svefni sem vöku. En hann kemur líka upp um sig þegar hann yfirfærir rannsókn- areðli sitt á tilburði Baldurs við að mæla spor tófunnar og rannsaka hár hennar. Draumkenndar frásagnir í fyrsta og þriðja kafla þar sem tófan og Baldur eigast við (tófan öðlast mál og Baldur bregður sér í ham hennar og lætur dýrslega) kallast á við ljóð Frakkans S. Mallarmé (1842-1898) sem var í miklu uppá- haldi hjá Friðriki. Mallarmé var talinn torræð- astur allra symbólista en hann lagði mikla áherslu á formfegurð og dulhyggju í ljóðum sín- um. Mallarmé líkti ljóðlistinni við fagran draum og taldi hana þar af leiðandi ekki getað orðið að veruleika (sbr. Halldór Guðmundsson 1983). En það er fleira sem umbreytist því að tréspjöldin í böggli Obbu raða sér nánast upp sjálf í höndum Friðriks þar sem setninguna Omnia mutantur, nihil interit má lesa á kistu- botninum. Friðrik sem er sagður víðlesinn er ekki lengi að finna tengingu við „sjálfan Óvidíus“ (68). Þessi goðsögulega tilvitnun skírskotar ekki bara til fornra bókmennta heldur nýrra, eins og Kristján Árnason (2004) hefur rætt um. Það skemmtilega við umfjöllun Kristjáns er hvernig hann tengir þessi víðfrægu orð, sem voru letruð á kistu Öbbu, við hamskiptin sem verða á Baldri. En það er fleira sem afhjúpar Friðrik sem hinn ónefnda sögumann. I sendibréfum sínum kemur hann víða upp um sig og skulu hér nefnd örfá dæmi. I lok bréfins sem hann skrifar til Baldurs segir Friðrik honum frá draumi sínum um tófuna. Friðrik er kunnugur veiðiáhuga Baldurs og með lýsingum sínum á dýrinu er eins og hann lolcki hann á veiðarnar um hávet- ur. Eftir að Friðrik sér óvin sinn bíta á agnið leggst hann til hvílu og sofnar. Það er ekki ólík- legt að hann hafi sent honum stefnuvarginn úr draumalandi sínu. Hér er atburðarásinni hrint af stað og lýsingin í upphafi sögu (8) endurtek- in þegar Baldur skundar á veiðar. Þó er munur á þessum frásögnum því að í upphafsfrásögn- inni er sjónarhornið hjá ónefndum sögumanni og sagan er þar sögð í þátíð en aftur á móti er síðari frásögnin (83) í nútíð og líkt og oft áður er það sögumaður sem segir frá því sem Friðrik sér. I títtnefndu sendibréfi slær Friðrik á létta strengi þegar hann tilkynnir vini sínum að Baldur hafi örugglega stútað sér á tófuveiðum því að „allir vissu að stóribylur væri væntanleg- ur“ þegar hann lagði í hann (118). Þessi frásögn Friðriks kemur líka ágætlega heim og saman við annað í bréfinu sem sýnir óbeit hans á Baldri, sbr. ummælin „Far vel Frans“ og „stupidus", 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.